Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 55

Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 55
Hlín Agnarsdóttir: „Það ætti að gera leiklist að skyldu frá upphafi skólagöngu og sömuleiðis í námi kennara. “ að standa á sviði og fara með texta til keyrslu á fullbúinni sýningu. Það sem er frábært við framhaldsskólanema er það hversu áhuginn er lifandi. Allir fram- haldsskólarnir hér í bænum og jafnvel úti á landi setja upp sýningar, sem eru að vísu misgóðar, en mjög metnaðarfullar engu að síður og oft stórar í sniðum. Síðan fara mörg af þessum krökkum í leiklistarskól- ann eða aðra listaskóla. Uppsetningarnar eru því einskonar klakstöðvar. Mér fmnst mjög gaman að vinna með ungu fólki, orka þess er svo óspillt og gaman að inspí- rera það. — Mér hefur ekkert gengið sérlega vel að fá leikstjórnarverkefni við atvinnuleik- hús, enda hvorki fædd inn í leikhúsið né leikari að mennt. Ég fann fljótt að það var ekki mikill áhugi í leikhúsinu á mann- eskju sem kom með leikhúsfræðipróf frá Svíþjóð. Fólk var hvorutveggja vantrúað á þau fræði inni í leikhúsinu og svo þótti Svíþjóð voða hallærislegt upp úr 1980, fólk hélt að öll list þar væri félagsleg list og það var af hinu illa. Svíþjóð og Svíar voru lítið í tísku og megnt svíahatur almennt í gangi, þótt furðulegt sé, því við höfum þegið svo mikið frá þeim og allt okkar forystufólk á sviði leikhúss og kvikmynda er menntað þar. — Sömuleiðis er erfitt að vera kona í leikstjórn, einhvern veginn finnst leikhús- fólki við ekki eins spennandi og karlpen- ingurinn og þetta á svosem við allar listir. Það er erfitt að láta taka mark á sér. Við höfum líka verið of háðar viðurkenningu karlmanna, í stað þess að þróa með okkur eigin sjálfsvirðingu og sjálfstraust og hætta að halda að þeir reddi okkur. — Árið 1984 skrifuðum við Edda Björgvinsdóttir verk fyrir Stúdentaleik- húsið, sem hét „Láttu ekki deigan síga, Guðmundur". Þetta var ’68 kynslóðin í spéspegli. Verkið átti alls ekki að vera al- varlegt, þótt margir tækju það til sín og yrðu hreinlega sorgmæddir yfir því hvað þeim fannst líf þeirra hafa verið hlægilegt. Ég vissi um konu, sem leikritið hafði þau áhrif á, að hún fór að rifia upp alla menn- ina, sem hún hafði sofið hjá. Það þótti henni slæmt, en „frjálsar ástir“ urðu að miklu slagorði á þessum tímum og allir sváfu hjá öllum, því fleiri, því betra. Guð- mundur okkar var alltaf að skipta um kon- ur og margir karlmenn tóku það sem árás á sig eins og þeir væru einhverjar hórur, en auðvitað eru þær til af báðum kynjum og svo náttúrulega kvennabósar og skutlur á karlaveiðum, þótt sumar konur afneiti því. í Guðmundi vorum við auðvitað að taka okkar eigið líf í gegn, hippahreyfing- una, vinstrihreyfinguna og kvennahreyf- inguna, þetta var sjálfsgrín. Fólk verður að geta hlegið að sjálfu sér, það er svo miklu léttara að lifa þannig. — Ég get verið mjög alvarleg og haft göfugar tilfinningar á einhverju skeiði, en síðan get ég hlegið að því nokkrum mán- uðum seinna, þegar ég sé hlutina í allt öðru ljósi. Mér fannst það dálítið skrítið að við Edda skyldum eiginlega ekki mega gera grín að kvennahreyfingunni, sem við vorum báðar starfandi í. Margar konur móðguðust og eru enn móðgaðar og það sama gilti um áramótaskaup 1984, sem við gerðum saman. — Ég er óskapleg kvenréttindakona, en samt hef ég fengið orð á mig hjá sumum fyrir að vera svikari við málstað kvenna, líklega af því það er ekki hægt að festa mig neins staðar niður. Þegar maður má aldrei vera hrifinn af neinu sem karlmenn gera þá finnst mér feminisminn orðinn fana- tískur. Stundum er ég sjálf karlahatari, finnst þeir allir með tölu ómögulegir. Þetta er ennþá karlrembuþjóðfélag og við konur eigum langt í land. Ég er rosalegur femínisti þegar mér finnst þess þurfa, það heitir víst hentistefna. Ég held þó að að- skilnaðarárátta kynjanna geti gengið út í öfgar og eyðilagt fyrir okkur. I fyrravetur skrifaði ég leikrit fyrir MFA og Jafnréttis- ráð, sem leikið var á vinnustöðum. Það var hugsað til að fá karlmenn til að ræða þessa hluti meira, þ.e. samskipti kynjanna og jafnrétti. Jafnframt átti að vera gaman að leikritinu, fólk átti að geta hlegið líka, séð hlutina í þessu skemmtilega ljósi, sem ger- ir líf okkar og strit bærilegra. — Ég var líka alltaf mjög óþekkt barn í vinstrihreyfingunni. Stundum fannst mér þetta allt mjög hallærislegt og gat aldrei verið heilagur félagi í hreyfingu vinstri- sinnaðra námsmanna í Uppsölum og Stokkhólmi. Maður var á þessum árum að prenta hroðalega róttæk blöð og troða þeim upp á námsmannagreyin í nýlend- unni. Þeir sem vildu ekki kaupa, voru álitnir hinir verstu smáborgarar. Á þess- um tíma skiptist nýlendan í Uppsölum í Trotskyista og Maóista. Það var æðislega fínt að vera Trotskyisti, intellektuellt og flott, en Maóistar voru álitnir hreinir ein- feldningar með lága greindarvísitölu. Ég var ein af þeim. Ég missti fljótt áhugann á karpinu, fannst þetta þröngur og einfald- ur heimur og var mörgum forystumannin- um til ama. Svona hefur þetta verið með mig í pólitík. Ég get ekki unnið að hlut- um, nema finna hjá sjálfri mér þörf til að starfa að þeim. — Ég er núna að vinna að dagskrá fyrir sextíu ára afmæli Utvarpsins. Það stendur til að leika sögu útvarpsins fyrir þjóðina á afmælisdaginn. Það á ekki að vera saga afnotagjaldanna — heldur sagan á bakvið þau. í fyrra fékk ég styrk frá Kvikmynda- ÞJÓÐLÍF 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.