Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 61

Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 61
frumur mannslíkamans heldur en HIV. Raunar er nokkuð síðan AZT var upp- 8°tvað en það var á næstsíðasta áratug og þá 1 sambandi við krabbameinsrannsóknir, en ulgengt er að rykið sé dustað af slíkum rann- soknum nú í sambandi við baráttuna gegn eyöni. En sá galli er á AZT að það hindrar ^einmerginn í framleiðslu blóðkorna. Og svo er það afskaplega dýrt, þar sem vinnslan er mjög dýr. Sjúklingar verða líka að taka P'ilur allan sólarhringinn. AZT er þó enn Sem komið er það lyfið sem mestan árangur hefur gefið og það hefur ekki öðlast neinn ^ePpinaut enn sem komið er. Nú þegar nota 'yfíð á tíunda þúsund sjúklingar á Vestur- 'Ondum, en önnur Iyf sem reynd eru í barátt- Unni gegn eyðni hafa ekki enn verið reynd annars staðar en á litlum fjölda sjúklinga í fílraunaskyni. Onnur lyf sem framtíð kunna að eiga fyrir Ser eru dideoxycytidibe (ddC) og Ampligen. Lyfíð ddC var á sínum tíma prófað gegn krabbameini eins og AZT og hefur svipaða Verkun. Nú er verið að prófa það í tilraunum °g fyrstu niðurstöður virðast benda til þess að aukaverkanir séu minni en AZT. Eigend- Ur lyfsins eru Hoffmann-La Roche og yfir- rnenn þess hafa að vonum kæst yfir niður- stóðum fyrstu rannsókna. Þó bar þann skugga á, að lyfið virtist hafa í för með sér tliettu á húðútbrotum. Þeir sem vel þekkja til telía, að ár kunni að líða áður en ddC og skyld lyf verði tilbúin til markaðssetningar. Ampligen er svo lyf sem verkar allt öðru V|si en AZT og ddC. Raunar er uppistaðan í PVl tilbúinn vírus, sem amerískt rannsóknar- tynrtæki ræktaði, og er nú í eigu Du Pont. rurnur ónæmiskerfisins svara Ampligen- t'rusnum og HlV-vírusinn lendir á milli. ^ólekúlin í Ampligen eru brengluð og því á ttjunnslíkaminn auðvelt með að brjóta þau niöur áður en þau geta valdið nokkrum kaða eða hliðarverkunum. Ampligen kemst auðveldlega til blóðsins og heilans og hefur að auki sýnt betri áhrif en AZT í tilrauna- r®ktun. Þar að auki virðist Ampligen hamla s,arfsemi HIV í sýktum frumum. Og til að °róna allt saman virðist Ampligen styrkja 'urnarkerfi líkamans. Frumrannsóknir á eyðnisjúklingum og eyðni-skyldum sjúkl- 'ngum (eyðniskyldir sjúklingar eru þeir ^jtfíaðir sem hafa veiruna í sér en fá aðeins uta af einkennunum) hafa lofað mjög gU. Sjúklingarnir urðu að taka lyfið í æð, að a^e’ns tv'svar 1 v>ku, og læknar telja þar I auki að draga megi úr skammtinum eftir rístu meðferð. Þessar fréttir allar hafa vita- uld gert þaö að verkum að augu manna ta undanfarið beinst stífast að Ampligen. r Sænska lyfjafyrirtækið Astra hefur gert j ntlsóknir á lyfinu Foscavir, og hafa tilraun- Q §efíð góðan árangur - þó ekki eins góðan 1^6 trienn héldu í fyrstu. í tilraunaglösum þtrnur Foscavir í veg fyrir fjölgun ótal veira, lra-rn. HlV-veirunnar, en lætur móður- UrUuna í friði. Betra getur það vart verið, TÆKNI & VÍSINDI nema hvað Foscavir endist mjög stutt í blóðinu og því þurfa sjúklingar að ganga um með slöngu í æð. Heilinn tekur Foscavir upp slælega og er það annar galli á gjöf Njarðar. Þessir gallar eru það miklir að menn hafa nú afskrifað það sem mögulega LYF-ið gegn eyðni, þótt það gagnist reyndar kannski vel í öðrum tilvikum. Ribavirin er lyf sem ICN lyfjafyrirtækið hefur framleitt undir heitinu Virazole. Virazole hefur sýnt mun betri útkomu í til- raunaglösum heldur en í tilraunum á mann- fólki. I Bandaríkjunum er aðeins leyfilegt að gefa það smábörnum með öndunarörðug- leika og þá úr úðunarbrúsum. En ICN gaf út þá yfirlýsingu að Virazole drægi úr fram- gangi eyðni-sjúkdómsins hjá fólki sem hefði HI V-veiruna í sér, og smitaðir ameríkumenn flykkjast til Mexíkó þar sem lyfíð hefur hlot- ið opinbert leyfi. A síðasta ári þróaði geðheilsugæslustofn- un Bandaríkjanna peptide T - amínósýru- keðju, sem er í próteinbyggingu eyðni- vírussins. Stofnunin heldur því fram (en það hefur ekki verið staðfest) að peptide T hindri vírusinn í að bindast frumum ónæmiskerfis- ins. Peptide T er ekki hættulegt mönnum en gæti hins vegar skaðað ónæmiskerfið. Weizmann-stofnunin í ísrael hefur unnið úr kjúklingaeggjum efnið AL-721, en talið er að það fjarlægi kólesteról úr vírusbygg- ingunni og geri þannig vírusnum ókleift að ráðast á ónæmiskerfisfrumur. AL-721 er ekki hættulegt mönnum. Weizmann-stofn- unin hefur hins vegar átt í erfiðleikum með framleiðslu á efninu og því hafa prófanir gengið hægt fyrir sig. í Bandaríkjunum hafa alls kyns húsráð varðandi egg skotið upp kollinum meðal eyðnisjúklinga í kjölfar upp- lýsinga um AL-721, flest þeirra vita gagns- laus. Medirace er nýtt breskt lyfjafyrirtæki sem tekið hefur annan pól í hæðina en flest önnur lyfjafyrirtæki. Lyfjafræðingar þar upp- götvuðu að hlutfallið milli ómettaðra og mettaðra fitusýra í frumuveggjum er lægra en gengur og gerist hjá fólki með HIV. Þetta jafnvægisleysi veikir byggingu allra fruma í líkama eyðni-smitaðra, en bagalegast er að ónæmiskerfið tapar hæfileikanum til þess að finna vírusa. Medirace rannsakar nú fitu- sýruafbrigði sem hlotið hefur nafnið Contracan, en það á að koma á jafnvægi milli fitusýra og byggja þannig upp frumuveggi, þannig að sýktar frumur styrkist Og geti ráð- ist gegn vírusum og hindrað útbreiðslu þeirra. Fyrirtækinu hefur tekist þetta í ræktunarglösum, en hefur ekki gert tilraunir á mönnum ennþá. Þessu hugsanlega Iyfi er mikill gaumur gefinn þessa stundina - og ekki síst fyrir þá sök að það myndi bæði vera ódýrt í framleiðslu og endast vel í líkaman- um. Stuttbuxur gegn eyðni Tískuhönnudir til hjálpar SMOKKAR - þessi áður forboðna vara sem ekki mátti nefna á nafn - eru nú á hvers manns vörum og athafnir þeim tengdar hafðar í flimtingum í virðulegustu boðum. Vandamálið er hins vegar að koma þeim fyrir annars staðar en á vörunum (!), en kannanir svo og sala sýna að notkun á smokkum hefur lítið aukist þrátt fyrir alla umræðuna um eyðni. Nú hafa tískuhönnuðir hlaupið undir bagga með áróðursmeisturum fyrir smokkum og vonandi ríður það bagga- muninn. Breski fatahönnuðurinn Katharine Hamnett hefur sett á markað sniðugar stutt- buxur sem seljast eins og heitar lummur. Buxur þessar eru þannig úr garði gerðar, að á þær er saumaður vasi, svokallaður smokka- vasi, en hann er ætlaður til þess eins að geyma smokka eigandans. Og með í kaup- unum fylgir meira að segja eitt smokkabréf. 61

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.