Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 43
Lævíst eðli valdsins I' talski miðaldamaðurinn Niccoló Machiavelli var margræður stjórnmálahugsuð- ur og umdeildur. Fáir rithöf- undar um stjórnmál hafa kall- að yfir sig slíka vandlætingu sem Machiavelli og nafn hans er skammaryrði yfir sérlega óprúttna pólitíkusa. Höfuðrit Machiavellis, Furstinn, hefur löngum verið talið uppsláttar- rit fyrir einræðisseggi. Neikvæðar túlkanir á Machiavelli eiga það sam- merkt að lesa úr verkum hans boðskap og gera Italann í leið- inni að talsmanni óvandaðra meðala í stjórnmálum. Sænski blaðamaðurinn Anders Ehnmark tekur annan pól í hæðina og les í verkum Machiavellis lýsingu á innvið- um stjórnmála, lausa við sið- ferðilegt mat á því hversu rétt- mætar aðferðirnar eru til að ná völdum og halda þeim. Ehn- mark telur að Machiavelli fjalli um stjórnmál eins og þau eru en ekki hvernig þau ættu að vera. Þess vegna þjóni það litl- um tilgangi að leggja Machia- velli sjálfan á mælistiku góðs og ills. Ehnmark birti niðurstöður athugana sinna í bók, Maktens hemligheter, haustið 1986 og var hún óðara þýdd á önnur norðurlandamál en því miður ekki á íslensku. Bókin vakti athygli, ekki aðeins fyrir skarplega greiningu á Machia- velli og verkum hans, heldur miklu fremur fyrir það hve efni bókarinnar er tímabært í stjórnmálaumræðuna nú á dögum. rangurinn af rýni sænska blaðamannsins í texta Machiavellis er meðal annars sá að hann kemur auga á and- stæðurnar í tveim hugtökum sem oftast eru talin nátengd. Það felst nánast í hugtakinu að frelsisbarátta, ef hún heppn- ast, leiðir til frelsis. En, segir Ehnmark, Machiavelli sér það sem mörgum er hulið, bæði fyrr og nú, „einmitt það að frelsisbarátta og frelsi eru gerólík pólitísk vandamál, svo ólík að þau krefjast and- stæðra lausna (annarsvegar samþjöppunar valds og hins- vegar valddreifmgar). Þannig er vandi frelsisins ekki endi- lega leystur með árangursríkri frelsisbaráttu heldur getur hann orðið annars eðlis við þau umskipti." Hversu oft hefur það ekki gerst að frelsisbarátta, til dæmis þriðja heims þjóða á tuttugustu öld, leiðir til ein- ræðis nýrra valdhafa. Almenn- ingur veitir hugsjónamönnum frelsis og jafnréttis brautar- gengi til að velta spilltri stjórn. En þegar markmiðinu er náð gleymist frelsið og baráttan miðast við að halda völdum þannig að almenningur er jafn- illa ef ekki verr settur en áður. Machiavelli gat sagt fyrir um þessa þróun fyrir hálfu árþús- undi enda var hann „skarp- skyggn á kjarna valdsins“ eins og Asgrímur Albertsson segir í eftirmála þýðingar sinnar á Machiavelli. Vald verðurhvorki afnumið néhættirað vera til, enþaðer hægt að dreifa valdinu—. Nýjar túlkanir á Machiavelli. Anders Ehnmark: Maktens hemlighet- er. Et essá om Machiavelli. Norstedts Förlag, Stokholm 1986. Um rétt og rangt, skoðun og staðreynd í síðasta tölublaði Þjóðlífs (8.tbl. bls.46) féll niður nafn bókar og höfundar Furstanum (Mál og menning 1987). Annað meginatriði í niður- stöðu Ehnmarks og Machia- vellis er að vald verður hvorki afnumið né hættir það að vera til. Hugsjónamenn frelsis og jafnréttis hafa margir hverjir í gegnum tíðina boðað afnám valdsins. Þessi kenning leiðir mann á villigötur eins og reynslan sýnir. Hinsvegar er hægt að dreifa valdinu. Og ein- mitt þegar valdinu er dreift er möguleiki á að nálgast eitthvað sem heitir frelsi. Þetta les Ehnmark út úr verkum Machiavellis og biður lesendur að hafa í huga þegar þeir velta fyrir sér pólitík. pv sem Páll Vilhjálmsson kynnti þar: Mortimer J. Adler: Ten phi- losopical mistakes. Basic er- rors in modern thought — How they came about, their consequences, and how to avoid them. Macmillan Publishing Comp- any, New York 1985. ÞJÓÐLÍF 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.