Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 66

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 66
VIÐSKIPTI BANKAHNEYKSLI ALDARINNAR Mesta bankarán sögunnar í BancLaríkjunum. Verður það Bush og repúblikönum að falli? Gífurlega útbreitt bankagjaldþrot í Bandaríkjunum kostar þarlenda skattgreiðendur að minnsta kosti eitt hundrað milljónir dollara —nœstu tólf mánuði. Þarmeð er reikningurinn síður en svo uppgerður, talið er að gjaldþrotið geti numið einni billjón. Það er að segja milljón milljónum dollara þegar upp er staðið JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON BANDARÍKJUNUM Fjölmiðlar nefna það bankahneykslið mikla, hagspekingar segja að þetta sé versta áfall í sögu bandarískra efnahags- mála og skattgreiðendur eru öskureiðir yfir þessari botnlausu hít sem gleypir sí- fellt meiri peninga. Mesta bankarán sög- unnar, sagði bandaríska CNN sjónvarp- ið. yrir ári var talað um nokkra tugi milljarða dollara en dagblaðið New York Times segir að reikningurinn sem ríkið fái hljóði upp á fimm hundruð til eitt þúsund milljarða. Það er að segja hálfa til eina milljón milljóna dollara. Sú upphæð jafngildir allri núverandi landsframleiðslu Islands í eina til tvær aldir. Ekki höfðu Bush forseti og Dukakis mótframbjóðandi hans miklar áhyggjur af bankamálum í hittifyrra, enda þótt þá væri þegar farið að sjóða uppúr. Þeir töl- uðu lítið sem ekkert um bankagjaldþrot- in. Samt sem áður virtust hjálparkokkar Bush þáverandi varaforseta óttast póli- tískar afleiðingar þess, að fjölskylda hans flæktist í eitt af þessum gjaldþrotum. Dagblaðið Washington Post segir að nokkrum vikum fyrir forsetakosningar hafi átt að taka Silverado bankann í Col- orado til gjaldþrotaskipta, en Neil sonur Bush sat þá í stjórn Silverado. A síðustu stundu hafi borist boð frá einhverjum í Hvíta húsinu um það að fresta skyldi upp- gjörinu. Silverado var tekinn til gjald- þrotaskipta daginn eftir að Bush var kjör- inn forseti. Talið er að vegna ríkisábyrgð- ar á innistæðum, þurfi ríkissjóður Bandaríkjanna að punga út einum millj- arði dollara vegna Silverado gjaldþrotsins. Akæruvaldið hefur ekki borið Neil Bush sökum vegna gjaldþrotsins, en vænta má þess að ríkisábyrgð bankalána höfði mál á hendur bankastjórn Silverado fyrir vanrækslu í starfi. Fréttaskýrendur telja að þáttur forsetasonarins í banka- hneykslinu beini reiði almennings gegn repúblikönum og skaði þá í kosningum. Bandaríkjaþing hafði lengi vel engar áhyggjur, enda taka þingmenn öðru hverju dýrar Kröfluákvarðanir, og sæta sjaldnast ábyrgð. En svo kom í ljós að fimm þingmenn (þar af fjórir demókratar) voru flæktir í eitt stærsta gjaldþrotið. Þeir þágu fé í kosningasjóði gegn því að koma í veg fyrir endurskoðun á starfsemi Charles nokkurs Keating húsnæðisbankastjóra í Texas. Aðrir þingmenn lögðu sig í líma við að endurbæta ímynd sína. Frank Ann- unzio demókrati frá Illionis barðist árin 1985—87 hatrammlega fyrir því að losa þessa banka undan hverskyns reglum og eftirliti. Núna ber hann barmmerki með kjörorðinu: Fangelsum bankaræningjana. n hvernig gat það gerst að banda- rískir bankar töpuðu allt að einni milljón milljóna dollara? Þeir bankar sem um ræðir, heita á ensku Savings and Loan og voru í raun undirstaða þeirrar viðleitni að láta ameríska drauminn um eigið hús- næði rætast. Menn lögðu inn sparifé á hag- stæðum kjörum og fengu húsnæðislán -einnig á hagstæðum kjörum. Þetta kerfi fjármagnaði helming allra húsbygginga í Bandaríkjunum. Einn helsti kosturinn fyrir sparifjáreigendur var sá að innistæð- an var tryggð með ríkisábyrgð, en hún er líka ástæða þess að ríkið leysir nú til sín hvern bankann á fætur öðrum. A áttunda áratugnum fór að halla undan fæti hjá húsnæðisbönkum. Verðbólga á stjórnarárum Jimmy Carters og miklar vaxtahækkanir ollu því að bankarnir þurftu að borga sífellt hærri vexti af inn- lánum. Tekjur af húsnæðislánum stóðu hinsvegar í stað. Afleiðingin var sú, að eigið fé húsnæðisbanka var að mestu upp- urið árið 1982. Það ár afnam Ronald Reagan allar lög- bundnar reglugerðir um húsnæðisbanka í því skyni að gefa þeim tækifæri til þess að standa á eigin fótum á fjármagnsmarkaði. Stjórnendur þessara banka voru þó alls- endis óundirbúnir að standa í slíkum við- skiptum. Jafnframt var bankaeftirliti leyft að koðna niður. Ólíkt öðrum sviðum kapitalismans var viðskiptaáhætta bankanna sára lítil, inni- stæður voru í ríkisábyrgð og sparifjáreig- endur áhyggjulausir. Húsnæðisbanka- kerfið breyttist fljótlega í eitt allsherjar spilavíti. Það var fjárfest í ótrúlegustu hlutum og bruðlað takmarkalaust. Eftir standa meðal annars hundruð ferkíló- metra af íbúðar- og skrifstofuhúsnæði sem Óttaslegið fólk safnast saman fyrír framan „Saving & Loan stofnun í Baltimore í Bandaríkjunum. 66 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.