Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 30

Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 30
ERLENT • Carrington lávarður var tekinn í karphúsið eftir heimsókn kvennanna og sakaður um hrokagikkshátt heimsóknarinnar, því jafn mikilvægt og það er að ræða við ráðamenn, er að ná til al- mennings og sýna að á ýmsan hátt er unnið að friðarmálum og leitað leiða til afvopnun- ar. Fundurinn vakti töluverða athygli og var vel sóttur af fjölmiðlafólki. Ekki fór á milli mála að Margaríta Papandreou var segull- inn, sem dró þá til sín, þótt það að beita frægum konum fyrir vagninn sé reyndar lítt í anda kvennahreyfinga. Hvað um það, Margaríta var harðorð í garð NATO, sagði bandalagið óábyrgt gagnvart heimsbyggð- inni, sagði það getulaust og nauðsynlegt að innan þess yrði stefnubreyting. Rússum væri stillt upp sem óvinum og alið á óvinaímynd- inni, en jafnframt væri það yfirlýst stefna að forðast átök. Er ekki mótsögn í þessu spurði hún? Við erum þau góðu í heiminum, Rúss- arnir hinir vondu, svona hugsunarháttur gengur ekki. Cora IFrá.y minnti á að við værum hingað komnar sem konur til að koma sjónarmiðum kvenna á framfæri. Hún sagði stefnu NATO ekki í samræmi við almenningsálitið í heim- inum, það mætti t.d. sjá af því hvernig sendi- herrarnir hefðu svarað spurningunum um samninga við Sovét. Heimurinn hrópaði á stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins, en þeir væru með alls konar vangaveltur um „sann- prófun" og greinilega fullir vantrausts. Hér skaut Margaríta Papandreou því að, að röksemdin um að trúverðugleika skorti (verification) stæðist ekki lengur. Bæði væri tæknin orðin það fullkomin að auðvelt væri að fylgjast með „andstæðingnum" og svo hitt að leiðtogarnir sex, (leiðtogar Mexíkó, Sví- þjóðar, Grikklands, Indlands, Argentínu og Tansaníu) hefðu boðist til að annast eftirlit. Sem sagt engin afsökun. Pað var minnst á það hvernig hver vísar á annan þegar spurt er hvar og hver hafi tekið ákvarðanir. „Heima er okkur sagt að ákvörðun hefði verið tekin hjá NATO, en hér hjá NATO er okkur sagt að ákvarðanir séu teknar í hverju landi fyrir sig. Hvers kon- ar feluleikur er þetta? Hver á að stjórna? Herforingjarnir eða stjórnmálamennirnir? Við erum ekki í vafa. Það er hver þjóð sem á að stjórna og kjörnir fulltrúar hennar. Pað þarf að rjúfa vélgengni vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Við viljum aukin samskipti milli austurs og vesturs. Pað er besta leiðin til að bæta samskiptin og tryggja frið". Þar með var fundinum lokið. Konur voru teknar í viðtöl, ein mætti í fréttatíma belgíska sjónvarpsins, önnur talaði við BBC o.s.frv. En á eftir leituðu spurningarnar á hugann. Hefur svona heimsókn einhverja þýðingu? Breytir hún einhverju? hver veit. Við frétt- um að fyrir heimsóknina hittust allir sendi- herrarnir, væntanlega til að samræma svör sín. Þeir hafa greinilega átt á ýmsu von. Við fréttum líka að eftir heimsóknina var Carr- ington tekinn í karphúsið fyrir hrokagikks- hátt. Síðast á dagskrá heimsóknarinnar var boð til einna af borgum Brússel (henni er skip1 niður í svæði sem hvert sér um sig). Þar tók a móti okkur borgarstjórinn sem er kona og fulltrúar ríkja frá Afríku og Asíu, allt konur. Þar voru fluttar ræður til að undirstrika sam- stöðu þeirra heimsins kvenna, sem vilja held- ur verja þeim fjármunum sem til eru, til að bæta þennan heim, útrýma sulti, sjúkdómum og styrjöldum, í stað þess að búa til ný og ný gjöreyðingarvopn (sem aldrei má nota) og spóla í hjólförum óvinaímynda, hernaðar- hyggju og valdhroka. Þegar öllu var lokið og lestin brunaði gegnum blómlegar sveitir Belgíu, inn í Þa fögru Luxemborg, var mér efst í huga að hata hitt þessar yndislegu konur. Konur sem hvet á sinn hátt beita sér í þágu friðarbaráttunnat og eru sífellt að leita nýrra leiða. Ein þeirra. Randy Forsberg sagði: Allt er þetta gott og blessað, en við verðum að kafa dýpra. Við verðum að komast að grunninum, hugarfat' inu að baki vígbúnaðarkapphlaupinn- Vopnin draga úr trú manna á því að aðrar lausnir séu til, friðsamlegar lausnir. Við ef' um föst í neti - það vantar nýja pólitík og Þa pólitík verða konur að skapa. • Kristín Ástgeirsdóttir 30

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.