Þjóðlíf - 01.09.1987, Page 17
ERLENT
meðal annarra þjóða og gera þá aftur gjald-
genga á alþjóðavettvangi. Sá skerfur sem
Brandt lagði af mörkum til bættrar sambúð-
ar austurs og vesturs leiddi til þess, að ákveð-
'ð var að veita honum friðarverðlaun Nóbels
arið 1971. Ég minnist þess að þegar ég átti
tal við Brandt á síðasta ári, sagði hann mér
að friðarverðlaunin hefðu glatt sig mest fyrir
þá sök að með þeim hafi nafn Þýskalands
verið tengt við friðinn, - sem hafi verið allt
annað en sjálfsagt eftir þær hörmungar, sem
°gnarstjórn nasista leiddi yfir þjóðirnar fyrr á
öldinni.
Þrátt fyrir þá hylli sem Willy Brandt hefur
löngum notið á alþjóðavettvangi hefur hann
att við ramman reip að draga sem formaður
Jafnaðarmannaflokksins. Eftir sigurgöngu
Bokksins á síðasta áratug, hefur fylgi hans
dalað mjög á undanförnum árum. Það á að
líkindum, meðfram öðru, rætur að rekja til
þess að frá þvi að síðasti kanslari jafnaðar-
nianna, Helmut Schmidt, dró sig í hlé, hefur
verið skortur á hæfum leiðtogaefnum í
flokknum. Enda þótt Schmidt, sem sat á
kanslarastóli í 8 ár, hafi orðið að þola margs
konar gagnrýni frá flokksbræðrum sínum,
sem mörgum hverjum þótti hann einum of
■haldssamur, þá var hann ótvírætt mikilhæf-
ur og virtur leiðtogi. Engum blandaðist hug-
ur um að þeir þrír menn, sem réðu lögum og
'ofum í flokknum á síðasta áratug, Brandt,
Schmidt og „pípumaðurinn" Herbert
Wehner, formaður þingflokksins, voru allir
hl forystu fallnir - hver með sínum hætti.
Eins og oft vill verða, þegar slíkir skörungar
e‘ga í hlut, voru þeir ekki alltaf á sama máli.
Hvað sem öllum ágreiningi leið hefur vegur
Jafnaðarmanna aldrei verið meiri en á þeim
arum, þegar þetta litríka þríeyki var við völd.
Onnur ástæða þeirrar lægðar, sem
Jutnaðarmannaflokkurinn hefur verið í, er
græningja á síðustu árum.
gegn kjarnorkunni og fyrir
uukinni náttúruvernd hefur þeim grænu tek-
lst að krækja í atkvæði margra óánægðra
un eta sigurganga
Með baráttusinni
jafnaðarmanna. Þar við bætist að „hægri-
bylgjan" sem hefur flætt yfir Evrópulönd á
undanförnum árum, hefur að sjálfsögðu haft
sín áhrif í Þýskalandi sem annars staðar. Það
kemur jafnaðarmönnum ævinlega í koll,
þegar það dettur í „heimsandann" að gera
sér dælt við frjálshyggju og annars konar
íhaldsspeki.
WILLY BRANDT verður engan veginn
kennt um þá kreppu, sem ríkt hefur meðal
vesturþýskra jafnaðarmanna í seinni tíð.
Þvert á móti er ótvírætt, að persónufylgi for-
mannsins hefur átt sinn þátt í að forða
flokknum frá enn meira fylgistapi en raun
ber vitni.
Nýkjörinn formaður tlokksins, Hans
Jochen Vogel, er atorkusamur og dugandi
stjórnmálamaður. Hann hefur verið for-
maður þingflokks jafnaðarmanna um árabil
og gegnt ýmsum mikilvægum trúnaðarstörf-
um öðrum. Vogel var m.a. borgarstjóri í
Múnchen í 8 ár og naut mikilla vinsælda í
hinni bjórglöðu höfuðborg Bæjaralands. En
þótt enginn væni þennan eftirmann Brandts
um góðan vilja, dugnað og greind, þá þykir
hann ekki líklegur til að sópa að sér fylgi. Til
þess vantar hann einfaldlega þá reisn og
þann glæsibrag sem menn á borð við Brandt
og Schmidt hafa til að bera. Þetta var
jafnaðarmönnum án efa ljóst, þegar þeir
kusu Vogel formann á aukaþingi flokksins í
júní. Hins vegar áttu þeir ekki annarra kosta
völ. Oskar Lafontaine, forsætisráðherra
fylkisins Saarlands, sem um tíma var talinn
vænlegur arftaki Brandts, nýtur að vísu mik-
illar hylli róttækari armsins í flokknum en
íhaldssamari jafnaðarmenn eru honum and-
snúnir. Lafontaine var því ekki líklegur til að
stilla til friðar milli stríðandi aíla í flokknum.
Allt um það hefði Willy Brandt eflaust frem-
ur kosið að hinn ungi forsætisráðherra Saar-
lands leysti sig af hólmi, enda Lafontaine
bæði eftirlæti og „pólitískur uppeldissonur"
Brandts.
Hans Jochen Vogel á erfitt verk fyrir
höndum. Hann tekur við formennsku í
flokki sem hefur einkennst af sundurlyndi,
agaleysi og öðrum meinlegum pólitískum
kvillum. Vogel hefur lýst því yfir að hann
muni láta hendur standa fram úr ermum við
að kúska flokksbræður sína til hlýðni og aga
á komandi tímum. Vegna þess, hve Vogel
þykir læriföðurlegur í fasi, hafa gárungar
gefið honum viðurnefnið „yfirkennari". Það
á eftir að koma í ljós, hvort kennarahæfileik-
ar hins nýja formanns nægja til þess að þagga
niður í óróaseggjum og koma á friði og póli-
tískri einingu meðal vestur-þýskra jafnaðar-
manna á komandi tímum.
• Arthúr Björgvin Bollason
• Hans Jochen Vogel tók við formennsku af
Brandt en þykir skorta reisn hans og
glæsimennsku
• „Pípumaöurinn" Herfoert Wehner, formaður
þingflokksins
17