Þjóðlíf - 01.02.1989, Side 65

Þjóðlíf - 01.02.1989, Side 65
UMHVERFI Skýrsla Ósonnefndarinnar Vaxandi notkun óson- eyðandi efna á íslandi Notkun ósoneyðandi efna jókst verulega milli áranna 1986 og 1987 á íslandi. Gert er ráð fyrir að draga úr notkuninni á næstu árum um 25% af notkuninni 1986 fyrir árið 1991. Enn sem komið er hafa Islendingar ekki gerst Mælingar á Ósonlaginu sýna þynningu Endurteknar mælingar á ósonlaginu hafa gefið til kynna að ósonlagið hefur þvnnst nokkuð á undanförnum árum. Um árabil hafa verið gerðar athuganir á þykkt ósonlagsins. Pegar árið 1960 mældist þynning á ósonlaginu og er það mat sumra að hún hafi verið afleiðing kjarnorkuvopnatil- rauna stórveldanna í gufuhvolfinu sem áttu sér stað um það leyti. Árið 1985 fannst gat á óson- laginu yfir Suður—heimskautssvæðinu og at- huganir benda til að þetta svæði hafi verið að stækka. Reyndar hafa athuganir á ósonlaginu yfir Suður—heimskautinu sýnt að allt frá árinu 1979 hafi umtalsverð þynning átt sér þar stað. Um áramótin síðastliðinn var framkvæmd ítar- leg könnun á þykkt Osonlagsins yfir norður- hvelinu af erlendum aðilum og greindist þá ekki nein óeðlileg þynning á því. Hinsvegar komu ljós önnur undarleg efnaferli og efna- sambönd og er nú verið að vinna að rannsókn þeirra gagna er úr rannsókninni fengust. Að sögn Ragnars Stefánssonar hjá Veðurs- tofu fslands er hér á landi reglulega fylgst með ósonlaginu yfir landinu. „Við höfum reglulega mælt osonið í andrúmsloftinu með sérstökum mælitækjum. Þetta er gert þannig að við athug- um hvernig sólargeislarnir síast á mismunandi vegu í gegnum mismunandi efni, þannig að ákveðnar bylgjur dofna meir út af ósonlaginu heldur en aðrar. Þannig getum við áætlað heildarósonmagnið frá jörðinni og uppúr. — Þessar mælingar okkar hjá Veðurstofunni hafa sýnt litlar sem engar breytingar á ósonlag- inu. Það er mikil sveifla í þykkt ósonlagsins, en það er ekki hægt að segja að það hafi mælst marktækar breytingar. I'að hefur hinsvegar aldrei mælst neitt gat á ósonlaginu yfir íslandi. Einu marktæku breytingar sem að hafa fundist á ósonlaginu eru á Suðurskautinu. Þar fannst gat, sem er þóekki stöðugt. Osonlagið gengur í bylgjum, þannig að það er mest hætta á þessu á þeim árstíma þegar það er mjög kalt. Svona gat myndast einungis við mjög ákveðnar aðstæður, sagði Ragnar í samtali við Þjóðlíf. Kristján Ari. aðilar að alþjóðlegum sáttmálum, Vínarsátt- málanum og Montrealsanmingnum um að draga úr notkun á ósoneyðandi cfnum. Að sögn Páls Flygerings, ráðuneytisstjóra í Iðnaðarráðuneytinu, hefur ráðuneytið látið gera úttekt á heildarnotkun ósoneyðandi efna hér á landi og tillögur til að draga úr þeirri notkun að frumkvæði Friðriks Sop- hussonar, fyrrverandi Iðnaðarráðherra. „Það var sett nefnd í málið, svokölluð Óson- nefnd. og í desember síðastliðnum kom hún með tillögur að reglum og ákvæðum í þess- um efnum. Og ríkisstjórnin hefur nýverið ákveðið að fara eftir þessum tillögum. — Nefndin var skipuð þann 15. júní á síð- astliðnu ári og var henni falið að kanna notk- un efna og efnasambanda, sem eyða óson- laginu, og gera tillögur um hvernig draga mætti úr þeirri notkun. Ennfremur var henni falið að áætla þann kostnað sem af slíku hlyt- ist. Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geislavarna Ríkisins, var tilnefndur af ráð- herra sem formaður nefndarinnar, en auk hans sátu í nefndinni þeu Eyjólfur Sæmunds- son, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins, Sveinn Jónsson, vélstjóri, Hermann Sveinbjörns- son, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og Sigurbjörg Gísladóttir, deildarefnafræð- ingur hjá Hollustuvernd ríkisins. í skýrslu Ósnonefndarinnar er stutt úttekt á þeim vanda sem við er að etja varðandi þynningu Ósonlagsins og kemur þar fram að þessi þynning mælist einungis í einn mánuð á ári, en ástandið færist síðan í eðlilegt horf. í skýrslunni segir einnig að margir óttist að gat geti myndast á osonlaginu yfir norðursvæð- um jarðar...,, með enn alvarlegri áhrifum vegna þéttari byggðar.“ Það sem vekur sérstaka athygli í skýrsl- unni er að notkun klórflúorefna á íslandi jókst um 7.4 tonn frá árinu 1986 til 1987, eða um 4%. Á árinu 1986 var heildarnotkunin um 200 tonn eða um 0.8 kg á hvern íslend- ing. Á sama tíma jókst notkun halonefna hér á landi úr 14.5 tonnum í 18 tonn. Notkun klórflúorefna á íslandi er mest í framleiðslu eingangrunarefna og svampframleiðslu (52.8%), úðabrúsar (25%), kælikerfi og varmadælur (17.1%) og afgangurinn í ýmis hreinsi—og leysiefni og ýmiskonar umbúðir. í skýrslunni segir að innflutningur halona á árinu 1987 stafi af uppbyggingu slökkvikerfa á landinu. Megintillaga nefndarinnar var að ísland gerðist aðili að Vínarsáttmálanum frá 1986 og undirriti Montrealsamninginn frá sama ári. Ennfremur komst nefndin að þeirri nið- Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, tók nefndaráliti Ósonnefndarinnar opnum örmum og kynnti niðurstöður hennar fyrir ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara í flestu eftir tilmælum nefndarinnar, en flýtti framkvæmdaáætl- uninni örlítið. Friðrik Sophusson, fyrrverandi iðnaðar- ráðherra, skipaði nefnd til að kanna notk- un ósoneyðandi efna og gera tillögur um hvernig draga mætti úr þeirri notkun. urstöðu að brýnt væri að ísland fylgdi eftir þeim aðgerðum sem að Norðurlöndin kunni að koma sér saman um. Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra, hefur á vettvangi Norðurlandaráðs beitt sér fyrir því að dregið verði úr notkun ósoneyðandi efna og lýsti því m.a. yfir á aukaþingi Norðurlandaráðs í nóv- ember á síðastliðnu ári að ísland hefði hug á því að gerast aðili að Vínarsáttmálanum. í framkvæmdaáætlun sem að Ósonnefnd- in gerði, er gert ráð fyrir að minnka heildar- notkun klórflúorefna hér á landi fyrir árið 1991 um um meira en 25% af notkuninni árið 1986, og vegur þar þyngst tillaga um að 65

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.