Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 60
TÆKNI & VÍSINDI
Lækning á næsta leyti?
Kapphlaupid um lyfin gegn eyöni
EYÐNISJÚKDÓMURINN hefur nú grassér-
að meðal mannkyns á vesturhveli jarðar í
nokkur ár og enn hefur engin lækning fund-
ist. Nokkur lyfjafyrirtæki vinna þó að rann-
sóknum með lyf sem virðast munu lofa góðu,
þótt enn sé of snemmt að spá. Ljóst er að það
fyrirtæki, eða þau fyrirtæki, sem fyrst koma
fram með lyf sem slá á sjúkdóminn, svo ekki
sé talað um útrýmingu, munu græða stórfé
og því er kapphlaupið geysihart milli helstu
Iyfjafyrirtækja heims.
Vírusinn sem orsakar eyðni kallast HIV.
f*au lyf sem nú er unnið með gegn eyðni eru
annars vegar lyf sem ráðast gegn HIV og hins
vegar lyf sem vinna gegn þeim skemmdum á
varnarkerfi líkamans sem eyðniveiran hefur
unnið. HlV-veiran drepur nefnilega ekki
sjálf; hún brýtur niður varnarkerfi líkamans
þannig að hann hættir að hafa mótstöðu
gegn sjúkdómum. Núna er unnið að tilraun-
um með ýmis konar efni sem gefa sýktum
líkama vopn sem hann getur ekki framleitt
sjálfur eða efla hið veika mótstöðukerfi
líkamans. En þessi efni snerta hins vegar
ekki sjálfa veiruna, en það hlýtur að vera
framtíðardraumurinn að finna vopn sem bít-
ur á hana.
HlV-veiran kemur sér svo vel fyrir meðal
fruma Iíkamans að það er afskaplega erfiú
að ráðst gegn henni án þess að eyðileggja un'
leið sýktar frumur. Á þessari stundu er ekk>
hægt að vonast til annars en að lyf finnist sen'
geti haldið eyðni-vírusnum niðri og því þab,
eyðni-lyf að vera þannig að notandinn þol'
það vel til langframa. Það þarf að vera auð-
velt í inntöku og því er best að taka þa(1
gegnum munninn. Hver skammtur þarf að
endast nokkuð lengi þannig að sjúklingurinn
þurfi ekki að gleypa meðal í tíma og ótíma-
Lyfið má ekki hafa miklar hliðarverkanir
Og lyfið þarf að geta flust til heilans á
skömmum tíma, en þar er fýrsti sýkingar-
staðurinn.
Azidothymidine (AZT), eða öðru nafn'
Retrovir, uppfyllir nærri því öll ofangreinrl
skilyrði. Það er myndað úr thymidine, sem ef
aftur unnið úr síldar- og laxasæði og það ef
fyrirtækið Burroughs-Wellcome sem hefuf
sett það á markað. Þegar HlV-veiran er að
skipta sér setur hún azidothymidine í stað
thymidine en getur ekki notað það sér n
fjölgunar. AZT hefur miklu minni áhrit3
LENGIÐ LIFIÐ
og gefið gjöfársins
-----¥----
Vatnsrum hf
BORGARTUNI 29 — SIMI 621622
PÓSTHÓLF 4308 — 124 REYKJAVÍK
60