Þjóðlíf - 01.02.1989, Page 35

Þjóðlíf - 01.02.1989, Page 35
ERLENT Kona með Þriggja heima sýn Spjallað við Kelvu Pérez frá Dóminikanska lýðveldinu, sem hefur stundað nám í Moskvu og New York og hyggur á starf í heimalandi sínu Hún er Kelva Pérez háskólanemi. Hún er Kelva Pérez háskólakennari. Hún er frá Dóminikanska Lýðveldinu, tveggja barna móðir og fyrrum gift. Með meistaragráðu í sagnfræði eftir sex ára nám við sovéskan há- skóla í Moskvu og leggur nú stund á sögu kvenna við amerískan háskóla í New York. Hún hefur þriggja heima sýn frá sjónarhóli kvenna. Þegar heim kemur bíður hennar að móta námsefni í sögu kvenna við háskólann og starfa áfram innan kennahreyfingarinnar að því að leysa aðkallandi vandamál heima fyrir. Veruleikinn er með sínu sérstaka sniði á hverjum stað, segir hún, engin hugmynda- fræði getur af sér lausnir sem hægt er að flytja inn beint. Dómínikanska lýðveldið stendur á einni Antilla eyjanna, milli Kúbu og Jamaica. Eyj- unni deilir það með Haiti. íbúarnir eru sex milljónir, flestir múlattar, afkomendur svartra innfluttra þræla og hvítra manna eða annarra kynstofna og nú er blandan orðin hreinasti hrærigrautur. Hún hlær við þegar hún nefnir möguleg nafnatilbrigði okkur til Kelva gluggar í 19.júní, ársrit Kvennréttindafélags íslands. skemmtunar. Við lifum á landbúnaði, segir hún. Landið gefur fjórar uppskerur á ári, á tveimur árstíðum sem eru sumar og regn- tími. Við ræktum ávexti og sykurreyr. Syk- urreyrinn er aðalútflutningsvara okkar. Hann er að mestu fluttur óunninn eða hálf- unninn til Bandaríkja Norður-Ameríku. Þannig erum við ansi háð Bandaríkjamönn- um og það setur svip sinn á stjórnmálastarf- semi. Stjórnmálaflokkar vilja gjarnan tryggja hugmyndum sínum velvild eða sam- þykki bandaríkjamanna fyrirfram. Efnahagsástandið er bágt, erlendar skuld- ir yfirþyrmandi, gengið óstöðugt og fallandi. Landlausir smábændur flykkjast til borg- anna þar sem þeirra bíður hvorki atvinna né húsnæði. Margir flýja land, einkum til Bandaríkjanna sem orðið hafa fyrirheitna landið. Það hefur þó ekki reynst fyrirmynd- arlandið í öllurn tilfellum. Að hennar dómi sækja eiturlyfjabraskarar þangað fyrirmynd sína og í sumum tilfellum reynslu. I kjölfar eiturlyfjanna fylgja annarskonar glæpir, í auknum mæli. Til sveita er ástandið ekki eins slæmt, útskýrir hún fyrir spyrjandi Islend- ingi. Þrátt fyrir að hún teljist til millistéttar sem háskólakennari, þarf hún að vinna tvö störf til að hafa til hnífs og skeiðar. Efnaleg gæði svo sem hús og gamall bílskrjóður, eru leifar liðinna velmektardaga. En það er hreint ekki eins og hún sé að kvarta eða barma sér, miklu fremur að lýsa hreinskilni hversu alvarlegt ástandið er orðið. Það bregður fyrir glettni þegar hún segir að lík- 35

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.