Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Qupperneq 162

Frjáls verslun - 01.05.2012, Qupperneq 162
162 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 Húmor skilar árangri á vinnustöðum Edda Björgvinsdóttir leikkona er að ljúka meistaranámi í menningarstjórnun í Háskólanum á Bifröst og fjallar ritgerð hennar um húmor í stjórnun. Er hægt að nota húm­or til að bæta afkomu fyrirtækja og vellíðan á vinnustað? Svarið er að húmor skil ar árangri á vinnustöðum, stór ­ eyk ur vinnugleði, framleiðni og af köst starfsmanna. Húmor er engu að síður ein stakl ingsbundinn og þess vegna mjög vandmeðfarinn. Þegar rætt er um húmor við stjórn un er ekki átt við að stjórn­ endur breytist í skemmtikrafta eða brandarasmiði, heldur að þeir leggi línuna og greiði fyrir „notkun“ húmors á vinnustöðum og eigi frumkvæðið að því að opna fyrir samskipti af því tagi. Að þeir skapi vinnumhverfi þar sem agi og léttleiki fá að njóta sín – og þar sem borin er virðing fyrir stjórnendum ein mitt vegna þess að þeir taka sig ekki of alvarlega og leyfa and rúm kímninnar í daglegum störf um. Þetta er auðvitað ná ­ skylt umræðunni um kúltúr á vinnustöðum; vinnustaðamenn ­ ingu. Af hverju húmor á vinnustað? Niðurstöður ótal rannsókna og athugana vitna um að andrúm húmors og gleði á vinnustöðum skilar fleiri hugmyndum og meiri hagnaði. Mínar eigin athuganir og fjöl ­ margra annarra hafa leitt í ljós að þar sem stjórnendur beita húmor hefur það haft afger­ andi jákvæð áhrif á starfsem­ ina í heild, ekki síst almenna líðan starfs ólks, heilsufar þess, starfs mannaveltu og viðhorfum til starfsins og þar af leiðandi auk ið virkni og afköst. Þar sem húmor hefur skipu­ lega verið beitt reynist það áhrifa ríkt tæki til að takast á við og jafna ágreining innan fyrirtækja og þá ekki síst þegar bregðast þarf við ytri og innri vanda fyrirtækja, s.s. í kreppu­ ástandi. Sjálf hef ég haldið fyrirlestra og námskeið um húm or og gleði á vinnustöðum í tæpa tvo áratugi og þrátt fyrir við unandi eftirspurn alla tíð hef ur hún aldrei verið meiri en eftir hrun. Einelti viðgengst undir yfirskini húmors Ef notast er við afar einfalda greiningaraðferð má segja að í grundvallaratriðum séu til tvær megintegundir húmors: Góð­ látlegur og kvikindislegur. Sá góðlátlegi er sameinandi og hvetjandi, hann beinist yfir ­ leitt ekki að einstaklingum eða minnihlutahópum (Hafnfirðing­ um, rauðhærðum, feitum, sveita­ fólki o.s.frv.) heldur almennt að málefnum, kringumstæðum og uppákomum, þar sem heim ur ­ inn er skoðaður í spaugilegu ljósi og hversdagslegir hlutir metnir á góðlátlegan hátt. Kvikindislegi húmorinn er oft ast nær sundrandi og jafnan meiðandi af því í eðli sínu bein­ ist hann gegn þeim sem minna mega sín og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Sú tegund húmors er oft og tíðum notuð til að undirstrika og skerpa á valdahlutföllum þar sem sá sterkari drottnar yfir þeim veik ari með því að niðurlægja þann síðarnefnda. Komið hefur í ljós að einelti á vinnustöðum við gengst oftar en ekki undir yfir skini húmors. Góðlátlegi húm orinn er því sá sem mælt er með við stjórnendur. Hann er skil­ virkastur til þess að benda starfs ­ fólki á það sem betur má fara. Best farnast þeim stjórnend­ um sem hafa húmor fyrir eigin persónu og þora að beina húmorískum spjótum að eigin takmörkunum og veikleikum. Að hafa húmor fyrir sér og vankönt­ um sínum og þora að beita þeirri sjálfsskoðun og einlægni sem í því felst krefst kjarks sem komið hefur á daginn að er þyngd ar sinnar virði í gulli, þann ig t.d. minnka stjórnendur bilið milli sín og undirmanna sinna og það myndast nánari tengsl sem virka á allan hátt hvetjandi á starfsfók. Húmorþjálfun – að tileinka sér húmor í stjórnun Til eru stjórnendur sem segjast finna til vanmáttar vegna þess að þeir eigi við húmorísk þroska frávik að stríða eða séu „húmor­heftir”, eins og það hef­ ur stundum verið nefnt. Góðu fréttirnar eru þær að engin ástæða er til að örvænta því allir geta öðlast leikni í að beita viðeigandi húmor. Galdurinn er að þróa með sér næmi fyrir umhverfi sínu og öðrum mann ­ eskjum, læra að lesa í að stæður og vera opinn fyrir öllu því kímilega sem hversdagsleik ­ inn hefur upp á að bjóða. Afar góð byrjun er t.d. að skoða og skil greina í ljósi húmors t.d. fjölmiðla og öll mannleg sam­ skipti, punkta hjá sér allt það kímilega, safna efni, læra af öðr um og deila reynslunni með sam ferðafólki. Er húmor froskur? Fyrirvarinn er þó ævinlega sá, sem vikið var að í upphafi þessa greinar korns, að húmor er pers ónubundinn og fremur óáþreifanlegt fyrirbæri, og þar af leiðandi orka greiningar og flokk anir tvímælis. Það kemur þó ekki í veg fyrir gildi þess sem áður er getið varðandi húm or á vinnustöðum, enda þótt e.t.v. megi segja sem svo að vand ann sé í hnotskurn að finna í kenningu Marks Twains: „Húmor er eins og froskur; sé hann krufi nn deyr hann.“ Lokaorðin eru úr smiðju heim­ spekingsins Immanuel Kants, en hann var þeirrar skoðunar að veröldin hefði gefið mann­ skepn unni þrjár gjafir í því skyni að vega upp á móti byrðum lífsins; þ.e. vonina, svefninn og hlát urinn. „Góðlátlegi húmor­ inn er því sá sem mælt er með við stjórnendur. Hann er skilvirkastur.“ LoKaorðIð HEFUr Edda BjörGvINSdóttIr Edda Björgvinsdóttir leikari er að skrifa ritgerð í meistaranámi sínu við Háskólann á Bifröst um notkun húmors við stjórnun. Niðurstöður ótal rannsókna vitna um að andrúm húmors og gleði á vinnustöð um skilar fleiri hugmyndum og meiri hagnaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.