Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 62

Þjóðlíf - 01.09.1990, Qupperneq 62
SKOLAMAL OPNISKÓLINN ER FRAMTÍÐIN — Eg tel að skilyrði þess að skólinn geti útskrifað siðferðilega ábyrga og sjálfstœða einstaklinga sé það að nemendur þurfi frá upphafi skólagöngu sinnar að lœra að bera ábyrgð á eigin námi í samráði við kennara, segir Kristín G. Andrésdóttir skólastjóri Vesturbœjarskólans „Fjölbreytni í námsframboði er lykilatr- iði varðandi einstaklingsbundna þjón- ustu við nemendur. Hún gerir skólum kleift að veita nemendum aukið frelsi til þess að hafa áhrif á eigið nám. Um leið eru þær kröfur gerðar til nemenda að þeir axli þá ábyrgð sem slíku frelsi fylgir. Frelsi í þessu samhengi getur því reynst vel sem tæki til ábyrgðar og ögunar, en hvorutveggja er einmitt talið til áherslu- atriða í uppeldisstörfum jafnt heimila sem skóla“, sagði Kristín G. Andrés- dóttir skólastjóri Vesturbæjarskólans í Reykjavík þegar Þjóðlíf innti hana eftir hvaða hlutverki hugtök á borð við frelsi og ábyrgð þjónuðu í uppeldis- og skóla- starfi. Er um að ræða tilraunastarf í Vesturbæj- arskólanum eins og í Fossvogsskóla — eða þróunarstarf? — I Vesturbæjarskóla hefur aldrei far- ið fram formlegt tilraunarstarf, hvorki undir formerkjum opins skóla né hefð- bundins. I Fossvogsskóla voru hins vegar teknir upp starfshættir í anda opins skóla í kringum 1970. Þar hófst síðan formlegt tilraunarstarf með sérstökum tilrauna- kvóta frá ríkinu og stóð yfir í 10 ár. — Hvað varðar Vesturbæjarskóla þá hófst þar þróunarstarf haustið 1980 þegar ég tók við stjórn skólans. Þáverandi fræðslustjóri, Kristján J. Gunnarsson, og Ragnar Georgsson, skólafulltrúi, voru miklir hvatamenn þessara áherslubreyt- inga. Þetta þróunarstarf einkenndist fyrst og fremst af kennsluháttum sem oft eru nefndir ferilsnám til aðgreiningar frá svo- nefndu staðreyndanámi. Mikil áhersla er þá lögð á aðferð, þ.e. hvernig numið er, en ekki bara hvað numið er. Lykilatriði er þá að aðstoða nemendur þannig að þeir læri að læra, m.ö.o. að þeir verði færir um að afla sér þekkingar á eigin spýtur og bregð- KRISTJÁN ARI ARASON ast við nýjum aðstæðum. Þjálfun í sjálf- stæðum vinnubrögðum er því talin mikil- væg. Þessar áherslur hafa fengið aukið vægi í skólastarfi. Þannig segir t.d. í Aðal- námsskrá grunnskóla að grunnskólinn skuli stuðla að menntun hvers og eins, veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnu- brögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Jafnframt segir í lögunum að leggja skuli grundvöll að sjálf- stæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. — Skólinn endurspeglar ætíð að ein- hverju leyti það samfélag sem hann verður til í. Örar þjóðfélagsbreytingar eins og orðið hafa á Islandi á þessari öld gera því oftar en ekki þær kröfur að breytt sé áherslum í skólastarfi. Þróunarstarf í Vesturbæjarskóla, sem og í öðrum grunn- skólum, mun því halda áfram svo lengi sem skólinn er starfræktur. Liggja fyrir einhverjar rannsóknarnið- urstöður um kosti opins skóla fram yfir hinn hefðbundna? — Hvað varðar rannsóknir á saman- burði á „opnum skóla“ og„ hefðbundnum skóla“ hafa fræðimenn komist að þeirri niðurstöðu að hver skóli er einstakur í sjálfu sér og ekki er unnt að bera tvo skóla, hvað þá tvær skólagerðir, saman, þannig að unnt sé að komast að vitrænni niður- stöðu, — til þess eru áhrifabreyturnar allt of margþættar. Samkvæmt hugmyndinni um opinn skóla er m.a. gert ráð fyrir nánari tengsl- um milli kennara og barna. Ein forsenda þessa er að hver kennari sinni einungis litlum hóp barna í einu. Er það reyndin í Vesturbæjarskólanum? — Þessi fullyrðing sem hér er sett fram á við um alla skóla. Þetta atriði hefur Kennarasamband Islands barist fyrir ár- um saman og baráttan fyrir fækkun nem- enda í bekkjum stendur enn. Það má geta þess að hámarksfjöldi nemenda í fyrsta bekk er 22, en í eldri bekkjunum 30 nem- endur. Meðaltalsfjöldi nemenda í þessum bekkjum í Vesturbæjarskólanum er 25. En það er margt annað en stærð hópsins sem hefur áhrif á það hvernig til tekst um samband milli kennara og nemenda. T.d. hefur samsetning hópsins samkvæmt okk- ar reynslu meira að segja en fjöldi nem- enda. Hversu mikla þjálfun hafa kennarar skólans í að kenna eftir þessu opna kerfi? Hafa orðið mikil umskipti á kennurum undanfarin skólaár? — Frá því 1908 hefur Kennaraháskóli Islands séð um og borið ábyrgð á grunn- menntun kennara. Á hans vegum fer fram kynning og fræðsla á stefnum og straum- um í skólastarfi, m.a. hugmyndum um opinn skóla eða sveigjanlega kennslu- hætti. Auk þess fá kennaranemar starfs- þjálfun úti í grunnskólunum þó vægið sé meira á fræðilegu hliðinni. Nýir kennarar við Vesturbæjarskóla sitja við sama borð og aðrir kennarar hvað þetta varðar. Hins vegar kenndu nokkrir af kennurum skól- ans við Fossvogsskóla áður en þróunar- starfið hófst við Vesturbæjarskóla. Þessir kennarar höfðu því mikla reynslu af opna skólanum þegar starf þeirra hófst við skól- ann. Þar að auki áttu þessir kennarar kost á að kynna sér starfsemi opinna skóla er- lendis. Auk þess eru starfandi við skólann kennarar sem hafa fengið starfsþjálfun í öðrum skólum, sem kenna sig við opinn skóla eða sveigjanlega kennsluhætti. Við væntum þess að sú reynsla og önnur reynsla sem fengist hefur af starfi og end- urmenntun kennaranna á undanförnum árum komi öllum kennurum skólans til góða. Að lokum má geta þess að allir kenn- 62 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.