Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 99

Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 99
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 99 geta þess í ársskýrslum hvert sé hlutfall kynja í fullu starfi og sérstaklega í stjórn­ unarstörfum. Athyglisvert er að skoða al þjóðlegan samanburð á tölum um hlutföll kvenna í stjórnum fyrirtækja. Tölur um þetta frá árinu 2008 sem birtar voru í skýrslu frá GovernanceMetricInternational sýna að konur skipa að meðtaltali um 10,5% af stjórnarsætum. Það kemur ekki á óvart að Norðurlöndin séu fremst í flokki hvað stjórnarsetu kvenna snertir. Fyrst landa í heiminum lögleiddi Noregur kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja þar sem kveður á um að hlutfall hvors kyns skuli vera að minnsta kosti 40%. Í Bandaríkjunum hefur náðst góður ár angur í fjölgun kvenna í stjórnum skráðra félaga. Konur eru um 15% í stjórnum 500 stærstu fyrirtækjanna (Fortune 500) og er það um tvöföldun frá árinu 1996. noregur lögleiðir kynjakvóta Í febrúar árið 2002 gáfu stjórnvöld í Noregi út þau tilmæli að á árinu 2005 skyldi hlutur kvenna í stjórnum hlutafélaga hafa náð 40% að öðrum kosti yrðu sett lög þessa efnis. En tilmæli eru tilmæli og þau dugðu skammt. En hlutfallið náði aðeins vera um 24% og þess vegna staðfestu stjórnvöld í Noregi lög í byrjun árs 2006 um að félögin skyldu ná þessu takmarki fyrir lok árs 2007 ella sæta háum sektum. Markmiðið náðist árið 2008 og hafði þá talan vaxið jafnt og þétt, eða úr 6% árið 2002. Það er athyglisvert að á sama tíma hefur konum ekki fjölgað í óskráðum einkafélögum, þ.e. fyrirtækjum sem lögin ná ekki til, og hefur hlutfallið í þeim félögum verið nánast óbreytt allan tímann eða á milli 16 og 18%. Einnig vekur eftirtekt að fjöldi nýskráðra einkahlutafélaga í Noregi (en lögin ná ekki til þeirra) hefur aukist eftir gildistöku laganna, oft í þeim eina tilgangi að komast undan þeim. Samkvæmt norsku lögunum getur hluta­ félagaskrá synjað fyrirtækjum um skráningu á stjórn og breytingum á henni ef hún er ekki talin uppfylla skilyrði laga. Hlutafélaga­ skráin getur jafnframt óskað eftir úrbótum og hefur síðan heimild til að sekta þau fyrirtæki sem vanrækja þessa skyldu sína og loks getur hafist ferill sem endar með slitum fyrirtækisins. Enn hefur engu fyrirtæki í Noregi verið slitið vegna þessara viðurlaga en hlutafélagaskrá hefur hótað að beita þeim. Fylgjendur lagasetningarinnar í Noregi töldu að „glerþakið“ yrði brotið með lögu­ num en með því er átt við að „ósýnilegar hindranir“ komi í veg fyrir framgang kvenna í viðskiptalífinu. Andstæðingar lagasetning­ arinnar töldu að litið yrði á kon ur í stjórn ar­ sætum sem táknmyndir og hæfari stjórnar­ menn þyrftu að víkja sæti fyrir reynsluminni konum. Til að mæta þess ari gagnrýni var stjórnarsætum í mörgum fyrirtækjum fjölg­ að og þar með fjölgaði konum í stjórnum. Andstæðingar telja að með lagasetning­ unni sé vegið að sjálfstæði fyrirtækja og eigenda þeirra með opinberum afskiptum af einkahögum. Eigendur eigi alfarið að fá að ráða því hvernig stjórnarskipan sé hátt­ að og þeir kjósi þá sem þeir telji hæfasta hverju sinni, óháð kyni, í stjórn til að gæta hagsmuna sinna. Lögin í Noregi brutu blað í afskiptum ríkisins af atvinnulífi og rekstri fyrirtækja þar í landi og takmörkuðu rétt hluthafa. Framkvæmd laganna í Noregi var tiltölu­ lega einföld, þar sem stór hluti ríkisfyrir­ tækja hafði verið hlutafélagavæddur en var áfram í meirihlutaeigu ríkisins. Þess má geta að norska ríkið er stærsti eigandi hlutafjár í landinu og því hæg heimatökin að framfylgja lögunum. Noregur hefur auk þess notað kynjakvótakerfi hjá hinu opin­ bera í mörg ár. Þá hefur kvótakerfi einnig verið í gildi í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 200 starfsmenn þar sem starfsmenn hafa haft rétt á ákveðnum fjölda stjórnar­ sæta. Þannig voru viðhorf Norðmanna og forsendur fyrir lagasetningu aðrar en margra annarra þjóða. ísland fylgir í kjölfarið Hér á landi hefur hlutfall kvenna í stjórnum aukist hægt á undanförnum árum. Árið 2009 gerðu Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA), Viðskiptaráð og Creditinfo með sér samstarfssamning með það að markmiði að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og ná 40% hlutfalli fyrir árslok 2013. Áður hafði FKA lagt fram lista yfir konur sem voru tilbúnar til að taka sæti í stjórnum fyrirtækja en það er skemmst frá Um 200 konur vantar í stjórn ir til þess að stærstu fyrir tækin uppfylli lögin um kynjakvótann miðað við stöðuna árið 2011. Þær koma til viðbótar við þær tæp lega 200 konur sem fyrir eru í stjórnum þessara fyrir­ tækja. Stjórnir ráða eingöngu forstjórann. Þess vegna spyrja margir sig hvort fleiri konur í stjórnum muni hafa áhrif á fjölda kvenna í al­ mennum stjórnunarstöðum innan fyrirtækja. Ennfremur hvort afkoma fyrirtækja batni við það að fleiri konur setj ist í stjórnir þeirra. Evrópa 10,5 Portugal 0,4 Ítalía 3,6 Tékkland 4,4 Rússland 5,8 Belgía 6,5 Spánn 6,6 Austurríki 6,7 Írland 7,1 Bretland 7,8 Frakkland 8,2 Sviss 8,4 Þýskaland 9 Grikkland 9,5 Tyrkland 9,7 Ungverjaland 10,2 Pólland 10,2 Holland 10,3 Danmörk 12,1 Ísland 14,3 Finnland 21 Svíþjóð 23 Noregur 10.5   0.4   3.6   4.4   5.8   6.5   6.6   6.7   7.1   7.8   8.2   8.4   9   9.5   9.7   10.2   10.2   10.3   12.1   14.3   21   23   0   5   10   15   20   25   % hlutfall af konum í stjórnum fyrirtækja í Evrópu árið 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.