Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 49

Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 49
MENNING Enskar nútímabókmenntir W MIÐALDRA KONURI HÁSKALEGUM HEIMI Um nýjustu bœkur Margaret Drabble EFTIR STEINUNNI EINARSDÓTTUR I' nýjustu bókum sínum fjallar Margaret Drabble um breskt nútímaþjóðfélag og gagnrýnir það á margan hátt — meðal annars fjölmiðlana og leit þeirra að æsi- fréttum. En samt gætir bjartsýni í verkum hennar, hún fjallar um vináttusamband kvenna af fyllsta raunsæi. Eflaust er óþarft að fara mörgum kynn- ingarorðum um enska rithöfundinn Margaret Drabble. Hún á sjálfsagt drjúg- an lesendahóp hér á landi; margir kannast við hana sem ritstjóra hins mikla uppslátt- arrits um bókmenntir, The Oxford Companion to English Literature, og hún hefur komið til Islands og haldið fyrir- lestra. Sem skáldsagnahöfundur virðist Marg- aret Drabble vaxa með hverri bók. Nýj- asta bókin, A Natural Curiosity, er að mínum dómi sú besta sem hún hefur skrif- að hingað til. Hún er framhald af The Radiant Way sem kom út 1987 en þá hafði höfundurinn ekki gefið út skáldsögu í sjö ár. í þessum tveimur bókum fjallar Marg- aret Drabble um breskt þjóðfélag eins og það er á okkar tímum og hún kemur víða við. The Radiant Way gerist í Lundúnum árið 1980. Þar er sagt frá þremur miðaldra konum úr menntastétt, vinkonum, sem hafa haldið saman síðan á háskólaárunum. Liz er geðlæknir, Alix kennir föngum í kvennafangelsi og Esther er listfræðingur. Þær eru á þeim aldri þegar fólk fer að spyrja sjálft sig spurninga um eigið líf, spurninga eins og „höfum við gengið til góðs?“ Oft verður fátt um svör. Annars einkennir það bókina að sagt er frá mörg- um persónum — allar eiga sína sögu en hver saga tengist annarri í órjúfanlegri keðju. Þær Liz, Alix og Esther eru allar hinar merkustu konur sem kunna fótum sínum forráð. Þær njóta margs af því góða sem nútímaþjóðfélag hefur upp á að bjóða en í kringum þær leynast einnig hættur þess: atvinnumissir, ofbeldi og morð. Jafnvel gíslatökur herskárra múslima eru ískyggi- lega nærri hinum „verndaða“ miðstéttar- heimi þeirra. I lok fyrri bókarinnar, The Radiant Way, dragast þær allar þrjár inn í morðmál, þar sem skjólstæðingur Alix úr kvennafangelsinu verður fjöldamorðingja að bráð. Æsifréttafíkn nútímans eru gerð góð skil, þetta er þjóðfélagsgagnrýnið verk en tónninn þó léttur. í síðari bókinni, A Natural Curiosity, heldur sagan áfram og nú er komið fram á árið 1987. Ein vinkvennanna, Esther, er flutt til Ítalíu og kemur minna við sögu en áður en tengist samt frásögninni á skemmtilegan hátt. Ýmsar nýjar persónur koma fram, m.a. kynnist lesandinn morð- ingjanum úr fyrri bókinni, sem situr nú í fangelsi. Alix er flutt norður í land, í heimabæ Liz, og þar eru margar athyglis- verðar persónur, m.a. systir Liz. Sú ergift manni sem rekur lítið fyrirtæki, sem ekki stenst kröfur tímans. Vandamálin eru hin sömu og fyrr og nú hefur eyðni bæst við sem ógnvaldur. ins og nafnið bendir til fjallar bókin talsvert um forvitni, eðlilega forvitni eða jafnvel skort á henni. Þessi forvitni kemur fram á ýmsan hátt. Hið illa í heim- inum er torskilið. Sjónvarpsmaðurinn Charles Headleand, fyrrverandi eigin- maður Liz, setur sig í lífsháska við að fá á hreint hvað varð um gamlan vinnufélaga, og reyndar óvin, í höndum múslíma. Alix brennur í skinninu að komast að því hvað í ósköpunum gat fengið dagsfarsprúðan mann eins og Paul Whitmore til þess að fremja mörg óhugnanleg morð. Hún heimsækir Whitmore reglulega í fangelsið og reynir að kynna sér fortíð hans. Eitt og annað kemur í ljós við þetta en það vekur nýjar spurningar og svarar fáum. Ef til vill lá forvitni Whitmores sjálfs þarna að baki en hann hafði mikinn áhuga á heiðnum fórnarsiðum keltneskra íbúa Bretlands til forna. En hvað skýrir það svo sem? Liz lifir góðu lífi í London, nýtur virð- ingar í starfi og er umkringd börnum, stjúpbörnum og barnabörnum. Hún átti Margaret Drabble. Þrátt fyrir allt gætir bjart- sýni í verkum hennar. erfiða æsku og þykist vera búin að ná tök- um á öllu saman og gera upp við það eins og góðum geðlækni sæmir. Hins vegar er ýmislegt dularfullt, sem tengist æsku- heimili hennar, sem hún virðist ekki hafa neinn áhuga á að kynna sér. Lesandinn verður hins vegar talsvert forvitinn um það og sem betur fer aumkvar höfundur sig yfir okkur og allt skýrist áður en bók- inni lýkur! Þetta er saga af miðaldra konum í háskalegum heimi en heimurinn, sem Margaret Drabble lýsir, er sá heimur sem við lifum öll í. Margt fer úrskeiðis hjá persónum sögunnar, allt er breytingum undirorpið hjá þeim eins og okkur öllum og oft er útlitið dökkt. Engu að síður er bjartsýnistónn undir niðri. Ýmislegt getur gerst — og gerist reyndar — sem enginn átti von á. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar og nýir möguleikar bjóðast. 0 ÞJÓÐLÍF 49

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.