Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 36
36 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
ÞAu HAFA ORðIð
Steve Jobs, stofnandi og forstjóri Apple, sem lést langt um aldur fram síð astliðið haust, var
hel tekinn síðustu mánuðina, ekki
bara af krabbameini, heldur líka
því að knésetja Androidstýrikerfi
Google sem hann kallaði grand
theft. Hann hafði á orði að hann
væri tilbúinn að eyða allri orku
sinni og bankainnstæðu Apple
í þess ari baráttu sinni gegn
And roid: „I am going to destroy
Android, because it’s a stolen
product. I’m willing to go to
thermonuclear war on this.“
Nú er stríðið komið á fullt. Út
um allan heim eru Google og
Apple í slag, t.d. í dómsölum þar
sem kærumálin ganga á víxl. Í
lok júní fékk Apple sett sölubann
á nýjustu spjaldtölvu og síma
Samsung í Bandaríkjunum. Svip
uð mál eru í gangi í Evrópu og
Ástralíu. Kærumálin ganga út á
brot á einkaleyfum. Þess vegna
keypti Google farsímaframleiðan
dann Motorola nýlega. Verðmæt
in lágu í einkaleyfum sem þessi
fornfrægi framleiðandi átti í sínum
fórum til að setja fótinn fyrir Apple.
Þetta stríð er ekki alltaf best fyrir neytendur. Í nýjustu
út gáfu stýrikerfis iPhone, númer
fimm, sem kynnt var á dögun
um og fer í umferð í haust, eru
Googlekort in tekin út, í stað
þeirra koma ný kort frá Apple,
með kortagrunni frá TomTom. Kor
tin eru sögð mun verri en Google
kortin, með miklu minni gagna
grunni. Hitt, sem er enn verra, er
að lönd og svæði þar sem meira
en helmingur mann kyns býr eru
ekki á þessu korti; þ.e. ekkert
kort af Kína, Indlandi eða Íslandi.
Verulegur ókostir fyrir Apple
notendur hér heima, heima menn
og erlenda ferða langa. Það hefur
alltaf verið ókostur, bæði á And
roid og Appletækjum, að þurfa
dýrt niðurhal til að virkja kortin.
Nokia, með sín innbyggðu kort í
símanum og stærsta kortagrunn
í heimi frá Navteq, er með lang
bestu farsímalausnina til að finna
mann og annan. Frábær kort og
gpsviðmót. Þær ljósmyndir sem
þú tekur með Nokiasímanum
þín um detta inn á kortið. Ekkert
niður hal, bara brosa.
Ísland ögrum
skorið – horfið
Gísli Kristjánsson fréttaritari:
Stjórnunarmoli
Stundum er sagt: Vinnan fylgir þér alla ævi, jafnvel þótt þú hættir eða skiptir um vinnu. Því er ráðlegt
að yfirgefa einn vinnustað í friði
og sækja um aðra vinnu án þess
að það valdi leiðindum. Gamla
vinn an fylgir launþeganum og
slæm vinnulok á einum stað geta
komið honum í koll á öðrum.
En oft sækir fólk um vinnu án
þess að hafa endanlega gert upp
hug sinn um vistaskipti. Margir
vilja til dæmis halda þeim mögu
leika opnum að vera bara áfram
í gömlu vinnunni þótt þeir skoði
vinnumarkaðinn. Því er rétt að
fara varlega. Á að láta núverandi
yfir mann vita um atvinnuleit í öðru
fyrirtæki? Er rétt að ráðfæra sig
við starfsfélagana? Og hvað ber
að gera ef þinn gamli vinnuveit
andi kemur með móttilboð?
Þetta eru mikilvægar spurning
ar. Flestir hefja leit að nýrri vinnu
án þess að mikið beri á. Of mikið
leynimakk getur þó endað illa.
Í þessum efnum eru mörg ráð í
boði og hér eru þau helstu að mati
sænska stjórnunarritsins Chef:
1. Kannaðu hug þinn og hæfi leika.
Rétt er að byrja á að gera lista yfir
það sem þú telur þig geta og hvers
þú væntir af nýrri vinnu. Leit aðu til
vinnuráðgjafa til að átta þig betur á
hvaða möguleika þú átt á vinnumark
aði. Athugaðu hvort einhver störf eru
í boði sem henta þér.
2. Ígrundaðu næstu skref vel.
Hugsanlega er nóg að breyta til á
nú verandi vinnustað, fá ný verkefni
og flytjast milli deilda. Þá hverfur
löng unin í nýja vinnu.
3. Ekki hafa hátt um vinnuleit. Það
er skynsamlegt að halda vinnu leit inni
leyndri að vissu marki. Hugsanlega
er samband þitt við yfirmanninn ekki
of gott og ef til ekki við vinnufélagana
heldur. Nú, ef leitin ber ekki árangur
getur verið neyðarlegt ef allir vita að
þú vildir komast annað en fékkst ekki.
4. Einhver verður þó að vita. Það
er ekki hægt að sækja um vinnu í
algeru einrúmi. Ef þú þekkir fólk með
sambönd er rétt að láta það vita um
áhuga þinn á nýju starfi. Forðastu þó
að gefa í skyn að þú sért á flótta frá
núverandi vinnu stað. Enginn vinnu
veitandi vill ráða fólk sem þolir ekki
vinnustað sinn.
5. Hvenær fær yfirmaðurinn að
vita? Þetta verður hver og einn að
meta út frá aðstæðum. Ef þú ótt ast
hörð viðbrögð við ósk um að fara frá
fyritækinu er best að bíða þar til ný
vinna er trygg. Annars getur verið
gott að ræða nýja atvinnuumsókn við
yfirmanninn.
6. Vinnuviðtalið. Ekki fara í vinnu
tímanum í viðtal í öðru fyrirtæki.
Biddu um frí vegna persónulegra
aðstæðna eða farðu í viðtalið í frítíma
þínum.
7. Meðmæli. Ef yfirmaðurinn veit ekki
um fyrirætlanir þínar er varla hægt að
biðja hann um meðmæli. Því getur
verið ráð að leita til fyrri vinnuveit
anda eða til samstarfsfólks.
8. Hafnaðu gagntilboði. Oft fær
fólk gagntilboð frá vinnuveitanda
sem ekki vill missa það. Stjórnun
arfræðingar segja að þessu beri að
hafna. Reynslan sýnir að flestir sem
taka gagntilboði hætta engu að síður
fljótlega.
9. Skiljið sem vinir. Það eru mistök
að fara í fússi eða skilja við ósáttan
yfirmann. Orðspor þitt úr gömlu
vinnunni fylgir þér. Því ber að leggja
áherslu á að vistaskiptin fari fram í
góðu og allir séu sáttir að lokum.
að skipta um
vinnu
Páll Stefánsson ljósmyndari:
Græjur
Þóranna Jónsdóttir segir mikilvægt að það fólk sem velst til stjórnarstarfa hafi góða, almenna og
breiða þekkingu á rekstri og því
lagaumhverfi sem á við um þau
fyrirtæki sem það starfar fyrir.
„Þótt það sé ekki nauðsynlegt
að fólk sé sérfræðingar í lög um
eða endurskoðun þá er mikil vægt
fyrir stjórnarmenn að hafa góða
þekkingu og innsýn bæði í það
lagaumhverfi sem við á – og það
á ekki síst við um þá sem sitja í
stjórnum hjá eftir litsskyldum aði
lum eins og fjármálafyrirtækjum,
vátryggingafé lögum og lífeyris
sjóðum – og að þeir hafi góða inn
sýn í uppbyggingu ársreiknings
og helstu reikningsskilavenjur sem
eiga við í þeim geira sem þeir
starfa í.
Það er nefnilega ekki nóg, eins
og stundum hefur viljað brenna
við, að það séu sérfræðingar í
stjórninni svo sem lögfræðingar
eða endurskoðendur sem sjái um
þau mál sem lúta að lagaumhverf
inu eða reikningsskilunum heldur
þarf hver stjórnarmaður að hafa
þokkalega góða innsýn í þessa
þætti til þess að vera starfi sínu
vaxinn.“
Hæfni stjórnarmanna
Dr. Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar
hjá Háskólanum í Reykjavík
STJÓRNUNARHÆTTIR
www.alcoa.is
Íslenskar konur hafa undanfarna áratugi sótt fram á stöðugt fleiri
sviðum þjóðlífsins og margar þeirra standa nú við stjórnvölinn í
æðstu embættum landsins.
Við fögnum þessum árangri og hlökkum til að sjá fleiri konur
komast til áhrifa í stjórnum fyrirtækja og stofnana á komandi árum.
Tveir af þremur forstjórum álfyrirtækja á Íslandi eru konur og nær
fjórðungur starfsmanna Alcoa Fjarðaáls eru konur.
Við hvetjum íslenskar konur til dáða og munum áfram leggja okkar
af mörkum til að stuðla að jöfnum rétti karla og kvenna.
Fyrir samfélagið
og komandi kynslóðir
Sigríður Ingunn Bragadóttir, starfsmaður Fjarðaáls.
Áfram stelpur!