Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 47

Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 47
Candy Dulfer: Saxuality Tvítug soxpía Þeir sem horfðu á Knebworth tónleikana sem sýndir voru í Sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu og sáu „Pink Floyd“ komust ekki hjá því að berja Candy Dulfer augum, tvítuga stúlku frá Hollandi, með saxó- fón í hendi. Nú þegar er hún orðin vel þekkt innan tónlist- arbransans og hefur m.a. spil- að með Prince, Van Morrison og Dave Stewart úr „The Eurythmics“. Nú er fyrsta sólóplata henn- ar komin út, en hún vann hana með aðstoð gítarleikarans Ulco Bed en hann semur flest lögin, fimm talsins; þrjú semja þau saman, eitt er eftir Miles Davis, „So What“ og eitt lag er eftir föður Candy, Hans Dulfer, sem er sjálfur jasstón- listarmaður. Tónlistin á plötunni er mest fönkaður jass, en einnig má heyra áhrif frá Hip Hop tónlist í titillaginu. Og Candy blæs í saxinn eins og að drekka vatn, saxófónleikur hennar lætur ákaflega ljúft í eyrum og þetta er mjög þægileg plata, sem kom mér algerlega í opna skjöldu. Kynntu þér málið. Bruce Hornsby and the Range: A Night on the Town Hinn Brúsinn Flestir sem fylgjast með rokki kannast við náunga sem heitir Bruce Springsteen. Svo er til annar sem gjarnan er kallaður „hinn Brúsinn". Það er Bruce Hornsby, píanóleikari og laga- höfundur frá S-Kaliforníu. Árið 1986 vakti hann og hljóm- sveit hans, „The Range“ (George Marinelli: gítar, Joe Puerta: bassi og John Molo: trommur) mikla athygli með laginu „The way it is“ af sam- nefndri plötu. Fékk Brúsi og bandið hans Grammy verð- launin það árið sem besti „nýji“ listamaðurinn. Árið 1988 kom svo út önnur breiðskífan , „Scenes from the Southside“ og sú nýjasta heitir „A Night on the Town“. Lög- in á plötunni eru skrifuð á Brúsa og annan mann sem heitir John Hornsby; hvort þeir eru bræður veit ég ekki, en eftirnafnið bendir vissulega til þess. Á plötunni má heyra blöndu af jassi/blús/rokki og óneitan- lega ber mest á frjálslegum og persónulegum píanóstíl höf- uðpaursins. Flestar lagasmíð- arnar eru mjög svo áheyrilegar og útsetningar vandaðar. Ekki spillir að góðir gestir koma við sögu s.s. Wayne Shorter, saxófónleikari og Bela Fleck banjóleikari, báðir úr „Weat- her Report“, Jerry Garcia, gítaristi úr „Grateful Dead‘ og bassasnillingurinn Charlie Haden tekur sóló í laginu „Stander on the Mountain", en þeir eru víst perluvinir, hinn Brúsinn og hann. Söngurinn er einnig í hönd- um, eða réttara sagt raddbönd- um Brúsa og sleppur hann vel frá því hlutverki, er með dálít- ið sérstaka rödd kallinn, pínu- lítið matta. En það er líka sterk kvenrödd, sem kemur úr barka Shawn Colvin, og gerir hún plötunni bara gott eitt. Bestu lögin að mínu mati eru titilllagið, „Fire on the Cross“, „Stander on the Mountain“, „Across the River“ og „Lost soul“. Fínt stykki hjá hinum Brúsanum. ÞJÓÐLÍF 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.