Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 34

Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 34
ERLENT Mansal í Kína í Kína hafa bænda- og verka- mannafjölskyldur í fátækum hér- uðum gripið til miðaldahátta til að auka tekjur sínar; þær selja dæt- urnar. Á síðustu árum hafa 3200 karlar náð sér í kvonfang með þessum hætti í Shandong-héraði. Verðið hefur farið upp í sem nem- ur sextíu þúsund krónum. Sam- kvæmt rannsókn sem hið opin- bera kvenréttindasamband í Pek- ing gerði, voru um eitt hundrað stúlkur seldar mansali í Jiangsu- héraði á þriggja mánaða tímabili og voru kaupendurnir yfirleitt yfir 35 ára aldri. Milliliðirnir græddu óhemju fé á þessum ógeðfelldu viðskiptum. í lok síðasta árs komst upp um glæpaflokk í Hebei-héraði sem hafði stundað mansal á þroskaheftum stúlkubörnum, það yngsta var 13 ára gömul stúlka. Það er nefnt sem ástæða eftir- spurnar karlanna í fréttinni að þeir hafi viljað fá eiginkonur sem væru þeim eftirlátar! (Spiegel/óg) í knæpu einni 40 kílómetra vestur af Lundúnum stendur listin sérdeilis nærri fólki. í salerni knæpunnar hefur verið komiðfyrir Ijósmyndasýningu listrænnargerðar. Vertinn erafaránægður með sýninguna sem hefur spurst vel út og fjölgað viðskiptavinum verulega. Eiginkona kráreiga- ndans hefur skipulagt sérstakar kvennaferðir á karlaklósetið til að skoða sýninguna og hefur það framtak mælst vel fyrir.... Frakkar þreyttir á verkalýðsfélögum Félögum í frönskum verkalýðsfé- lögum fækkar stöðugt. Sam- kvæmt upplýsingum Rannsókn- arstöðvar í félagsvísindum, Credoc, munu nú einungis um 10% af þeim tuttugu milljón launa- mönnum sem eru í landinu, vera í verkalýðsfélagi. Það er mun lægra hlutfall en í nokkru öðru landi Evrópu( V-þýskaland 42%, Ítalíu 40%, Bretlandi 38%). Sagt er að verkfallið hjá opinberum starfsmönnum nýverið hafi sýnt mikla þörf fyrir sameiginlegar að- gerðir á vegum sjálfstæðra félaga og einstaklinga, en það verði að gerast utan gömlu skrifræðissam- bandanna, sem sökuð eru um að hafa hundruð þúsunda,, spjald- skrárlíka" sem meðlimi. Leiðtogar þessara sambanda eru undir miklum þrýstingi um að hætta, en þeir hafa setið við stjórnvölinn svo árum skiptir; leiðtogi hins sósíal- iska CFDT hefur þegar sagt af sér, leiðtogi hins hægri sinnaða FO hættir í þessum mánuði og orðrómur er um að leiðtogi komm- únistasambandsins CGT muni ganga úr sínum sessi í vor... (Spiegel) Jesse Jackson hefur þegar hafið undirbúning að fram- boði sínu fyrir næstu forseta- kosningar í Bandaríkjunum árið 1992. í„ trúnaði“ hefur hann látiö hafa eftir sér, að ef hann helli sér á ný út í baráttuna, þá muni hann ekki hætta fyrr en hann hefur allavega tryggt sér stöðu vara- forsetaefnis Demókrataflokks- ins. Hann staðhæfir að ekki komi til álita að hann dragi sig til baka úr baráttunni, á sama hátt og í síðustu kosningum. Jackson er mikið í mun að þvo af sér þá „vinstri lykt“ sem mörgum hefur þóttleggjaaf honum. Sjálfur telur hann sig vera miðjumann í Bandarískum stjórnmálum og vill að fólk viti af honum sem slíkum. Bak við tjöldin eru stuðnings- menn Jacksons nú að undirbúa lagabreytingar varðandi útnefn- ingu á forseta— og varaforseta- efnum flokksins, Jackson í vil. Þessar lagabreytingatillögur munu væntanlega líta dagsins Ijós á landsfundi Demókrataf- lokksins í þessum mánuði. Kom- ist þær í gegn má búast við Jack- son styrki stöðu sína það vel að illmögulegt verði fyrir flokksfor- ystuna að sniðganga hann í næstu kosningum. KAA/Newsweek. Sú fræga Bastilla í París, sem gerði garðinn fræg- an fyrir 200 árum á að rísa á ný; ekki í fullri stærð heldur sem rúst- ir. Rústirnar verða ekki á sínum gamla stað í hjarta Parísar, held- ur í „Parc de Bercy" suður af Pa- rís. Á myndinni sjást menn halda á líkani af Bastillunni. 34

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.