Þjóðlíf - 01.09.1987, Page 27
ERLENT
• Scilla Mac Lean starfar meö The Oxford Research Group en sá hópur komst að þeirri niðurstöðu
að uþb. 800 manns taki allar ákvarðanir um kjarnorkuvopn og móti hernaðarstefnu Nató
• Hvernig er hægt aö stööva vígbúnaða-
kapphlaupið?
• Deilumál á að leysa með pólitískum
lausnum ekki hernaðarlegum.
• Hvernig líta þeir á hlutverk Evrópu eins
og staða heimsmála blasir við?
• Hver er afstaða þeirra til kjarnorkuvopna-
lausra svæða?
• Hvaða áform eru uppi varðandi efna-
vopn?
• Ástand heimsmála hefur breyst mjög frá
stofnun NATO en stefna NATO breytist
ekki, hvernig skýra þeir það?
• Hvernig myndu þeir taka tilboði Varsjár-
bandalagsins, um að setjast niður til að
ræða hernaðarstefnu bandalaganna (slíkt
tilboð kom frá H. Krolikowski formanni
miðstjórnar Kommúnistaflokks Austur-
Þýskalands þessa daga og kom þeim
NATO- mönnum mjög á óvart)?
• Af hverju er ekkert samband milli NATO
og Varsjárbandalagsins (líkt og símalínan
milli Kreml og Hvíta hússins)?
• Viðurkennir Nato rétt Austur-Evrópu-
búa til að lifa í sósíalísku kerfi?
• Hafa þeir hugsað út í, hvaða áhrif það
hefur á börn að alast upp í skugga kjarn-
orkuvopnanna og að búa við stöðugan
ótta?
• Gera þeir sér grein fyrir að margar konur
vilja ekki eiga börn vegna kjarnorku-
ógnarinnar?
• Væru þeir tilbúnir til að taka á móti sendi-
nefnd kvenna frá Varsjárbandalaginu?
kvöldferð um brússel. Að kvöldi
var haldið heim, en á leiðinni fór gestgjafi
minn með okkur nokkrar í kvöldferð um
Brússel. Hún sýndi okkur miðtorg borgar-
mnar La Grand Place sem er umkringt hús-
um frá 14.-17. öld. Þar voru borgarstjórnin
°g gildi handverksmanna til húsa. Allt var
uPplýst og fögur hljómlist ómaði. Þetta var
e|tt þeirra augnablika þegar fortíðin verður
ljóslifandi og ekki kæmi á óvart þótt konur í
krínólínum, eða herrar á hnébrókum með
skrautleg parrukk, þar sem nánast naktar
konur sátu og buðu blíðu sína hverjum þeim
sem borga vildi fyrir. Slíkt hafði ég aldrei séð
nema í bíó, en sú danska, sem með okkur
var, lét þau orð falla að nú væri til orðið
tvenns konar verðlag í vændinu, þeir sem
vilja gera það með smokk og hinir sem þora
að taka áhættuna og borga talsvert meira!
Það verður ekki á mannskepnuna logið, hún
er til í allt, líka sjálfsmorð.
Næsta dag voru konur snemma á fótum,
því rétt þótti að mæta tímanlega ef varúðar-
ráðstafanir yrðu tímafrekar. Kl. 10 hittist
hópurinn við hlið aðalstöðva NATO og hélt
áleiðis inn í byggingarnar. Ekki þurfti að
kvarta yfir vopna- og sprengjuleit, enda
konur þessar heldur sakleysislegar á vor-
klæðum í blíðunni. Síðan þurfti hver og ein
að bíða þess að verða sótt af fulltrúum síns
lands, því til að fara inn á skrifstofurnar þarf
sérstaka passa.
VIÐRÆÐUR VIÐ SENDIHERRANN. Ég
hitti að máli þá Einar Benediktsson sendi-
herra og Róbert T. Árnason sem gegnir
embætti hernaðarráðunauts íslands hjá
NATO. Því miður var tíminn mjög naumur,
því á síðustu stundu kom í ljós að fram-
kvæmdastjóri NATO, Lord Carrington, gat
tekið á móti okkur í nokkrar mínútur og varð
að taka þær af viðtalstímanum.
Ég lýsti tilgangi heimsóknarinnar fyrir
Einari, og sagði honum að konur væru afar
áhyggjufullar vegna stöðu vígbúnaðarmála.
Ég lagði fyrst fyrir hann þá spurningu, hvort
hann hefði trú á því að samningar myndu
nást milli stórveldanna um fækkun eldflauga
í Evrópu og svaraði hann því til að hann teldi
að slíkt samkomulag myndi liggja fyrir í lok
ársins. Ég spurði hvort þeir (Róbert var nú
kominn inn) teldu að slík fækkun myndi ekki
kalla á ný vopn og eflingu hefðbundins víg-
búnaðar, en því svöruðu þeir neitandi og
vísuðu til NATO-fundarins í Stavanger sl.
vor því til staðfestingar. Slíkt ætti ekki og
mætti ekki gerast. Ég spurði um tilboðið frá
Krolikowski, hinum austur-þýska og hvers
Vegna því hefði verið hafnað þegar í stað
(það stóð í blöðunum þennan morgun). Ein-
ar kannaðist ekki við þetta tilboð, og þar af
leiðandi ekki hverjir hefðu tekið ákvörðun
um að hafna því, eða hvort það hefði verið
gert yfir höfuð. Út frá þessu spunnust um-
ræður um hin ýmsu tilboð sem streyma frá
Sovét og hvað væri að marka þau. NATO-
menn vísa til þess að allir samningar verði að
vera trúverðugir, eða hægt að sanna að þeim
sé framfylgt (verifiable á ensku), og hafa oft
27