Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 39

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 39
Garðar Cortes ogSigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) íÆvintýrum Hoffmanns. Garðar hyggst draga úr söng sínum erlendis en ferðahugur erkominn í Diddú. erunni á kvöldin. Á þessu eru söngvarar farnir að þreytast. Þeim finnst líka öfug- snúið að þegar blásið er til árshátíðar fá þeir þrisvar sinnum meira fyrir að koma þar fram í tuttugu mínútur en að syngja stórt hlutverk í íslensku óperunni, eins og einn söngvaranna nefndi í samtali við Þjóðlíf. „Eftir að hafa sungið ytra,“ segir Krist- inn Sigmundsson, „rennur manni eigin- lega til rifja hvað allt er vanþróað heima, sérstaklega hvað varðar aðbúnað fyrir fólk sem heldur uppi óperulífinu. Þýskir söngvarar eru að sumu leyti ofdekraðir en það er óravegur frá aðstöðu þeirra og niður í það sem við höfum hér. Á íslandi þurfa menn að vera á eilífum þeytingi til að láta enda ná saman og vinna síðan við óviðun- andi aðstæður í óperunni við að setja upp sýningar sem helst þurfa að vera jafn góðar og á Covent Garden eða í Vínaróperunni. Gæði söngsins verða síðan að vera jafn mikil og á bestu plötuupptökum. Þegar ég segi útlendingum hvernig ástandið er hér trúir mér enginn, — þeir verða að láta segja sér það þrisvar sinnum. Ég er búinn að tala um þetta í mörg ár ásamt ýmsum öðrum söngvurum. M.a. hef ég spáð því að þetta lognaðist út af ef ekkert yrði að gert og í vissum skilningi hefur það ræst. Fjöldi fólks gefst upp á sjálfboðavinnunni og fer utan. Væri maður bóhem og hefði ekki fyrir öðrum að sjá gengi þetta kannski en fyrir fjölskyldufólk er það von- laust. Ég var ákveðinn í að segja skilið við sönginn ef ekkert kæmi út úr þeirri viku sem ég söng fyrir erlendis í fyrra og fara að vinna launaða vinnu. Sem betur fór þurfti ég ekki að standa við það. Það er svo mikil tvöfeldni ríkjandi hér. Hvar sem maður kemur hafa menn áhuga á því sem söngvarar eru að gera, allir vilja hafa óperur en þegar þarf að hlúa að því sem raunverulega skiptir máli er ekkert gert. Ég held ekki að það sé af ásetningi að menn halda ástandinu óbreyttu heldur miklu frekar af sinnuleysi og í raun menn- ingarlegu áhugaleysi. í mörg ár hefur verið rætt um að koma óperumálum á fast- an grunn hér á landi, það hafa verið lagðar fram tillögur um það hvernig eigi að gera það en ekkert gerist. Og á endanum missa menn þolinmæðina og fara úr landi, eins og t.d. við Viðar Gunnarsson. Það verður að koma Sinfóníuhljómsveit íslands, Þjóðleikhúsinu, Islenska dansflokknum og íslensku óperunni saman í eina skipu- lagsheild, án þess að skerða listrænt sjálf- stæði hvers um sig. Þá verður hægt að samnýta kraftana og minnka kostnað. Stangist þetta á við einhverja einkahags- muni verða þeir einfaldlega að víkja.“ í þeirri umræðu sem hefur sprottið upp á liðnum vikum vegna vanda Islensku óp- erunnar hafa ýmsir sett spurningarmerki við það hvort við getum yfirleitt haldið úti óperu hér á landi, — þetta sé einfaldlega of dýrt listform fyrir svo fámenna þjóð og áhuginn ekki nægur. Aðrir benda á að 150 þúsund manns hafi komið á sýningar í óperunni, fyrir utan þá sem hafi séð óper- ur í Þjóðleikhúsinu, og auk þess teljist skuldahali óperunnar, 35 milljónir króna, varla mikill þegar fyrirtæki af þessari stærð séu annars vegar. Þeir segja líka að málið snúist um meira en að reka óperu, þ.e. hvort við viljum teljast menningar- þjóð. Meðal þeirra er Bergþór Pálsson: „Það er óskiljanlegt þegar íslenska óperan er búin að sýna og sanna að við eigum frambærilega listamenn og áhugasaman áhorfendaskara að þeir sem ráða ríkjum skuli ekki setja stolt sitt í að styðja þetta fyrirtæki. Borg í Þýskalandi á stærð við Reykjavík telst ekki borg nema þar sé leik- hús með óperu. Þetta er spurning um það hvort við viljum teljast menningarþjóð eða ekki.“ 0 ÞJÓÐLÍF 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.