Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 29

Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 29
Ný bylgja á diskótekum í Bandaríkjunum og í Evrópu er svokölluð „Mitsing-partí“ eða „sing along kvöld“, — upprunalega „karaoke-kvöld“ sem vísar til japansks uppruna. Þetta fyrirbærí er afskaplega einfalt og árangursríkt eftir því. Það gengur útáþaðað gestir á diskótekinu velja eitth vert vinsælt lag og texta, síðan er einhverjum þeirra afhentur textinn oghljóðnemi. Lagið er leikið, þannigað öll hljóðfæriheyrast leika, en upprunalegi söngurinn hefur veríð þurrkaður út. Það er gestsins að syngja lagið. Skemmtikraftar leiða gjarnan þessar uppákomur og halda til að byrja með í höndina áþeim sem eraðreyna fyrirsér. „Það erenginn sem ekki villreyna aðfáþúsund manns tilaðfagna sér“, segir höfuðpaurþessarar nýju tísku íÞýskalandi, Hermanns að nafni. Þessi kvöld eru sögð þjóna sjálfsdýrkunarþörf margs ungs fólks sem og stjörnudraumórum þeirra. Það er sagt að svona skemmtun eigi við auglýsingafrík með rauða gleraugnaumgjörð sem og umhverfisjippa. Myndin er frá Karaoke-kvöldi í Hamborg og Hermanns ásamt fylgimey. (Spiegel/óg) ANDLAUS SÖNGUR Einn nánasti samstarfs- maður Bush og forystu- maður í Repúblikana- flokknum Lee Atwater 39 ára hefur fengið harka- lega gagnrýni. Stjórn- málamaðurinn hefur unun af því að syngja og spila á gítar. Hann sendi stoltur frá sér fyrstu plötu sína, „Red, Hot & Blue“ með soul tónlist þar sem m.a. var stuðst við B.B. King. Playboy birti plötugagn- rýni: „andlaust — eins og við var að búast“. Tveir tónlistarmenn, Marshall Chapman og Gary Nichol- son, hafa blásið til gagn- sóknar og samið lag undir heitinu „Maðurinn sem vildi gjarnan vera B.B. King“. Nicholson segir að þessi erkiíhaldssami stjórnmálamaður hafi engan rétt til að syngja blús, „hann sé að smjaðra fyrir svörtum tónlistar- mönnum og um leið sé hann af öllum hug og hjarta að skera niður út- gjöld til félagslegra verk- efna og þannig setja fá- tæka svertingja út á gadd- inn" (Spiegel/óg) Francoise Sagan og eftirmyndin. REYNT AÐ VERJAST Francoise Sagan, 55 ára gömul skáldkona í Frakk- landi, telur sig hafa opinber- lega orðið fyrir alvarlegum móðgunum. Rithöfundurinn snjalli hefur ákært sjónvarps- stöðina „Canal Plus“ fyrir rétti í París, en í útsendingum stöðvarinnar á kaldhæðnis- legum brúðuleikmyndum kemur Sagan fram í heldur skuggalegu Ijósi. Þar treður hún (brúðan) upp með fólki eins og Bush, Gorbatsjof, Jó- hannesi Páli páfa og fleiri slík- um. Skáldkonan telur sig koma þar fram sem skemmd- ur og fráhrindandi persónu- leiki. Lögfræðingur Sagan krefst rúmlega 16 milljóna króna í skaðabætur. Sagan hafði reynt fyrir tveimur árum að fá sjónvarpsstöðina til að taka þessa brúðu úr leik. Þá uppskar hún ekki annað en það að Canal Plus hætti að láta brúðuna neyta lyfja í þátt- unum... í RITFRELSINU Luis Mercader 73 ára bróðir morðingja Trot- skys, Ramóns Merca- ders, kynntist nýfengnu mál- og ritfrelsi í Sovétríkj- unum á dögunum. Spán- verjinn kvartaði undan því í viðtali við verkalýðsblað- ið Trud, aö bróðir hans hefði verið jarðaður undir fölsku nafni í Moskvu árið 1978: „Hann á rétt á að fá nafn sitt aftur og allur sannleikurinn verður að koma í ljós“. Blaðamaður- inn svaraði kuldalega: „í andrúmslofti þíðunnar á að nefna hlutina réttum nöfnum. Það er hægt að halda því fram að Ramón Mercades hafi framið glæp, pólitískt morð, og þar af leiðandi hafi hann ekki átt skilið heiðurstitil- inn „hetja Sovétríkjanna". Svar bróðursins kom líka óritskoðað í blaðinu: „Ra- món Mercader bróðir minn fékk ákveðið verk- efni, og það verkefni innti hann af hendi." En eins og kunnugt er fékk Stalín hann til að ráða Trotsky af dögum... (Spiegel/óg) ÞJÓÐLÍF 29

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.