Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 73

Þjóðlíf - 01.09.1990, Blaðsíða 73
Simpansar í Gombárgarði geta valið lauf til átu af fjölmörgum plöntutegundum. Sum þeirra éta þeir eftir að hafa tuggið þau hratt. Stundum bera aparnir sig öðruvísi að og leita uppi sérstakarplöntur. Plantan á myndinni til hægri er piljutegund og hennar er neytt með sérstökum hætti. Aparnir vefja blöðin upp í munni sér og gleypa þau heil. Blöðin fara ómelt gegnum meltingarveginn en líklegt þykir að einhver virk efni með lyfjaáhrif losni úr þeim á þeirri leið. efnagreina laufblöðin og freistar þess að finna virk efni þeirra. Margt annað hefur vakið athygli líf- fræðinganna og komið þeim til að klóra sér í hausnum. Þeir velta því m.a. fyrir sér hvernig þessar grasalækningar simpans- anna hafi þróast og einnig hvernig á því stendur að simpansakerlur í Gombárgarði neyta piljulaufs þrisvar sinnum oftar en karlarnir. Þá má ennfremur velta því fyrir sér hvort þessi virku efni verki ein og út af fyrir sig eða hvort þau tengist öðrum efn- um í plöntunum. Það er dagljóst að hér er mikill og nær óplægður akur. Wrangham og Goodall hafa skýrt frá því að auk fram- angreindra plantna vilji þau rannsaka 27 aðrar plöntutegundir sem eru ekki á dag- legum fæðulista simpansanna en þeir hafi neytt. essar rannsóknir hafa þegar vakið mikla athygli og til dæmis má geta þess að Bandaríkjamenn hafa einkum beint sjónum sínum að efnum sem hemja sveppi en Japanir leita fremur efna sem örva ónæmiskerfið. Ef piljulauf reynist innihalda gott ormalyf er ekki óhugsandi að þar leynist efni sem gæti komið í stað rándýrra, tilbúinna efna og að það hentaði betur til að lækna fólk og búfénað í þriðja heiminum. Það er ljóst að hér hefur opnast nýtt svið í lyflæknisfræði sem á vafalaust eftir að reynast gjöfult og nytsamt. Það sannast hér enn og aftur að maðurinn getur sótt þekkingu til sér „óæðri“ lífvera og þá verður enn frekar en áður ljós þörfin á að vernda aðrar lífverur frá aldauða, því að maðurinn, hinn viti borni maður, er smám saman að uppgötva það að hann er ekki einn um það að búa yfir þekkingu. Hún er til meðal annarra tegunda og til þeirra getum við vafalaust sótt svör sem við höfum leitað öldum saman. Hver veit nema að námsferðir lyfjafræð- inga á næstu áratugum verði fremur til Afríku á vit simpansa en til sprenglærðra lyfjaframleiðenda í Sviss! 0 ÞJÓÐLÍF 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.