Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 70

Þjóðlíf - 01.09.1990, Side 70
NÁTTÚRA/VÍSINDI GRASALÆKNAR FRUMSKÓGANNA Rannsóknir á simpönsum leiða í Ijós ótrúlega hœfni þeirra til að velja jurtir í lœkningaskyni. Gœtu reynst drjúgt framlag til að lækna mannanna mein HÁLFDAN ÓMAR HÁLFDANARSON OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR Simpansar virðast nýta sér náttúruleg lyf þegar einhver óáran hrellir þá. Líklegt má telja að ýmis „húsráð“ simpansanna geti komið að gagni til að lækna ýmis mein mannanna. Eftirfarandi grein er eftir Cathy Sears og birtist í New Scient- ist í byrjun ágúst þessa árs. enn sem hafa fylgst með simpöns- um hafa tekið eftir undarlegri hegð- un þeirra og þykir háttalagið benda til enn nánari skyldleika milli manna og simp- ansa en áður hefur verið talið. Uppgötvast hefur að aparnir búa yfir kunnáttu til að ráða bót á ýmiss konar meinsemdum og að þeir nota í lækningaskyni m.a. ýmsar plöntur sem innfæddir menn nota við sömu kvillum. í allmörgum rannsóknarskýrslum frá síðastliðnum áratugum hafa komið fram ýmsar vísbendingar um að simpansar leiti uppi og neyti vissra laufblaða og fræja vegna lífeðlisfræðilegra áhrifa sem þau valda og lyfjaverkunar sem þau hafa. Allt frá byrjun áttunda áratugarins hafa Richard Wrangham, mannfræðingur við Harvardháskóla, og Jane Goodall, sem er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar á simp- önsum, skráð nákvæmlega allt atferli ap- anna meðan þeir afla sér fæðu. Þau hafa stundað rannsóknir sínar í Gombárþjóð- garðinum (Gombe Stream National Park) í Tansaníu og þau skráðu nákvæmlega hvað simpansarnir lögðu sér til munns á hverjum degi og hvenær dagsins. Á mat- seðli apanna í Gombárgarði voru 146 teg- undir plantna en í Mahaleþjóðgarðinum, sem er nokkru sunnar, sýndi önnur rann- sókn japanska dýrafræðingsins Toshis- ada Nishida að 198 tegundir voru tíndar til átu. Rannsóknirnar beindust einkum að einni ættkvísl plantna, Aspilia, sem nefna mætti piljur. Simpansar leggja þær afar sjaldan sér til munns. Á gresjum Afríku eru allmargar piljutegundir, allar fremur Líffræðingarnir voru ráðþrota: hvað í ósköpunum fengu apaskrattarnir út úr því að éta þessa pilju? hávaxnar en án augljósra sérkenna. Piljur eru af körfublómaætt. Richard Wrang- ham veitti þessum plöntum athygli í Gom- bárgarði þar eð hann hafði aldrei séð apana hegða sér jafnundarlega og þeir gerðu í námunda við þær. pafræðingar hafa fylgst með um 50 simpönsum í Gombárgarði, allt frá tveggja ára pottormum að byrja að ganga og upp í hálfsköllótta gamlingja. Aparnir gerðu sér sérstakar ferðir alllangan spöl frá náttstað sínum og hefðbundnum fæðu- svæðum til að narta í ung piljulaufblöð. Richard fylgdist með öpum í Gombár- garði gæða sér á piljublöðum við dögun. Þá lásu þeir blöð af tveimur piljutegund- um, burstapilju (A. pluriseta) og rytju- pilju (A. rudis). í Mahaleþjóðgarðinum neyttu simpansarnir annarrar tegundar, móspilju (A. mossambicensis), og hvenær dagsins sem var. Þeir sneiddu hins vegar algjörlega hjá tveimur öðrum piljutegund- um sem þar uxu. Að öllu jöfnu troða simp- ansar upp í sig laufi, sem er helsti prótíngj- afi þeirra, jafnhratt og þeir geta slitið það af greinunum og tyggja sem mest þeir mega. Þeir sýndu allt aðrar matarvenjur er þeir snæddu piljulauf. Á báðum svæðum tíndu þeir piljulauf mjög rólega og yfirvegað. Þeir nörtuðu í það með vörunum, hikuðu stundum eilít- ið, og létu það síðan ósnert án þess að slíta það af sprotanum. Þegar þeir fundu lauf sem fullnægði kröfum þeirra vöfðu þeir laufblaðið, sem er hrjúft og minnir einna helst á sandpappír, upp og gleyptu það síðan ótuggið og í heilu lagi. Því næst völdu þeir næsta laufblað af sömu kost- gæfni. Þetta er allsendis ólíkt því sem ann- ars eru viðteknar matarvenjur simpans- Niðurstöðurnar voru vægast sagtafar merkilegar. í laufblöðunum reyndist vera öflugt sýklalyf í miklum mæli. anna. Þeir átu 44 laufblöð á mínútu til jafnaðar af fremur geðslegri plöntu, sætu- bleðli (Mellera lobulata), en hins vegar einungis fimm piljulaufblöð á sama tíma. Þegar hér var komið við sögu lá fyrir að reyna að komast að því hvað það væri í eðli piljutegundanna sem lægi að baki neyslu 70 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.