Þjóðlíf - 01.09.1987, Page 56
Ríkhard H. Friöriksson
Á TÓNLEIKUNUM föstudagskvöldið 18.
september kl. 20.30 í Langholtskirkju verð-
ur flutt verk eftir Ríkharð H. Fríðríksson en
hann lauk meistaraprófi við Manhattan
School of Music sl. vor.
Verk Ríkharðs, The Titanic, var loka-
verkefni hans við skólann og um það segir
hann í efnisskrá UNM: „Hugmyndin kom í
september 1985, í inntökuprófum í skólann,
þegar ég var beðinn um að skrifa lítið stykki
um skipið á einni kvöldstund (það var þá
nýfundið). Pessa nótt skrifaði ég lítið stykki
fyrir tvær básúnur og píanó, stykki sem með
örfáum endurbótum hefur verið útsett fyrir
hljómsveit og er nú orðinn lokakaflinn í The
Titanic.
í verkinu er sögð saga Titanic í stuttu máli.
Fyrsti kaflinn fjallar um vígslu skipsins,
lúðraþeytt útgáfa af „Rule Brittania" þar
sem skipið rennur í sjó fram undir lokin.
í öðrum kaflanum fer vélin í gang og ferð-
in hefst. Þar dansar mismunandi fólk við
ýmiss konar tónlist. Fátækir írskir útflytj-
endur dansa sinn jig, fína fólkið dansar vals
(eftir Berlioz) og glaumgosarnir dansa við
„Maple Leaf Rag“ Scott Joplins. Við ferð-
umst upp og niður á milli þilfara með vélar-
dyninn undir (vélin kemur úr annarri sin-
fóníu Mahlers). En þá, ó, eitthvað gerist...
Þriðji kaflinn er passacaglia, einskonar
erfiljóð um skipið og farþega þess. Hún
reynir stanslaust að brjótast almennilega
fram en er sí og æ trufluð af sterkari öflum.
Að lokum gefst passacaglian upp, lætur und-
an og hopar hljóðlega niður í djúpin.
Þá erum við komin að fjórða kaflanum sem á
sér stað löngu seinna, á sjávarbotni. Mér er
gjarnt að sjá þar fyrir mér sál skipsins, að
reyna að komast aftur upp á yfirborðið, en
sekkur þess í stað ennþá dýpra í botnleðj-
una."
Ég hitti Ríkharð að máli og spurði hann
um stílbrögð sem hann beitir við tónsmíðarn-
ar.
„Ætli ég sé ekki nýrómantíker með „mini-
malísku" ívafi," segir hann spekingslega og
bætir við til skýringar: „Ég hef aldrei verið
klár á því hvað nýrómantík er en ætli það sé
ekki andsvar við pling-plong nútímatón-
listarstílnum. Dúr og moll er ekki lengur
afneitað. Þau eru jafn nýtileg og hvert annað
tónefni.“
Við ræðum nú aðeins um mikilvægi þess
að halda UNM-hátíðina og fá tækifæri til að
koma fram, ekki síst með svona stórt verk-
efni eins og hann er með, og rétt nýkominn
úr námi frá Bandaríkjunum. Talið beinist að
skólanum.
„Manhattan School of Music er mikill
öndvegisskóli. Ég fattaði ekki við hversu
mikið aðstöðuleysi við búum hér fyrr en út
kom. Það er eiginlega ótrúlegt að fólk skuli
yfirleitt leggja út í að reka tónlistarskóla -
aðstaðan gæti þó eitthvað hafa batnað en
það er t.d. ekki starfrækt neitt bókasafn sem
er stór hluti af menntun tónlistarmanna. Hér
verður maður að ganga á einstaklinga og
sníkja af þeim plötur eða nótur en úti er hægt
að ganga að þessu vísu á einum eða tveimur
stöðum. í skólanum mínum, sem er frekar
lítill, er plötusafn sem Ríkisútvarpið gæti
dauðöfundað þá af og að sjálfsögðu eru
nótur þar líka. Hér á landi er líka algjör
vöntun á aðstöðu til elektrónískra tón-
smíða."
- Hvað tekur nú við hjá þér nýkomnutn
heim úr námi?
„Tónsmiðir geta farið að kenna fyrir
hlægilega lág laun, eða þau voru það a.m.k.
síðast þegar ég vissi. Ef þeir eru nógu kaldir
geta þeir farið að semja músík fyrir auglýs-
endur og útsetningar og þess háttar hluti fýr-
irt.d. leikhús. En égveitekki hvað éggeri,ég
er það glænýkominn heim að ég verð að fara
að vinna fyrir skuldunum sem ég er búinn að
safna að mér á sl. 2 árum. Markaðurinn er
svo lítill að ætli maður endi ekki bara í
skurðgreftri."
• Atli Heimir Sveinsson heldur fyrirlestur
fimmtudaginn 17. september kl. 14 í Tón-
listarskólanum í Reykjavík. Þar fjallar hann
um óperutónsmíðar, allt frá dögum
Monteverdi til Atla Heimis. Flutt verða tón-
dæmi, m.a. úr Silkitrommu Atla sem er hans
fyrsta ópera.
JENS ALEXANDERSSON
• Ríkharð H. Friðriksson. „Dúr og moll er ekki lengur afneitað."
Ætlí ég sé ekki nýrómantíker
56