Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 32

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 32
MENNING Bergþór Pálsson og Sólrún Bragadóttir í hlutverkum sínum í Brúðkaupi Figaros við óperuna í Kaiserslautern. Marcello í La Boheme, Don Fernando í Fidelio, Germont í La Traviata og Don Carlo í Valdi örlaganna. í fyrra og í sumar söng ég á Drottning- holm í Svíþjóð en það er eins konar „forn- bílaklúbbur“. Við syngjum þar svokall- aðar antikóperur, óperur frá 17. öld, og er leikið undir á upprunaleg hljóðfæri. I bæði skiptin höfum við sungið óperur eftir ítalska tónskáldið Gluck, Ífigeníu á Ális og Ífigeníu á Tauris. í fyrra söng ég einnig hlutverk Commendatore í Don Giovanni í upptöku sem Drottningholmhópurinn vann fyrir Decca plötufyrirtækið. Mér stendur til boða að taka aftur upp með þeim að ári og þá sem Sarastró í Töfra- flautunni en ég er ekki viss um að ég taki því þar sem ég hef ekki talið það hlutverk passa rödd minni, það er fyrir bassasöngv- ara fremur en baritona.“ Kristinn lætur sér ekki nægja að syngja við óperuna í Wiesbaden heldur viðrar sig einnig í öðrum óperuhúsum og tónleika- sölum. Hann söng í júní í Concertgebouw í Amsterdam sem er einn besti tónleikasal- ur í heimi hvað hljómburð varðar. Hann verður þar aftur að ári. Um páskana fer hann á ný til Hollands og tekur þátt í flutningi á Jóhannesarpassíunni undir stjórn Peters Schreiers. Hann syngur við óperuna í Genf haustið 1991, óperuna í Dusseldorf í vetur og aftur eftir þrjú ár, svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef líka farið mikið um og sungið fyrir,“ segir Kristinn. „I vor hélt ég til Hamborgar í þeim erindagjörðum og vilja þeir fá að heyra í mér aftur seinna í vetur til að prófa mig í Rheingold eftir Wagner en sú ópera er hluti af Niflungahring- num.“ Kristinn virðist hafa næg verkefni fyrir utan starfið í Wiesbaden og því hlýtur sú spurning að vakna hvort hann stefni í lausamennsku? „Samningur minn við óperuna rennur út í vor. Mér hefur verið boðin framleng- ing og geri ráð fyrir að taka því með viss- um skilyrðum varðandi sýningaríjölda og annað til þess að geta verið laus þegar mér hentar. Mér sýnist þeir vera tilbúnir til að ganga að því. Það eru að koma upp ýmis lausamennskuverkefni en það fer eftir peningagræðginni hversu mikið ég tek af þeim. Slík verkefni eru mun betur borguð en starfið í Wiesbaden. En ég er ekkert viss um að ég vilji vera algjörlega laus. Það getur verið gott að hafa aðsetur í Wiesba- den, syngja þar nokkrar sýningar og gera út þaðan. Annars er ekki auðvelt að gera áætlanir um þessa hluti. Maður fær tilboð upp í hend- urnar og ef vel er boðið er erfitt að segja nei.“ Kristni hefur nú bæst liðsauki. Viðar Gunnarsson bassi skrifaði í vor undir tveggja ára samning við óperuna í Wiesba- den og hóf þar störf í haust. Viðar fór til Vínarborgar í desember í fyrra og söng þar hlutverk Sarastrós í Töfraflautunni í Kammeróperunni. Hann kom síðan heim í vor og söng í nýrri óperu eftir John Speight á Listahátíð, Abraham og ísak. Að því loknu hélt hann aftur til Vínar að syngja hlutverk Sarastrós en nú í Schönbr- unerschloss Theater sem er starfrækt á sumrin. „Mér skilst að söngvarar séu ráðnir með nokkuð löngum fyrirvara úti, a.m.k. lengri en í mínu tilviki. Ég söng fyrir við óperuna í Wiesbaden í apríl og hélt síðan heim á leið. Tveimur dögum síðar bar svo við að sá sem söng Commendatore í Don Giovanni í sýningu óperunnar forfallaðist. Forráðamenn óperunnar komu þá að máli við Kristin Sigmundsson sem var á æfingu og spurðu hvort ég væri ekki enn hjá hon- um. Hann kvað nei við, sagði að ég væri farinn til Oslóar og væri líklega staddur á flugvellinum þar á heimleið. Kristinn reyndi að hafa upp á mér í Osló en tókst ekki og hringdi þá til Reykjavíkur í kon- una mína sem brá skjótt við. Hún hafði samband við Flugleiðir og gat fengið þá til að kalla mig upp svo ég færi ekki til Is- lands. Ég kom því af fjöllum þegar ég heyrði nafn mitt glymja í hátölurum flug- stöðvarinnar. Og í stað þess að fara heim til íslands hélt ég til Wiesbaden og söng í sýningu með Kristni tveimur dögum síð- ar. Upp úr því bauðst mér samningur við óperuna.“ Meðal verkefna hjá Viðari í vetur má nefna hlutverk fangavarðarins Rocco í Fidelio eftir Beethoven, Rheing- old eftir Wagner, og tónleika í desember. I janúar kemur hann síðan heim og syngur í C-moll messu Mozarts með Sinfón- íunni. Guðbjörn Guðbjörnsson tenór gerði námssamning við óperuna í Zurich fyrir rúmu ári og söng þar bæði smá og meða- lstór hlutverk. Hann hélt mikið af einsöngstónleikum í Sviss og tók einnig þátt í flutningi á 32 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.