Þjóðlíf - 01.09.1987, Side 32

Þjóðlíf - 01.09.1987, Side 32
INNLENT Stuðningur við herínn fer minnkandi Ný skoöanakönnun stadfestir kólnandi vináttu íslands og Bandaríkjanna Afctaða Íslendinga til Keflavíkurstöðvar- innar 1983 og 1987 1983 1987 Afgerandi hlynntir . .. 23% 16% Frekar hlynntir ..., .. 31 % 25% Skiptir ekki máli ... ..15% 26% Frekar andvígir ... ..15% 15% Afgerandi andvígir ..15% 18% Samtals .. . . 99% 100% Fjöldisvara . (970) (1753) Afþeim sem eru stödinni hlynntir eóa andvígir: Hlynntir...............64% 55% Andvígir...............36% 45% Niðurstöður frá 1983 eru úr kosninga- rannsókn, sem gerð var í Háskóla íslands eftir alþingiskosningarnar það ár, og nánari grein er gerð fyrir í riti Ólafs í>. Harðarsonar: Viðhorf íslendinga lil öryggis- og utanríkismála, sem öryggis- málanefnd gaf út 1984. Niðurstöðurnar frá 1987 eru úr kosningarannsókn, sem gerð var í Háskóla íslands eftir síðustu alþingiskosningar. Niðurstöðurnar 1983 byggja á svörum 1003 kjósenda, sem lentu í slembiúrtaki úr þjóðskrá. Niðurstöður 1987 byggja á svörum 1062 kjósenda úrslembiúrtaki úr þjóðskrá og svörum 683 kjósenda, sem einnig svöruðu 1983. Heildarfjöldi svar- enda 1987 er þannig 1745, en þar sem engir svarendur á aldrinum 18-23 ára eru í svarendahópnum frá 1983 (en þá höfðu þeir ekki kosningarétt) eru svör þessa aldurshóps látin vega þyngra í heildar- hópnum 1987, þannig að rétt hlutföll fáist milli aldurshópa. Reiknaður fjöldi svara 1987 verður því 1845, þó að raun- verulegir svarendur séu 1745. í töflunni er þeim sleppt sem neituðu að svara (0.4% af heildarhóp 1983 og 2% 1987) og sömuleiðis þeim sem sögðu „veit ekki" (2.9% 1983 og 3% 1987). Spurningin 1987 var þannig: Ert þú hlynnt(ur) veru bandaríska varnarliðsins hér á landi, finnst þér að herinn œtti að fara, eðafinnst þér þetta ekki skiptá máli? (Ef hlynnt(ur) eða andvíg(ur)): Ertu af- gerandi þeirrar skoðunar eða frekar? ÞVÍ ER NÚ oftar en áður haldið fram að vinátta íslands og Bandaríkjanna sé ekki upp á sitt besta. Samkvæmt glænýrri skoðana- könnun sem ÞJÓÐLÍF birtir hér kemur fram að stuðningur íslendinga við veru varnar- liðsins á ísjandi hefur minnkað verulega. Aratugum saman hefur verið talið að tveir af hverjum þremur séu hlynntir varnarsamn- ingnum. Petta hefur yfirleitt verið staðfest í skoðanakönnunum allt frá árinu 1968 og snemma árs 1974 skrifuðu 55.522 íslending- ar undir í undirskriftasöfnuninni Varið land sem beint var gegn áformum ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar um uppsögn varnar- samningsins. Nú er hins vegar sýnt að um fjórðungur kjósenda telur skv. skoðana- könnuninni að vera varnarliðsins skipti ekki máli. Innan við helmingur kjósenda kveðst vera hlynntur veru varnarliðsins eða 41% þeirra sem svöruðu spurningunni og kemur svo lágt hlutfall verulega á óvart og sætir miklum tíðindum. Andstæðingar Kefla- víkurstöðvarinnar eru 33% svarenda. Ef aðeins þeir eru teknir sem afstöðu taka með eða á móti herliði Bandaríkjanna hér á landi er skiptingin 55% með og 45% á móti. STUÐNINGSMÖNNUM FÆKKAR. Þessi könnun er hluti af viðamikilli rannsókn um afstöðu íslenskra kjósenda til innlendra og erlendra málefna sem Ólafur P. Harðarson lektor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands vinnur nú að og nefnist Kosningarannsókn 1987. Árið 1984 birti Öryggismálanefnd niðurstöður samskonar rannsóknar Ólafs um viðhorf íslendinga til öryggis- og utan- ríkismála sem hann framkvæmdi árið 1983. Þær niðurstöður vöktu mikla athygli í þjóð- félaginu og umræður. Þá var m.a. spurt um afstöðu kjósenda til Keflavíkurstöðvarinnar og reyndust stuðningsmenn varnarsam- starfsins þá vera 54%, 30% kváðust vera á móti og 15% svarenda töldu að þetta skiptj ekki máli. Þeir sem tóku afstöðu skiptust þá [ 64% sem reyndust hlynntir og 36% á móti (sjá samanburð í töflu). Niðurstöðurnar hvað herinn varðar komu ekki sérlega á óvart árið 1984. Kannanir blaða undanfarin ár höfðu oftast gefið þa vísbendingu að talsverður meirihluti íslend- inga væri fylgjandi veru varnarliðsins þó and- staðan hefði alltaf verið umtalsverð og öllu meiri en andstaðan við aðild íslands að NATO. Árið 1968 gerði dagblaðið Vt's>r skoðanakönnun um vamarliðið og reyndust þá 63.3% tylgjandi en 36.7% andvígif • Afskipti bandarískra stjórn valda af hvalveiðum íslendinga hafa hleypt illu blóði f margan landann 32

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.