Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 153

Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 153
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 153 gagnkvæm þörf Silja Bára segir að allir samning­ ar byggist á gagnkvæmri þörf sem felist í að „ég get haft það betra ef ég fæ eitthvað frá þér og þú getur haft það betra ef þú færð eitthvað frá mér“; þetta felist í að finna það sem kemur sér vel fyrir báða aðila. „Fólk hefur tilhneigingu til að spyrja ekki einfaldra spurninga en það eru í rauninni spurn ingarnar sem þarf að spyrja vegna þess að fólk hefur til hneigingu til þess að semja út frá því sem í fræð unum er kallað „afstaða“ en ekki út frá hagsmunum sín­ um. Viðkomandi veit kannski hvað hann vill og er búinn að gera sér fyrirfram mótaðar hug­ myndir um hvernig hann geti náð því; þannig að ef einhver annar kemur með aðra leið þá er hann líklegur til að hafna henni. Maður þarf að vera til­ búinn til að sjá aðrar leiðir að markmiðinu en það skiptir öllu máli í samningum; það gæti t.d. tengst því að annað foreldrið skutlar börnunum í skólann til að hitt geti komist í ræktina á morgnana og viðkomandi eldar þá í staðinn á kvöldin.“ Silja Bára segir að eitt af kjarna atriðunum í þessum fræð­ um sé að samningar séu betri eftir því sem þeir séu samsett­ ari; aðilar þurfa að brjóta hlutina upp þar til þeir finna út hvað hinn vill. viðurkenna hugmyndir annarra „Við erum alin upp í keppnisum­ hverfi og viljum fá meira en hinn aðilinn, annars finnst okkur samningur ekki góður. Þetta en­ durspeglast í launasamning um. Það væri hins vegar til dæmis hægt að semja um að starfs­ maður fengi einhverja aukafrí­ daga á ári og sveigjan legan vinnutíma en það sem skiptir máli er að vinnan sé unnin – það skiptir kannski starfsmann­ inn miklu máli að hafa þessa aukadaga sem hann gæti þurft að taka með engum fyrirvara og vera með þennan sveigjanleika. Það þarf að finna hvað viðkom­ andi hefur að gefa hinum aðila­ num án þess að það skaði hann sjálfan á nokkurn hátt.“ Það þarf líka að taka tillit til tilfinninga hins aðilans – hvort sem samningar nást eða ekki. „Það á að viðurkenna hugmynd­ ir annarra þótt viðkomandi sé ekki sammála þeim. Það er t.d. hægt að benda á að ákveðið atriði sé mikilvægt fyrir hinn að­ il ann og spyrja t.d. hvort hægt sé að koma til móts við hann á einhvern annan hátt.“ Hvað með kynin? Silja Bára segir að konur hafi tilhneigingu til að semja ekki nógu vel fyrir sjálfar sig. „Það er ekki vegna þess að við erum ekki góðir samningamenn heldur vegna þess að konur forgangsraða ekki eigin þörfum. Ein grunn­ ráðgjöf til kvenna er: Semdu eins og þú sért að semja fyrir einhvern annan.“ sanngirni og sveigjanleiki Silja Bára segir að þegar kemur að samningum á milli fyrirtækja sé farið að hugsa út í það sem kallast „skuggi framtíðar“ sem tengist því hversu líkleg við komandi fyrirtæki séu til að eiga aftur í samskiptum og viðskiptum. „Þá mætti spyrja sig hvort það sé þess virði að gera aðeins minni kröfur þegar kem­ ur að hagnaði til þess að vera viss um að fá áframhaldandi viðskipti. Þessir sömu hlutir eru mikilvægir: Undirbúningurinn og að brjóta upp samninginn þannig að viðkomandi sjái hvað það er sem hann getur gefið eftir. Þarna kemur möguleiki á áframhaldandi tengslum og viðskiptum og orðsporið skipt­ ir miklu máli. Sanngirni og sveigj anleiki skiptir líka máli. Þá verður traust að ríkja á milli fyrir tækjanna.“ ólík menning Þegar um samningaviðræður á alþjóðavettvangi er að ræða skiptir máli að átta sig á hin­ um ýmsu reglum sem gilda á ólíkum stöðum. Það þarf ein faldlega að kynna sér menn­ ingu hins aðilans. Silja Bára nefnir nokkur atriði sem mætti almennt hafa í huga burtséð frá samningaborðinu; það þarf að kynna sér hvað megi gera og hvað eigi að gera. „Íslendingar nota t.d. sjálfkrafa eigin nöfn en í sumum löndum er það óviðeigandi. Ég lærði það snemma á ævinni að Ís­ lendingar væru svo höfðingja­ djarfir og að það væri hluti af sjarmanum við þá en í sumum samfélögum kemur þetta út sem óheyrilegur dónaskapur. Í Asíuríkjum tíðkast t.d. að taka við nafnspjaldi með báðum höndum og bregðast við ein hverju sem stendur á því. Maður á aldrei að setja nafn­ spjald í rassvasann eða skrifa á það í þessum heimshluta. Ís lendingar klikka á þessu og eru þar að auki sjaldnast með nafnspjöld á sér.“ Hún nefnir fleiri dæmi: „Arabar setja þumalfingurinn á milli vísi fingurs og löngutangar en það þýðir að fólk eigi að bíða. Búlg arar hrista höfuðið þegar þeir meina „já“ en við myndum túlka það sem „nei“.“ hefur áhrif á aðferðir Menning hefur áhrif á hugsana­ gang fólks og hegðun sem og aðferðir sem notaðar eru í samningum. Einhverjir kann­ ast kannski jafnvel við að hafa fengið „menningarsjokk“ þegar semja á á ókunnugum stöðum. Menningarmunur getur verið fyrirstaða í samningaferli. Það getur valdið álagi ef aðilar þekkja jafnvel ekki hegðunarreglur hvor annars en slíkt getur valdið erfiðleikum í samskiptum og í samn ingaferlinu. Aðilar geta ein faldlega misskilið hegðun hvor annars. Ef ekki er tekið á því getur það hægt mikið á ferlinu, komið í veg fyrir góðan samning og verst af öllu: Valdið því að viðkomandi setji í töskurn ar og fari heim án samnings. Silja Bára nefndi nokkkur dæmi um ólíka hegðun á ólíkum stöðum. Nefna má sem dæmi að Íslendingum finnst ekkert athugavert við það að halda vinnufundi yfir hádegisverði en Mexíkóum og Brasilíumönnum gæti fundist það út í hött. Flestir Vesturlandabúar búast við að svarað sé fljótt þegar þeir segja eitthvað eða spyrja spurninga; Japanir geti hins vegar verið lengi að svara. Silja Bára segir að aldur og kyn geti sums staðar skipt máli í tengslum við trúverðugleika. „Aldur sýnir annars vegar hvert stigveldið er í samfélög­ um og hins vegar það sem kallast valdafjarlægð; er t.d. aðilinn, sem taka á ákvörðun, á fundinum?“ Valdafjarlægðin er lítil hjá okkur á Íslandi en það þarf ekki að fara langt til að rekast á umhverfi þar sem þykir óeðlilegt að fulltrúi á fundi geti samið án þess að ráðfæra sig við yfirmenn. Þetta heyrðist oft í kringum útrásina; Íslendingum fannst fullkomlega eðlilegt að milli stjórnendur í dönskum fyrirtækjum bæru ábyrgð á ákvörð unum en þær væntingar gerðu ekkert nema valda þeim kvíða. Víða í heiminum er enn óeðlilegt að konur séu í ábyrgð­ ar­ og valdastöðum. Þetta getur valdið því að karlar tali framhjá konu í samningahópi en þetta er líka hægt að nota sér til að setja viðsemjanda úr jafnvægi og þá gæti hann talað af sér.“ nokkur góð ráð Stundum er best að standa upp frá samningaborðinu. Silja Bára segir að það eigi við þegar við komandi á annarra kosta völ sem eru betri. „Hluti af undirbúningnum felst í að athuga hvort til séu betri kostir. Ef góður samningur væri betri en allir aðrir kostir á að reyna að semja. Það á hins vegar að standa upp þeg­ ar maður sér að samningur mun ekki nást sem er betri en valkosturinn. Þá þarf að vera búinn að átta sig á valkostunum og það tengist undirbúningn­ um. Þetta er grundvöllurinn í öllum samningum – að finna besta kostinn og vinna mark­ visst að honum en hika ekki við að hætta ef núverandi staða eða annar kostur verður betri. Þá þarf líka að vera tilbúinn til að fórna útlögðum kostnaði. Það er gott að hugsa um þetta eins og kostnað við að láta skoða fasteign fyrir kaup – það kostar sitt en það er dýrara að kaupa ónýta eign. Þetta krefst þess að finna leiðir til að meta samninginn og það er nokk­ uð sem við erum fæst vön að gera.“ Gott að hafa í huga * Hvað viltu? * Hvaða möguleikar eru á samkomulagi? * Hvaða hlutir þurfa að vera í samkomulaginu? * Hvað geri ég ef við náum ekki samkomulagi? * Hvernig ætla ég að meta hvort samkomulagið sé gott? * Hvernig get ég hlustað og talað þannig að það skili sér? * Hvernig ætla ég að taka á samskiptunum? * Hversu mikla skuldbindingu er ég tilbúin(n) til þess að sýna?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.