Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 51
HEILBRIGÐISMÁL
Yfir 200 milljónir í
tannréttingar
Samkvœmt upplýsingum ráðuneytisins einn dýrasti þáttur
tannlœkninga. Aðstoðarmenn á sérfræðingstaxta. Ófull-
komið og lélegt eftirlit. Afar viðkvœmt og umdeilt mál.
Aberandi skortur á upplýsingum.
Talið er að íslendingar séu
að minnsta kosti tveimur
áratugum á eftir nágranna-
þjóðum hvað opinbert
skipulag tannlækninga
varðar. Þó eyðir þjóðin
gríðarlegum upphæðum ár-
lega í þennan þátt heilbrig-
ðiskerfisins og þykir mörg-
um nóg um. Einn dýrasti
þáttur tannlækninga eru
tannréttingar. I þær varði
þjóðin 200—220 milljónum
króna á síðastliðnu
ári, samkvæmt ágis-
kuðum tölum
Heilbrigðisráðun-
eytis. Sérfræðingar
á landinu í tannrétt-
ingum, samkvæmt
opinberum upplýs-
ingum, eru 10, og
skiptu þeir þessari
upphæð með sér að
langmestu leyti. Opinbert
eftirlit er mjög takmarkað
með tannréttingum og ná-
kvæmar tölur um kostnað
við þær eru annaðhvort ekki
til eða ekki aðgengilegar.
Aðstoðarmenn sérfræðinga
í tannréttingum eru fjölmar-
gir og er vinna þeirra einnig
seld út á sérfræðingstaxta.
Engir óháðir tannlæknar
eru til, sem fylgjast fyrir
hönd hins opinbera með
hugsanlegum hagsmunaá-
rekstrum á þessum vett-
vangi þrátt fyrir heimildir
þar um.
Greiðslur ríkis og sveitarfélaga vegna
tannlækninga eru bundnar í 44. grein laga
um almannatryggingar frá 1971. Samkvæmt
þeim greiða sjúkrasamlög helming og sveit-
arfélög helming af tannlækningum barna og
unglinga sextán ára og yngri. Sömuleiðis fá
þroskaheftir tannviðgerðir greiddar. Aðrir
þegnar landsins verða hins vegar sjálfir að
standa straum af viðhaldi tanna sinna.
Af tannréttingum greiða sjúkrasamlögin
25 prósent og sveitarfélögin önnur 25 prós-
ent fyrir börn og unglinga 6—15 ára. Sjúkra-
samlögin greiða 50 prósent vegna 16 ára
unglinga, en þar leggja sveitar-
félögin ekkert til. Að auki er
heimilt að greiða úr sjúkrasam-
lögum 50 prósent kostnaðar við
tannréttingameðferð, sem hafin
hefur verið áður en viðkomandi
varð 16 ára, þar til meðferð er
lokið og einnig fyrir aðgerðir á
17—18 ára unglingi ef þörfin hef-
ur komið upp fyrr. í slíkum til-
vikum verður að gera trygginga-
tannlækni grein fyrir tilfellinu,
áður en unglingurinn verður 17
ára. Tryggingastofnun felst oft á
að greiða með eldra fólki en 17
ára, vegna þess að þá er oftast
51