Þjóðlíf - 01.09.1987, Page 48

Þjóðlíf - 01.09.1987, Page 48
LISTIR allt inn í ríki þagnarinnar. Fyrir einhverjum árum var tildæmis fært upp eftir hann leik- verkiö Andardráttur. Paö tók hálfa mínútu í flutningi. A sviðinu var ekkert annað en sorp og öskutunnur á stangli. Það heyrðist lágur andardráttur sem ágerðist og fjaraði síðan út. Tjaldið fellur. Árna Ibsen þykja þessar kenningar um að Beckett hafi skrifað sig í sjálfheldu heldur einfaldar. „Vissulega er hann frammi á gnípunni, úti við jaðarinn," segir hann. „En það er ekki til nein þumalfingursregla um að einhver fylgni sé milli lengdar verks og inni- halds þess. Síðari verk hans eru knappari en ekkert efnisrýrari. Hann er sífellt að útvíkka vitundina, að komast nær einhverri reynslu sem vandasamt er að koma í orð. Þótt stund- um sé sagt að hann skrifi eins konar and- leikrit, þá þykist ég vita að hvert verk sé honum gífurlega erfitt.“ Sýnisbókin á verkum Becketts sem út kemur í haust hefur að geyma sjö leikverk eftir hann. Þar á meðal eru nýjar þýðingar á Beðið eftir Godot og Endatafli. Hin leikritin eru öll styttri, en nokkur þeirra hefur Árni sjálfur sett upp: Allir þeir sem við falli er búið, Komið og farið og Ohio Inpromptu. Að auki birtast þarna sex prósaverk eða smásögur og um tugur Ijóða. Það er Svart á hvítu sem gefur bókina út. SAMUEL BECKETT er frægur fyrir að vera dulur maður sem lítið er á mannamótum. Þá sjaldan að hann fæst til að gefa viðtöl, svarar hann yfirleitt á skjön og út í hött. Um hann hefur í lifanda lífi skapast ákveðin goðsögn, sem hefur fengið að vaxa og dafna í blaða- greinum og ævisögum. Það er næstum einsog sumir álíti að Samúel sé ekki af þessari jörð; hann sé tómhyggjumaður sem hafi sagt sig úr samfélagi manna. Miklu líklegri skýringu álítur Árni þó þá að hann vilji hreinlega fá að vera í friði fyrir argaþrasi og hégóma. Þó eru af því sögur að íslendingar hafi séð Samúel, eða réttara sagt skuggann af honum. Sögur af mönnum sem hafa naumlega misst af Beckett kváðu vera fleiri en sögur af mönn- um sem hafa hitt hann í eigin persónu. Árni Ibsen segist hafa orðið var við skuggann af honum í útskoti á Royal Court-leikhúsinu í Lundúnum, þar sem verk hans eru leikin af mestri list. Fyrir nokkrum árum skrifaði Illugi Jökulsson skemmtilega grein um það hvernig hann eltist við skuggann af Samúel í París einn góðviðrismorgun. Líklega hefur Thor Vilhjálmsson þó komist einna næst holdlegu sambandi við Samuel Beckett. Raunar er ekki vitað til þess að af þeirra fundi hafi orðið, en Thor mun einhvern tíma hafa haft af því spurnir að Samúel hafi komist í tæri við svarta dauða og þótt sá drykkur harla góður. Hann hafði þá nýskeð fengið Nóbelsverðlaun og Thor áleit að gjöf frá sér og íslandi gæti glatt Samuel Beckett: Náttúrulega tvær flöskur af svarta dauða... • Egill Helgason ARI JÓHANNESSON • Listamennirnir fimm sem sýna í Gallery Svart á hvítu í haust frá vinstri: Sveinn, Georg Guðni, Sigurður, Helgi Þorgils og Margrét Stórsýmngar____________ Stórir Hstamenn hugsa sér til hreyfings HELGI ÞORGILS Friðjónsson sýnir um þessar mundir á tveimur stöðum í bænum; í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg sýnir hann grafík, vatnslitamyndir og olíupastel; á Kjarvalsstöðum olíumálverk. Sýningar hans voru opnaðar 4. þessa mánaðar og þeim mun ljúka 20. september. Þegar við komum við í vinnustofu hans vestur í bæ var Helgi Þorgils að undirbúa sýningar sínar. Innrömmuðum myndum var staflað upp við vegg en forvitnir gestir fengu að „fletta“ þeim. Aðspurður um þær til- vísanir í gríska goðafræði sem gestunum fannst mega Iesa í myndunum sagði Helgi Þorgils að ekki væri minna um tilvísanir í okkar eigin goðafræði. Hann kvaðst ekki vilja túlka myndir sínar. „Ég reyni að illústrera," segir hann, „ég teikna ekki skýringarmyndir. Ég vil helst að fólk ákveði sjálft hvað það sér í myndunum mínum - og það á að vera tiltölulega auðvelt að sjá eitt- hvað út úr þeim.“ Við mynduðum Helga Þorgils fyrir fram- an stór olíumálverk til þess að gefa lesendurn innsýn í myndaheim hans. Önnur stór nöfn verða annars á ferðinm 1 vetur hjá þessu sama galleríi. Næstur veröur þar Sigurður örlygsson sem sýna mun mál- verk frá 26. september til 11. október. Ham1 mun einnig sýna á Kjarvalsstöðum í mars < vetur. Á sýningu sinni í galleríinu segist Siguröur munu sýna verk sem séu býsna ólík því sen1 hann hafi fengist við - í myndunum sé bæð‘ þrívídd og landslag. Á Kjarvalsstöðum nm11 Sigurður hins vegar sýna risastór málverk- svo sem sjá má á ljósmyndinni sem fyte|r þessari grein. Á þeim tekur Sigurður fyr,r myndseríu með púðurkvörn og leikur sér a formi. Af öðrum stórmálurum sem munu brátt sýna í Galleríi Svart á hvítu viljum við nefna Georg Guðna, sem sýna mun olíuma verk, teikningar og vatnslitamyndir dagana 17.október - 1 .nóvember, og Margréti Ar,ul dóttur Auðuns, sem sýnir málverk fra nóvember - 22.nóvember. 48

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.