Þjóðlíf - 01.09.1987, Page 47
LISTIR
* Rithöfundurinn og þýöandinn
Menn geta ekkí annað
enlifao
7
Arni Ibsen íslenskar sýnisbók meö verkum
Samuels Beckett
»beckett er sá höfundur sem ég finn
einna mesta samsvörun viö. Mér finnst hann
ninn mesti bjartsýnishöfundur, hann kemur
Jl'ér yfirleitt alltaf í gott skap. Vissulega er
nann erfiður, en ólíkt við marga les ég úr
nonum hreina og klára bjartsýni. Beckett
v|kur sér ekki undan. Honum er innborin
V|ss hetjulund. Hann fjallar um mannskepn-
una þegar hún er rúin öllu, búin að týna öllu;
jlan hryllinginn og gengisfellingu á öllum
8'ldum. Samkvæmt Beckett fargar maðurinn
Ser samt ekki. Hann rembist við að standa
jjPpréttur. Hann heldur í sjálfan sig af öllum
róftum. Þrátt fyrir allt geta menn ekki ann-
aöenlifað.“
. 'J’etta segir Árni Ibsen, leikhúsmaður og
. öfundur, en í haust sendir hann frá sér
ýnisbók sem inniheldur þýðingar hans á
erkum eftir írska rithöfundinn Samuel
eckett. Þetta verður mikil bók að vöxtum -
J °rbók eða hlunkur, einsog Árni kallar það
og hefur að geyma prósaverk, leikrit og
■l°ð, sem spanna mestallan feril Becketts.
j . ^eckett er svosem enginn útlendingur í
k ens'cu leikhúsi. Hér hafa verið færð upp,
® 1 n sviði og í útvarpi, þau leikrit hans sem
mesta frægð hafa öðlast - Beðið eftir Godot
og Endatafl. Auk þess hafa verið leikin hér
minni verk eftir hann, sum í þýðingu Áma
Ibsens.
Árni er samt þeirrar skoðunar að íslend-
ingarséu heldurfákunnandi um Beckett, líkt
og reyndar marga aðra heimsfræga höfunda,
sem þeir telja sig þekkja mæta vel: „Hér
þekkja menn Beckett í raun ekki af öðru en
misvitrum leikhúsuppfærslum. Hann hefur
aldrei verið gefinn út á prenti hérlendis.
Skoðanir manna á honum eru ósköp yfir-
borðskenndar. Menn halda að hann sé svart-
ur í gegn og hafa komið sér upp einhverri
klisjuhugmynd um botnlaust vonleysi og
svartsýni, að hann sé eins konar samsömun
fyrir bölmóð eftirstríðsáranna. Síðan telja
menn sig vita að hann sé absúrdisminn upp-
málaður, þegar í raun er leitun að lógískari
rithöfundi en Beckett."
ÞRÁTTFYRIR AÐ fáein leikrit Becketts hafi
verið til í eldri þýðingum, tók Árni Ibsen
þann kost að íslenska sjálfur allt efnið í téðri
sýnisbók. „Ég ákvað að láta gömlu þýðing-
arnar alveg eiga sig,“ segir hann. „Ég vildi
reyna að forðast það að vera einsog leikari
sem gengur að hlutverki sem hann hefur séð
marga aðra leika. Það hefur líka ýmislegt
breyst síðan Indriði G. Þorsteinsson þýddi
Beðið eftir Godot um 1960. Síðan þá hefur
Beckett gefið út endanlega útgáfu á leikrit-
inu, það er búið að gera einhver býsn af
rannsóknum og textaskýringum. Því hljóta
ýmsar leyndar tilvísanir að fara forgörðum í
gömlu þýðingunum. Svo er líka hitt að hin
ýmsu verk Becketts líkt og kallast á, þar eru
skírskotanir þvers og kruss, staðir og per-
sónur sem koma fýrir aftur og aftur.“
Samuel Beckett er margræður og marg-
brotinn höfundur. Þetta má kannski ekki síst
ráða af því hvílík útgerð hefur sprottið upp í
kringum ævistarf hans. Það er haft fyrir satt
að aldrei, fyrr eða síðar, hafi verið jafnmikið
sett á prent um lifandi rithöfund. Árlega eru
haldnar ráðstefnur um hann og sérstök tíma-
rit eru helguð honum einum. Þegar Beðið
eftir Godot var fyrst sviðsett í París var haft
eftir mætum rithöfundi að leikritun í heim-
inum yrði aldrei söm og áður. Það fer varla á
milli mála: Af rithöfundum hefur Beckett
haft mest áhrif á leikhús eftirstríðsáranna, þó
kannski í félagsskap við Bertolt Brecht.
Það er væntanlega ekkert áhlaupaverk að
íslenska svo margræðan og að mörgu leyti
tyrfinn rithöfund. „Ég er ekki viss um að ég
hefði sigrast á þessu verkefni hefði Beckett
ekki verið búinn að sitja á rúmstokknum hjá
mér í hátt á annan áratug,“ segir Árni Ibsen.
„Stundum virðist manni stíll Becketts vera
ákaflega blátt áfram og tungutakið einfalt.
En við nánari lestur kemur yfirleitt í ljós að
það er missýn. Allt er samannjörvað og ekk-
ert háð tilviljunum. Hann hnýtir saman orð
og hugmyndir af makalausu listfengi, svo úr
verður misfellulaus heild. Litlar hugdettur
kallast á við stór þemu sem liggja undir yfir-
borðinu. Án þess að lesandinn verði þess var
fær hið hversdagslega orðfæri allt í einu á sig
yfirbragð og hrynjandi ljóðs. Þegar Beckett á
í hlut er viska úr orðabókum oft býsna glopp-
ótt. Yfirlætislaus forsetning getur breytt
merkingu heillar orðræðu. í texta sem virðist
sléttur og felldur skýtur allt í einu upp koll-
inum kynlegur anakrónismi eða afdankað
slanguryrði."
Og Árni bætir við: „í raun var hið blaut-
lega þó alerfiðast. Enskt leikhús á sér ríka
blautlega hefð, allt frá dögum Shakespears.
Verk Becketts eru uppfull af blautlegri tví-
ræðni, sem á sér ekki alltaf hliðstæður í ís-
lensku. Ég varð að leita víða til að finna
einhverja samsvörun - tildæmis í sjómanna-
mál og fornsögur.“
ÞAÐ ORÐ HEFUR FARIÐ af Beckett að
hann skrifi úti á ystu nöf, á mörkum þess sem
hægt er að segja og þess sem ekki er hægt að
segja. Með árunum hafa verk hans orðið æ
styttri og samanþjappaðri, og alltaf hafa
menn beðið eftir síðasta orðinu frá honum,
þeirri andrá þegar hann hverfur fyrir fullt og
47