Þjóðlíf - 01.09.1987, Side 38
INNLENT
Islendingur
í eyðnimálum
Helsta vandamálid eróttinn
- Fulllrúar okkar hjá Sameinuðu þjóðun-
um hafa setið hjá þegar greidd hafa verið
atkvœði um ýmsar afvopnunartillögur á síð-
ustu árum s.s. tillögu Svíþjóðar og Mexíkó
um frystingu og tillögu Mexíkó um tilrauna-
bann. Petta hefur verið talsvert gagnrýnt hér á
landi. Má búast við jákvœðari afstöðu af
okkar hálfu til slíkra tillagna í samrœmi við
þá stefnu stjórnarinnar að styðja alla raun-
hœfa afvopnunarviðleitni?
„Ég mun taka þá hluti alla til endurskoð-
unar.
- Ilvað með kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd?
„Mér finnst sjálfsagt að taka þátt í þeirri
umræðu en ef samkomulag næst í Genf þá er
það að vissu leyti miklu víðtækara. En á
þessum vettvangi getum við líka notað
tækifærið til að leggja áherslu á mikilvægi
þess að draga úr kjarnorkuvopnum í hafinu.
Ég geri mér Ijóst að Norðurlöndin geta ólík-
lega samið um að engin kjarnorkuvopn verði
í hafinu á milli þessara þjóða en við getum
alltaf látið raddir okkar heyrast og lýst and-
stöðu okkar við slíka uppbyggingu í hafinu.“
- I lokin langar mig að víkja aðeins að
viðskiptamálunum. Pú hefur lýst því yfir að
þú viljir bœði efla og breyta utanríkisvið-
skiptunum. Hvernig?
„Já, ég tel að utanríkisviðskiptin og sér-
staklega tengslin við Evrópubandalagið hafi
vaxandi þýðingu. Helmingurinn af okkar út-
flutningi fer þangað. Við þolum ekki að
ganga í bandalagið en ég vil leita eftir því
innan Efnahagsbandalagsins, innan GATT
og innan EFTA, að fiskur verði viðurkennd-
ur sem iðnaðarvara og komist inn fyrir toll-
múra. Við eigum að nálgast Evrópubanda-
lagið með því að segja: Við skulum útvega
ykkur ómengaðan gæðafisk, og fá þá tollana
lækkaða um leið. Ég veit að margar þjóðir
innan bandalagsins vilja þetta en það eru líka
nokkrar fiskveiðiþjóðir sem ennþá halda
dauðahaldi í nokkra úrelta togara og fiski-
báta og vilja komast til veiða í okkar lögsögu.
Skoðanir eru því skiptar um þessi mál innan
bandalagsins. Það verða viðræður á milli
okkar og Evrópubandalagsins á næstu mán-
uðum um þessi mál. Nýlega höfum við
stækkað sendiráð okkar í Brussel og komið
upp viðskiptadeild undir stjórn Einars
Benediktssonar, sendiherra, og ég geri mér
vonir um að í gegnum það verði okkar tengsl
beinni við Evrópubandalagið og ákvarðana-
töku þar.“
-Búast má þá við að viðskipti okkar við
Vestur-Evrópu aukist enn á nœstu árum?
„Já, ég tel að þau muni fara vaxandi.“
• Ómar Friöriksson
RAGNAR GUNNARSSON er íslenskur sál-
fræðingur sem hefur starfað í Danmörku
undanfarin tíu ár við ýmsar greinar sálfræð-
innar, s.s. barnasálfræði og endurhæfingar-
sálfræði. Hann starfar nú við Marsellisborg
hospitalet í Árósum við ráðgjöf fyrir eyðni-
sjúklinga og er einnig sálfræðingur hjá M.S.
Foreningen með ráðgjöf fyrir sjúklinga og
aðstandendur þeirra. Þrátt fyrir mikið
vinnuálag heldur hann einnig oft fyrirlestra
um endurhæfingarsálfræði þar sem hann er
einn af fáum sálfræðingum í Danmörku með
þá menntun.
Ég spurði Ragnar hver væru helstu vanda-
mál eyðnisjúklinga.
„Eitt helsta vandamálið er óttinn sem
grípur fólk þegar það fær þann úrskurð að
það er srnitað," segir Ragnar. „Það sem fólk
heyrir fyrst og fremst er eitt orð sem ekki er
nefnt, það er dauðinn. Læknar eru oft á tíð-
um mjög tillitslausir þegar þeir hveða upp
dóminn. Þeir segja ef til vill einungis: „Þú ert
pósitífur“ - án þess að útskýra hvað það
þýðir. Það er ekki vitað með vissu hvort allir
þeir sem smitast fái sjúkdóminn á lokastigi
og það er líka mjög óvíst hvað menn geta
verið lengi smitaðir áður en þeir fá sjúkdóm-
inn. Það er allur gangur á því. Þetta er fyrsta
sjokkviðbragðið. Síðan kemur óttinn við al-
menningsálitið og hugarangur um við hvern
á að tala. Þeir hafa það verst sem ekki opna
sig og treysta sér ekki til þess að tala við
nokkurn mann um ástand sitt.
Bisexual fólk getur lent í gífurlegum krís-
um. Menn geta verið giftir og geta verið bún-
ir að smita konurnar sínar áður en þeir upp-
götva að þeir eru smitaðir og sektarkenndin
og skömmin sem því fylgir getur verið meiri
en hjá hommum."
Pú ert sem sagt að hjálpa sjúklingunum að
vinna með óttann?
„Já, ég er að hjálpa þeim að komast yfir
hann og snúa sér að því að lifa lífinu. Menn
geta komið til mín alveg vonlausir og bitrir.
Ég get í rauninni ekkert ráðlagt eða sagt
þeim hvernig þeir eigi að lifa lífinu, aftur á
móti get ég fengið þá til að vega og meta
möguleikana sem þeir hafa. Þeir sem eru
tilbúnir til að taka þá afstöðu komast yfir
sorgina og geta tekið dauðann og sjúkdóm-
inn í sátt.“
Finnst þér sú mikla frœðsla sem fer fram í
Danmörku hafa á einhvern hátt neikvœð
áhrif eyðnisjúklinga?
„Já, hún getur haft það þótt fræðsla sé
nauðsynleg. Það er aðallega hvernig fréttirn-
ar eru settar fram sem getur haft slæmar
afleiðingar bæði fyrir sjúklingana og al-
menning. Æsifréttamennska hefur oft þær
afleiðingar að fólk verður hrætt að óþörfu og
fordómar gagnvart sjúklingum geta aukist.
Til dæmis var æsifréttablað með þá fyrirsögn
á forsíðu að allir sem smitast fái sjúkdóminn
og deyi af honum. Þetta er ekki vitað enda
kom í Ijós í smáa letrinu að aðeins tveir-þrír
amerískir sérfræðingar væru á þessari skoð-
un. Fræðsla í þeim tilgangi að hræða hefur
lítil varanleg áhrif. Menn geta verið gripnir
ótta við að smitast um tíma en síðan dvínar
óttinn og þar með áhrif fræðslunnar. Það er
nauðsynlegt að vera raunsær um þessi mál og
höfða til skynsemi fólks.
Það er óþarfi að hræða fólk, því það er
hrætt fyrir. Fólk í nútímaþjóðfélagi afneitar
dauðanum, reynir að útiloka hann og það
álítur dauðann eitthvað sem gerist á stofn-
unum. í rauninni er dauðinn hluti af lífinu
sjálfu og var það hér áður en hann var lokað-
ur inni á stofnunum."
Hvaða breytingar hefur það í för með sér
fyrir manneskju að vita að hún á ekki nema ár
eða svo eftir ólifað?
„Eins og ég sagði áðan fer það mjög eftir
afstöðu fólksins sjálfs. Taki fólk þá afstöðu
að það vilji vinna með sorgina og að það vilji
lifa á það möguleika á að njóta lífsins það
sem eftir er og jafnvel framlengir líf sitt með
jákvæðri afstöðu. Sumir fara í afneitun a
vandamálinu, vilja ekki tala við neinn og er
nákvæmlega sama hverja það smitar. Fyrir
þessa menn er ekkert hægt að gera. Það er
undir þeim komið hvort þeir vilja sálfræði-
lega hjálp eða ekki. Það er ekki hægt að
móralisera yfir fólki því þá fer það upp á móti
manni. Það sem ég geri er að vinna trúnaðar-
traust þeirra og á þeim grundvelli er hægt að
vinna.
Það geta gerst mjög jákvæðir hlutir í ltfj
manns sem fær eyðni, þótt ótrúlegt meg1
virðast. Komist menn yfir sorgina fara þe'T
að endumeta líf sitt og nýir hlutir fá forgang1
lífi manna. Menn fara að njóta þess sem gef'
ist í kringum þá. Jafnvel svo einfaldar stað-
reyndir eins og að fuglarnir syngja og grasið
grær. Sumir ná mun betra sambandi við for-
elda eða aðra ættingja, af því að þeir fara að
líta þá öðrum augum. Samböndin verða oft
færri en yfirleitt miklu betri en áður. Það er
38