Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 34

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 34
ERLENT Mansal í Kína í Kína hafa bænda- og verka- mannafjölskyldur í fátækum hér- uðum gripið til miðaldahátta til að auka tekjur sínar; þær selja dæt- urnar. Á síðustu árum hafa 3200 karlar náð sér í kvonfang með þessum hætti í Shandong-héraði. Verðið hefur farið upp í sem nem- ur sextíu þúsund krónum. Sam- kvæmt rannsókn sem hið opin- bera kvenréttindasamband í Pek- ing gerði, voru um eitt hundrað stúlkur seldar mansali í Jiangsu- héraði á þriggja mánaða tímabili og voru kaupendurnir yfirleitt yfir 35 ára aldri. Milliliðirnir græddu óhemju fé á þessum ógeðfelldu viðskiptum. í lok síðasta árs komst upp um glæpaflokk í Hebei-héraði sem hafði stundað mansal á þroskaheftum stúlkubörnum, það yngsta var 13 ára gömul stúlka. Það er nefnt sem ástæða eftir- spurnar karlanna í fréttinni að þeir hafi viljað fá eiginkonur sem væru þeim eftirlátar! (Spiegel/óg) í knæpu einni 40 kílómetra vestur af Lundúnum stendur listin sérdeilis nærri fólki. í salerni knæpunnar hefur verið komiðfyrir Ijósmyndasýningu listrænnargerðar. Vertinn erafaránægður með sýninguna sem hefur spurst vel út og fjölgað viðskiptavinum verulega. Eiginkona kráreiga- ndans hefur skipulagt sérstakar kvennaferðir á karlaklósetið til að skoða sýninguna og hefur það framtak mælst vel fyrir.... Frakkar þreyttir á verkalýðsfélögum Félögum í frönskum verkalýðsfé- lögum fækkar stöðugt. Sam- kvæmt upplýsingum Rannsókn- arstöðvar í félagsvísindum, Credoc, munu nú einungis um 10% af þeim tuttugu milljón launa- mönnum sem eru í landinu, vera í verkalýðsfélagi. Það er mun lægra hlutfall en í nokkru öðru landi Evrópu( V-þýskaland 42%, Ítalíu 40%, Bretlandi 38%). Sagt er að verkfallið hjá opinberum starfsmönnum nýverið hafi sýnt mikla þörf fyrir sameiginlegar að- gerðir á vegum sjálfstæðra félaga og einstaklinga, en það verði að gerast utan gömlu skrifræðissam- bandanna, sem sökuð eru um að hafa hundruð þúsunda,, spjald- skrárlíka" sem meðlimi. Leiðtogar þessara sambanda eru undir miklum þrýstingi um að hætta, en þeir hafa setið við stjórnvölinn svo árum skiptir; leiðtogi hins sósíal- iska CFDT hefur þegar sagt af sér, leiðtogi hins hægri sinnaða FO hættir í þessum mánuði og orðrómur er um að leiðtogi komm- únistasambandsins CGT muni ganga úr sínum sessi í vor... (Spiegel) Jesse Jackson hefur þegar hafið undirbúning að fram- boði sínu fyrir næstu forseta- kosningar í Bandaríkjunum árið 1992. í„ trúnaði“ hefur hann látiö hafa eftir sér, að ef hann helli sér á ný út í baráttuna, þá muni hann ekki hætta fyrr en hann hefur allavega tryggt sér stöðu vara- forsetaefnis Demókrataflokks- ins. Hann staðhæfir að ekki komi til álita að hann dragi sig til baka úr baráttunni, á sama hátt og í síðustu kosningum. Jackson er mikið í mun að þvo af sér þá „vinstri lykt“ sem mörgum hefur þóttleggjaaf honum. Sjálfur telur hann sig vera miðjumann í Bandarískum stjórnmálum og vill að fólk viti af honum sem slíkum. Bak við tjöldin eru stuðnings- menn Jacksons nú að undirbúa lagabreytingar varðandi útnefn- ingu á forseta— og varaforseta- efnum flokksins, Jackson í vil. Þessar lagabreytingatillögur munu væntanlega líta dagsins Ijós á landsfundi Demókrataf- lokksins í þessum mánuði. Kom- ist þær í gegn má búast við Jack- son styrki stöðu sína það vel að illmögulegt verði fyrir flokksfor- ystuna að sniðganga hann í næstu kosningum. KAA/Newsweek. Sú fræga Bastilla í París, sem gerði garðinn fræg- an fyrir 200 árum á að rísa á ný; ekki í fullri stærð heldur sem rúst- ir. Rústirnar verða ekki á sínum gamla stað í hjarta Parísar, held- ur í „Parc de Bercy" suður af Pa- rís. Á myndinni sjást menn halda á líkani af Bastillunni. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.