Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 5
BANKA-
HNEYKSLI
ALDARINNAR
Mesta bankarán sögunnar í
Bandaríkjunum. Verður það
Bush og repúblikönum að falli?
Gífurlega útbreitt bankagjald-
þrot í Bandaríkjunum kostar
þarlenda skattgreiðendur að
minnsta kosti eitt hundrað mill-
jónir dollara —næstu tólf mán-
uði. Þarmeð er reikningurinn
síður en svo uppgerður, talið er
að gjaldþrotið geti numið einni
billjón. Það er að segja milljón
milljónum dollara þegar upp er
staðið...... 66-67
OPNI SKÓLINN
ER FRAMTÍÐIN
— Ég tel að skilyrði þess að
skólinn geti útskrifað siðferði-
lega ábyrga og sjálfstæða ein-
staklinga sé það að nemendur
þurfi frá upphafi skólagöngu
sinnar að læra að bera ábyrgð á
eigin námi í samráði við kenn-
ara, segir Kristín G. Andrésdótt-
ir skólastjóri Vesturbæjarskól-
ans í Þjóðlífsviðtali. ...
uppeldi - skólamál mmm^m
Opinn skóli er framtíðin, en það er margs
að gæta við þróun kennsluhátta, segir
Kristín G. Ándrésdóttir skólastjóri
Vesturbæjarskólans í Reykjavík, sem
stendur framarlega við að ryðja nýjum
námsaðferðum braut ........... 62
VIÐSKIPTI
Bandaríkin
Bankahneyksli aldarinnar. Jón Ásgeir
Sigurðsson segir frá bankahneykslinu
mikla í Bandaríkjunum ........... 66
Smáfréttir úr erlendum
viðskiptaheimi ....................... 68
HEILBRIGÐI - VÍSINDI
Grasalæknar frumskóganna
Hálfdan Ómar skrifar um nýjar
uppgötvanir á sviði læknisfræðinnar, sem
byggðar eru á rannsóknum á atferh
simpansa.............................. 70
500 daga áætlunin
Fólki hefur að vonum brugðið við álit ýmissa sérfræðinga um dökkt útlit í efnahagslífi
okkar á næstu árum. Þjóðlíf hefur að undanförnu fjallað mikið um þessi mál og ummæli
dr. Þráins Eggertssonar í síðasta tölublaöi Þjóðlífs um að ísland gæti orðið fátækasta
land í Evrópu um aldamótin vöktu sérstaka athygli. Síðan hafa menn spurt hvern annan:
er ekkert hægt að gera?
Sannast sagna hafa stjórnmálahreyfingar og hagsmunasamtök verið furðu róleg og
beinlínis dauf varðandi stefnumótun til framtíðar. Á því eru sem betur fer nokkrar
undantekningar, eins og t.d. Verkamannasamband Islands, sem hefur lagt nokkra vinnu
í hugmyndasmíð og stefnumótun. Hagsmunasamtök atvinnurekenda virðast ekki sjá
nema einn þröngan veg til að auka arðsemi atvinnulífsins; að borga minna kaup.
Stjórnmálaflokkarnir geta sig lítt hrært, því um leið og þeir setja eitthvað fram sem veldur
breytingum eru þeir farnir að storka einhverjum kjósendahópa sinna.
I framhaldi af þessu fæddist sú hugmynd að Þjóðlíf drægi saman ýmsar hugmyndir um
möguleika íslendinga til að komast hjá því að verða fátækasta þjóð í Evrópu um
aldamótin. Að mörgu leyti erum við álíka sett og þjóðir sem búið hafa lengi við einokun og
miðstýringu í Austur-Evrópu. Hér ræöur ríkjum íslenska einokunarfélagið, í eigu örfárra
einstaklinga og fjölskyldna, og stjórnar stærstu fyrirtækjunum m.a. í flutningum á legi og í
lofti auk banka, verðbréfafyrirtækja, með mikil vensl og tengsl við fjölmörg fyrirtæki og
stjórnvöld (Þjóðlíf 3.tbl. 1990, Kolkrabbi eða kjölfesta?). í framhaldi af því þótti ástæða til
að setja saman 500 daga áætlun um leið íslands til markaðsbúskapar þar sem velferð
þjóðarinnar og félagslegu öryggi er ætlað rúm.
Markmiðið með 500 daga áætluninni er að umbylta hinum hefðbundu atvinnuvegum
meö það fyrir augum að opna landiö, auka arðsemi atvinnulífsins, skapa forsendur fyrir
meiri fjölbreytni í efnahagslífi og geta þannig treyst stoöir velferðarkerfisins í náinni
framtíð. Til að geta haldið uppi félagslegum gildum nútíma velferðarsamfélags þarf
aröbært atvinnulíf, mun arðbærara en okkur hefur tekist að skaþa fram að þessu. Við
viljum bæta lífskjör alls fólks í landinu. Við viljum stöðva landflóttann -gera landið allt
byggilegra.
Segja má að 500 daga áætlunin miði við þrjá aðalþætti; breytingar á sjávarútvegi,
breytingar í landbúnaði og breytingar á fjármálakerfi landsmanna. Annað er nánast
útfærsla eða kemur í framhaldi af breytingum á þessum sviðum. 500 dagarnir eru
framkvæmdadagar fyrir breytingarnar sem síðan eiga eftir að skila okkur betri lífskjörum.
Með 500 daga áætluninni er verið að leggjatil nýja byggðastefnu. Sú byggðastefna líturá
landið sem eina heild. Héraðarígurinn og kjördæmapotið hefur sannanlega reynst hemill
á nauösynlegar framfarir í efnahagslífi landsins og mál að hugsa byggðastefnu upp á
nýtt.
Viðleitnin er sú að draga úr miðstýringu og einokunartilhneigingum i efnahagslífinu
með auknu frjálsræði. Hins vegar gerir aukið frelsi kröfur um viðhorfsbreytingu og annan
takt í samfélaginu. Staðreyndin er nefnilega sú, að aukið frelsi gerir kröfu til bæði aukins
eftirlits og þéttriðnara öryggisnets fyrir einstaklinga . Þetta á við um væntanlega þróun á
öllum sviðum efnhagslífsins. Ætlunin er að opna landið fyrir fjármagni í báðar áttir. En
það fylgir eitt skilyrði öllum hugmyndum um aukið frelsi í efnahagsmálum á Islandi :
fiskimidin eru og verða eingöngu eign íslendinga.
Gert er ráö fyrir aukinni þátttöku og ábyrgð launafólks í atvinnulífinu. Stundum eru
slíkar hugmyndir kallaðar „alþýðukapitalismi“, og þarf ekki að vera slæm einkunn.
Ætlunin er að auðvelda almennari þátttöku í atvinnulífinu samfara meiri ábyrgð launa-
fólks.
Auðvitaö er engin töfralausn fólgin í 500 daga áætluninni íslensku, ekkert patent
fundið. En með því að setja fram svona áætlun og reifa margvíslegar hugmyndir um
heildstæða viðreisn alls efnahagslífsins vonast Þjóðlíf til að auka með fólki bjartsýni um
að hægt sé að ryðja nýjar brautir. Einstaka hugmyndir eru umdeilanlegar og sum
útfærsluatriði óframkvæmanleg, en við lesturinn og íhugun málsins fæðast áreiðanlega
nýjar hugmyndir og nýjar útfærslur finnast. Þá verður vonandi gagn af þessum skrifum
Þjóðlífs fyrir land og lýð. Óskar Guðmundsson
Útgefandi: Þjóðlíf h.f. Vaiiarstræti 4, box 1752,121 Reykjavtk, st'mi 621880. Stjórn: Kristinn Karlsson,
Svanur Kristjánsson, Ásgeir Sigurgestsson, Hrannar Björn, Jóhann Antonsson, Margrét S. Björnsdóttir,
Hallgrímur Guðmundsson, Guðmundur Ólafsson, Halldór Gröndvold og Helgi Hjörvar. Framkvæmda-
stjóri: Garðar Vilhjálmsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Blaðam.: Einar Heimisson, Páll
Vilhjálmsson. Setn o.fl.: María Sigurðardóttir. Prófork.: Sigurlaug Gunnarsdóttir. Fréttaritarar: Art-
húr Björgvin Bollason(Munchen), Guðmundur Jónsson(London), Bjarni Þorsteinsson (Danmörk),
Einar Karl Haraldsson(Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir(Finnland), Guðbjörg Linda Rafns-
dóttir(Lundi), JónÁsgeir Sigurðsson(New Haven), Forsíða,hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Ljósm.
á forsíðu: Guðmundur Ingólfsson. Skrifstofa m.m.: Pétur Björnsson. Bókhald: Jón Jóhannesson.
Auglýsingastjóri: Hörður Pálmarsson. Prentvinnsla: Prentstofa G. Benediktssonar Kópavogi. Blaða-
menn símar: 622251 og 623280. Ritstjóri: 28230. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og
28149.
ÞJÓÐLÍF 5