Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 5
SEXTIU AR FRA
SÖGULEGU
STRANDI
Strand Cap Fagnet á Hrauns-
fjörum 1931. Slysavarnafélagið
Þorbjörn frá Grindavík bjargaði
38 mönnum skömmu eftir stofn-
un félagsins. Fyrsta björgunin
með fluglínu. Eitt markverðasta
spor í sjóbjörgunarsögunni.
Grundfirðingurinn Ingi Hans
Jónsson, stjórnarmaður í
Slysavarnarfélagi íslands skrif-
ar... bls. 12
bandi. Sigmar Þormar skrifar........... 46
Stjörnugjöf. Kristófer Dignus
sæmir myndir stjörnum.................. 48
Enskar bókmenntir
Háskólamenn í spéspegli.
Steinunn Einarsdóttir cand. mag.
skrifar um bækur David Lodge .......... 49
Þjóðlegur fróðleikur
Hver var Diðrik Pining? ............... 50
NÁTTÚRA/VÍSINDI
Jarðarför Saljúts. Sovéska geim-
stöðin Saljút - 7 féll til jarðar árla
morguns föstudaginn 7. febrúar
síðastliðinn ..................... 54
Gerviblóð framleitt með bruggun... 55
Gallar sáðfrumanna koma niður
á börnunum!....................... 54
Af feitum hundum lærir fólk
að grennast ...................... 56
Börnin sofa best í eigin rúmi..... 56
ýmislegt ^^m^^mmm^^m
Smáfréttir, erlent fólk ..... 22
Smáfréttir, erlend viðskipti. 52
Vitaskuldir ................. 56
Krossgátan .................. 62
Miðsækin bylgja
Margvísleg teikn eru á lofti um að sú pólitfska bylgja sem hæst beri um þessar mundir
sé miöjubylgja. Miðjubylgja í þeim skilningi að kjósendur eru ekki að sækjast eftir
sérstakri vinstri sveiflu eöa sérstakri hægri sveiflu.
Þegar hin meinta hægri bylgja sem menn þóttust skynja átti samkvæmt iögmálinu
að ná hámarki á íslandi með kjðri Ðavíðs borgarstjóra sem formanns Sjálfstæðis-
flokksins var engu líkara en púðrið væri allt upp urið. Stórsveifla i háskólanum aðeins
nokkrum dögum eftir landsfund frá Vöku yfirtil Röskvu var einkar athygliverð. Röskva
nær yfir vinstrið og yfir á hógværu miðjuna. Hægri bylgjan var búin.
En ef þetta er rétt, er áhugavert að líta út fyrir landsteinana og sjá hvaöa pólitískar
bylgjur rísa þar hæst. Breski fhaldsflokkurinn hafnaði fyrir skömmu hægri öfgum
Margrétar Thatcher og stjórn Majors reynir að þoka sér yfir á hógværari pólitík —yfir á
miðjuna. Þess er skemmst aö minnast að miðfiokkar unnu mikla kosningasigra í
Finnlandi og Grænlandi á dögunum. Miðjan er að stækka út i heimi —en hér á landi?
Hvar sem Davíð Oddsson kann að vera staðsettur í pólitísku litrófi, þá er tilfinning
flestra aö með valdatöku hans hafi hægri öfgahópar komist í sterkari valdastöðu í
Sjálfstæðisflokknum en áður. Daviö hefur gott pólitískt nef og reynir þvi núna að
endurheimta löngu týnda imynd Sjálfstæóisflokksins; flokks sem spanni allt litrófiö
með trúverðugum hætti. En mynd hægri mannanna; einokunarauðmanna og frjáls-
hyggjudrengja, er sterk. Það er erfitt að bjóða fram ímynd leiftursóknar og frjálshyggju,
en segjast hafna leiftursókn og frjálshyggju. Það er varla nógu trúverðugt. Þess vegna
reynir Sjálfstæðisflokkurinn að róa lífróður að miðju í þessari kosningabaráttu.
Þar eru aðrir flokkar á fleti fyrir og vandséð að pláss sé þar fyrir Sjálfstæðisfiokkinn.
Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa komið sér fyrir á miðjunni og beggja
vegna við hana og varna líklega Sjálfstæðisflokknum erindis þar. Það er greinilegt að
öll pólitísku vötnin falla í átt að miðju.
En hvers vegna?
Leiöa má líkur að því, aö hægri bylgjan sem þau Ronald Reagan og Thatcher voru
táknræn fyrir erlendis hafi hnigið með þeim sjálfum sem og dapurlegri reynslu af
bókstafsstrú við hagstjórn. Niöurlag frjálshyggjunnar er á kaldhæðinn hátt samofið
niðurlagi kommúnismans; öfgastefnur hafa reynst illa, þeim hefur verið hafnaö. Þessi
straumur skilar sér einnig til Islands. Hversu sanngjarnt eða ósanngjarnt það kann að
vera, þá óttast margir harðneskju og öfga í Sjálfstæðisflokknum. Viö þetta þarf nýr
formaður að etja í miðri kosningabaráttu.
Hér á landi eiga grunnhugtök í stjórnmálaumræðu eins og frelsi einstaklinga,
frjálslyndi, valddreifing, samvinna og jöfnuður mikinn hljómgrunn. En hugtökin verða
að eiga hljóm í þeim sem halda þeim á lofti til að uppskera árangur. Þeir flokkar sem
hampa þessum hugtökum á trúverðugan hátt eru líklegir til að afla fylgis. Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn standa í þessu sambandi best að vigi um þessar
mundir — það er erfiöarafyrir Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðubandatagiö að þrætafyrir
einokun á markaði og miðstýringaráráttu.
Stjórnarandstaðan á þingi geldur fyrir neikvæða afstöðu á kjörtímabilinu. Á sinn hátt
hefur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar verið farsæl og náð hylli meirihluta kjós-
enda. Henni tókst „hið ómögulega“; að koma efnahags- og atvinnulifi landsmanna I
gang aftur eftir að það var að þrotum komið og henni tókst að ná verðbólgu niður.
Auösætt er hins vegar að það er sama hvaöa ríkisstjóm sest að völdum; höfuðverkefni
hennar hlýtur að vera að ýta undir aukinn kaupmátt launa í landinu.
Óskar Guðmundsson.
Útgefandi: Þjóðlíf h.f. Vallarstræti 4, box 1752,121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn: Kristinn Karlsson,
Svanur Kristjánsson, Ásgeir Sigurgestsson, Hrannar Björn, Jóhann Antonsson, Margrét S. Björnsdóttir,
Hallgrímur Guðmundsson, Guðmundur Ólafsson, Halldór Grönvold og Helgi Hjörvar. Framkvæmda-
stjóri: Garðar Vilhjálmsson. Ritstjóri ÞjóðUfs: Óskar Guðmundsson. Setn o.fl.: María Sigurðardóttir.
Prófork.: Sigurlaug Gunnarsdóttir. Fréttaritarar: Einar Heimisson (Freiburg) Guðni Th. Jóhannesson,
Guðmundur Jónsson (London), Bjarni Þorsteinsson (Danmörku), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finn-
landi), Guðbjörg Linda Rafnsdóttir (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Þorfmnur Ómarsson
(París). Forsíða,hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Skrifstofa m.m.: Pétur Björnsson. Bókhald: Jón
Jóhannesson. Auglýsingastjóri: Þórir Gunnarsson. Prentvinnsla: Prentstofa G. Benediktssonar Kópa-
vogi. Áskriftasími: 621880. Framkvæmdastjóri 623280. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. Ritstjóri:
28230.
ÞJÓÐLÍF 5