Þjóðlíf - 01.09.1990, Síða 10

Þjóðlíf - 01.09.1990, Síða 10
INNLENT um fyrirtækjum með tilstyrk Atvinnu- tryggingasjóðs. Almennt séð hafa fyrirtæki í sjávarútvegi líklega aldrei búið við jafn auðveldan rekstur frá degi til dags eins og um þessar mundir. Nú væri líklega eðlilegt að segja: Allt er þetta harla gott og beinn og breiður vegur framundan. En er það svo? Ástandið er því aðeins gott nú, að svigrúmið sem er, verði notað til þess að gera umfangsmiklar skipulagsbreytingar á kerfi sjávarútvegs- ins. Ef tækifærið verður ekki notað nú er hætt við að staðan líkist spilaborg sem mun hrynja. Ef ekkert verður að gert. Skipulagskerfi sjávarútvegsins er kerfi miðstýringar og einokunar. Flestir skilja slíka einkunnagjöf sem ríkisstýringu, en svo er ekki nema að litlu leyti. Miðstýring- in er í höndum svokallaðra hagsmunaað- ila. Ríkisvaldið styður einokunina með beinum eða óbeinum hætti með því að framselja vald í hendur þessara hags- munaaðila og á þann hátt tekur ríkisvaldið þátt í að viðhalda og treysta þetta einokun- arkerfi hagsmunaaðilanna í sessi. Ef við horfum á sölukerfi sjávarútvegs- ins sjáum við einn angann. Framleiðendur eru í sölusamtökum sem byggja á beinni og óbeinni einokun og þau skiptast eftir verkunaraðferðum, svo sem SÍF í saltfiski og SH/SÍS í frystum fiski. Samtök þessi eru börn síns tíma. Þeim var komið á af illri nauðsyn eða til að fylgja eftir upp- byggingu í vissum greinum við sértækar aðstæður sem voru á mörkuðum heima og erlendis fyrir áratugum síðan. Þetta er miðstýrt sölu- og framleiðslukerfi, — upplýsingar um markaðinn koma úr mið- stýrða kerfinu til framleiðendanna; hvað þeir megi framleiða og á hvaða verðlagi. Satt að segja minnir þetta fyrirkomulag illilega á kerfi sem fólk hefur nú risið gegn upp á síðkastið í ákveðnum löndum, þar sem hið miðstýrða afl gaf skipanir til verk- Markaðsbreytingarnar fara raunar mjög vel saman við breytta flutningatækni, bæði upplýsingastreymi og fjarskipti. Hins vegar rúmast þær illa innan núverandi kerfis sjávarútvegsins, -einokunar og miðstýringar. MARKMIÐ NÆSTU TÍU ÁRA — Arðbært og blómlegt atvinnulíf — Hærri kaupmáttur — Ekkert atvinnuleysi — Stytting vinnutímans — Traust og vönduð félagsleg þjónusta — Gott skólakerfi — Dregið úr miðstýringu og einokun — Þróun lýðræðislegra samfélags — Opna landið fyrir samskiptum við útlönd. Til þess þarf í sjávarútvegi — að minnka flotann — stöðugt gengi — að leyfa frjálsa verslun með gjaldeyri — markaðsbúskap í sjávarútvegi m.a. með opnum fiskimörkuðum — uppbyggingu stærsta fiskmarkaðar í heimi — erlendum aðilum heimilað að taka þátt í fjárfestingum — samgöngubyltingu í landbúnaði að — opna fyrir innflutningi á iðnaðar- framleiddum landbúnaðarvörum — losa um hömlur á kvótasölu — opna fyrir markaðstengingu land- búnaðarvöru — treysta lífeyrissjóð bænda og greiða fyrir þeim sem vilja hætta Almennt að — atvinnuvegirnir skili ágóða — lækka virðisaukaskatt — lækka verð á matvöru fyrir heimili og ferðamenn — opna fríverslunarsvæði — lækka erlendar skuldir ríkisins smiðja og samyrkjubúa; hvað megi fram- leiða og á hvaða verðlagi. Þar hefti kerfíð efnahagslegar framfarir, en virkar þetta kerfi ekki eins hjá okkur? í dag eru þarfir markaðarins fyrir sjávarafurðir aðrar en í árdaga sölusamtakanna. Markaðsbreyt- ingarnar fara raunar mjög vel saman við breytta flutningatækni, bæði upplýsing- astreymi og fjarskipti. Hins vegar rúmast þær illa innan núverandi kerfis sjávarút- vegsins, — einokunar og miðstýringar.“ — í fimm hundruð daga áætluninni er einmitt gert ráð fyrir að öll verslun með sjávarafurðir verði gefin frjáls. Að skyldað verði að selja allan fisk á innlendum fisk- mörkuðum og erlend fiskiskip geti landað hér fiski sem veiddur er í landhelgi ann- arra ríkja. Útlendingar fá heimild til að fjárfesta í fiskvinnslu og þeir mega kaupa fisk á fiskmörkuðum okkar. Aðdragandi þessa er að ná samningum m.a. við EB- löndin um niðurfellingu tolla á hvers kon- ar sjávarafurðum. Minnkun flotans er for- senda aukinnar hagkvæmni í greininni. Það verður auðveldara þegar að skilið hef- ur verið á milli veiða og vinnslu með mörkuðunum. Með upptöku kvótaleigu eykst þrýstingur á meiri hagkvæmni í út- gerð. Kvótaleiga verður tekin upp í áföng- um á fimm árum og hraðast í byrjun (á 500 daga áætluninni). egar allur fiskur sem veiðist í íslenskri landhelgi verður boðinn upp á mörk- uðum hérlendis opnast hér með stærsti fískmarkaður heimsins. Erlendir aðilar munu þá streyma til landsins, skapa tekj- ur, hjálpa til við að opna landið, og íslensk fyrirtæki stór og smá munu eflast og blómgast í þjónustu við hina erlendu kaupendur. Verkefni í sjávarútvegi munu gjörbreytast. I stað þess að vera einungis hráefnisútflytjendur, munu íslendingar sérhæfa sig í margbreytilegum þörfum ólíkra markaða. í þessu felast gífurlegir möguleikar fyrir minni fyrirtæki til sér- hæfðar framleiðslu. Mikil hagkvæmni felst í að minnka fiskiskipaflotann, draga stórlega úr til- kostnaðinum við að afla hráefnisins, en um leið fækkar störfum við frumstig veiða og vinnslu. Hins vegar mun störfum fjölga um mörg þúsund á næstu tíu árum í frek- ari hráefnaúrvinnslu. í mjög mörgum til- fellum borgar sig fyrir erlenda fiskkaup- endur að kaupa einnig úrvinnsluna hér af sérhæfðum framleiðendum fremur en að kaupa óunninn fisk á íslenska heimsmark- aðinum. Þá munu á næstu tíu árum þróast smám saman ný atvinnugrein í tengslum við þjónustu við hina erlendu fiskkaup- endur. Varlega áætlað munu á næstu tíu árum bætast við atvinnuflóru þjóðarinnar um fimm þúsund manna atvinnugrein við alls konar umboðsstörf og þjónustu, markaðsstörf og fleira, beinlínis vegna stærsta fiskmarkaðar í heimi. Þegar að stærsti fiskmarkaður heimsins er kominn á laggirnar munu þúsundir manna koma til landsins í viðskiptaerind- um á hverju ári. Margfeldiáhrifin á ferða- mannaþjónustu munu fljótlega gera vart við sig, þannig að þjónusta við ferðamenn 10 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.