Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 49

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 49
MENNING Fegurð fangin í morgunskímunni. Mun- úðarfull ást og meiri ást. Aðrar myndir sem ku innihalda einhverja erótík eru myndir eins og Tequila Sunrise sem Bob Towne leikstýrir, en hann skrifaði handritið að Chinatown, í myndinni leika kyntröllin Mel Gibson og Kurt Russel ásamt Michelle Pfeiffer. Einnig verður bráðum sýnd hér myndin The Accused með Jodie Foster en sú mynd byggir á sönnum atburð- um, þegar konu einni var nauðgað inni á bar án þess að nokkur lyfti hendi henni til hjálp- ar. Oft hefur verið sagt að erótískar myndir gangi ekki nógu vel, fólk sé feimið við þær, fari hjá sér. Petta finnst mér mjög skrítið þar sem bæði Léttleikin, Bull Durham og Betty Blue gengu allar mjög vel. Erótíkin heldur eflaust áfram að vera um- deild og margrædd og ég ætla ekki að leggja neinn stóradóm á hvað sé erótískt og hvað ekki, fegurðin liggur jú í augurn sjáandans ekki satt? „Þeir sem leita að ljótum meiningum í fögrum hlutum eru spilltir... Þeir sem finna fagrar meiningar í fögrum hlutum eru hinir siðmenntuðu... Fyrir þá þýða fagrir hlutir aðeins feg- urð.“ — Oscar Wilde (Myndin af Dorian Gray) — Marteinn St. Þórsson Töfrandi, taktfastur ástartangó. Saman erum við eitt á andartaki léttleikans. sældir, hún var mjög erótísk þó erótíkin lægi í fólkinu sjálfu, leikurunum og umhverfinu, svo mætti kannski líka segja um Blue Velvet, þar sem snillingurinn David Lynch sýndi okkur undirheima ofeldis og kynlífs. Þessar myndir sem ég hef talið upp og tel á einhvern hátt erótískar eiga það sammerkt að engin þeirra gerist í nútíðinni (nema Blue Velvet og Betty Blue, en hún er jú frönsk) og virðast stúdíóin hafa svolítið öðruvísi viðhorf til mynda sem gerast í fortíðinni („Við erum að gera mynd sem gerist í kringum 1960 og við höfum það eins og það var þá. Venjuleg- ar ,,orgíur“.“), eða í framtíðinni. Einnig er öðruvísi viðhorf hjá ákveðnum „karakter- um“: „í framhaldinu af FLETCH (með Chevy Chase), gengur hann niður í bæ og sefur hjá algerlega ókunnugri konu, en það er soldið sem Fletch myndi gera. Ætti hann að nota smokk? Við höfum ekki ákveðið það ennþá.“ (Forsvarsmaður Universal kvik- myndaversins). Aðrar tegundir af myndum sem hafa kom- ið inn í þessa umrræðu eru myndir sem fjalla um samskipti kynhverfra, það virðist sem þær hafi horfið sem dögg fyrir sólu síðustu tvö árin. Rétt áður en AIDS umræðan kom upp var nýbúið að sýna tvær slíkar myndir sem náðu miklum vinsældum," Koss köngu- lóarkonunnar" og „Fallega þvottahúsið mitt“ (My Beautiful Laundrette), en síðan þá hef- ur engin mynd sem inniheldur kynhverfa eða tekur á þeirra málum náð eins miklum vin- sældum. Að vísu er á döfinni að framleiða nokkrar slíkar. Harvey Fierstein er að fram- leiða eina sem hefur hlotið nafnið Torch Song, en hann segir: „Við þurfum að sjá eitthvað jákvætt um homma án þess að AIDS sé dregið inn í þá umræðu. Það er alveg nóg að vera hommi og svo þessi sjúk- dómur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.