Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 45

Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 45
Julee Cruise: Floating into the Night Fljótandi og fín Hann getur verið dyntóttur poppbransinn. Plata Julee Cruise er dæmi um plötu sem var hafnað á sínum tíma af kaupendum, en fékk góða dóma hjá gagnrýnendum (undirritaður var ekki byrjað- ur að fjalla um hljómplötur fyrir Þjóðlíf á þeim tíma, innsk. G.H.Á.) Þetta var árið 1989. En með hjálp annars miðils, sjónvarpsins, er Julee Cruise nú orðin þekkt. Kvikmyndaleikstjórinn David Lynch, „Tvídranga- maðurinn“ bað stúlkuna að syngja fyrir sig í „ Twin Peaks“ þáttunum, m.a. lagið „Fall- ing“ og BÚMM!!, Júlía sló í gegn. Hún söng reyndar líka í „Blue Velvet“ á sínum tíma. Italinn Angelo Badala- menti semur tónlistina á disknum. Hún er frábærlega ljúf, leyndardómsfull, eins og mjúkur leir sem er mótaður í falleg og heillandi form, sem enginn stenst. Silkimjúk rödd Julee Cruise bætist þarna ofan á og syngur texta Lynch sem allir fjalla um ástina. Hér kem- ur brot úr einum þeirra snarað yfir á íslensku: „Stundum blæs vindurinn og þú og ég fljótum í ást og kyssumst að eilífu í myrkri og leyndardóm- ar ástarinnar koma í ljós og dansa í ljósi í þér í mér og sýna að við erum ást“ („Mysteries ofLove“). Þetta er fljótandi og fín plata, sem auðvelt er að verða ástfanginn af. Queen: Innuendo (K)vín-andi Það er með „Queen“ eins og Drottninguna sjálfa, þeir vita ekki aura sinna tal þessir moldríku andsk... Queen hef- ur líka svipaða stöðu í bresk- um poppheimi og drottningin hefur meðal almennings, Qu- een eru ríki í ríkinu, þó vissu- lega eigi hljómsveitin líka svarna andstæðinga, rétt eins og Elísabet ríka. En nóg um samlíkingar. „Innuendo“ mun vera 16. plata hljómsveitarinnar og strax í byrjun sýna Freddie Mercury söngvari (rétt eftir- nafn hans er Bulsara), Brian May (gítar), John Deacon (bassi) og Roger Taylor (trommur) hvers þeir eru megnugir; titillagið, hvínandi kraftmikið, er einskonar aftur- hvarf til „Bohemian Rhap- sodý‘ tímabilsins, en með bárujárnsáherslum í gítarleik- num, ef undan er skilinn milli- kaflinn þar sem Stewe Howe, úr „Tes“ spilar „flamengo“. Lagið nær þó ekki gamla and- anum, það geta þeir aldrei sama hvað þeir reyna. En þetta er ágæt tilraun og virðingar- verð. Eftir þetta tekur léttrokkað poppið við og sum lögin eru nú ekki íburðarmiklar lagasmíðar s.s. „Headlong“ og „Delilah, enda kannski tilhneiging hjá mönnum sem eru búnir að selja um 100 milljón plötur og kunna formúluna utanbókar, að halda sig bara við hana. Einn galli finnst mér á söngnum, Freddie er stundum „mixaður“ of framarlega, það hvín svakalega í honum á köfl- um. Þetta er kannski líka spurning um „sándið á mann- inum“, sem er ef til vill of „hvasst“. Bestu lög: titillagið „Innu- endo“, „Hitman“, „I’m going slightly mad“ og „Bijou“, þar sem Brian May leyfir okkur að heyra hvað hann kann vel á gítarinn sinn, sem hann smíð- aði sjálfur á sínum tíma fyrir átta pund. Sá gítar er nú aldeil- is búinn að borga sig upp og vel það. ÞJÓÐLÍF 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.