Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 21

Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 21
ríkisstjórninni og segir getuleysi hennar hafa kostað gífurlega afturför á öllum svið- um þjóðfélagsins. Auk efnahags- og at- vinnumála gagnrýnir hann harðlega ör- yggi innanlands, sem hefur verið ábóta- vant að undanförnu, og síðast en ekki síst málefni innflytjenda, en þar er pólitísk samstaða nánast engin á milli stjórnmála- flokka og öfgar í báðar áttir. I öllum þessum hamagangi hefur for- sætisráðherrann Michel Rocard samt haldið fylgi sínu hjá almenningi. Staða hans er þó talin heldur veikari innan flokksins og gerast þær raddir æ háværari að skipta þurfi um kallinn í brúnni. Hann var einnig gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi sitt á meðan stríðið stóð yfir, því hann fylgdi Mitterrand forseta án þess að eiga nokkuð frumkvæði að málum. Þá missti hann einnig stuðning vinstri arms flokks- ins eftir að Jean-Pierre Chevenement sagði af sér sem varnarmálaráðherra, and- vígur stefnu forseta og ríkisstjórnar. Margir sósíalistar telja samt mjög tvíeggj- að að skipta um forsætisráðherra og myndi slíkt aðeins veikja flokkinn. Þannig er vitnað til ársins 1984 þegar Laurent Fa- bius, nú forseti þjóðþingsins var gerður að forsætisráðherra þegar aðeins tvö ár voru eftir af kjörtímabilinu, líkt og nú. I kosn- ingunum 1986 töpuðu vinstri flokkarnir illilega og hægri menn náðu völdum undir forsæti Jacques Chiracs. Stjórn hans lifði reyndar aðeins í tvö ár, en sósíalistar munu líklega að fenginni reynslu freistast til að halda óbreyttri stjórn fram að næstu þingkosningum árið 1993. Kosningarnar 1993 munu einnig hafa leiðandi áhrif á forsetakosningarnar tveimur árum síðar því ef árin 1986-88 eru undanskilin hafa forseti og forsætisráð- herra ávallt verið úr sama flokki. Þá sjá sósíalistar fram á annan vanda, en það er að finna arftaka Mitterrands sem þá verð- ur áttræður og hlýtur að setjast í helgan stein. Annar möguleiki er einnig fyrir hendi, mun ólíklegri þó. Mitterrand gæti verið steypt af stóli á þessu ári og hafa and- stæðingar hans þegar hafið baráttuherferð í þá átt. Forsetatíð Mitterrands telur nú 10 ár, en enginn forseti V. lýðveldisins hefur setið lengur. Andstæðingar hans hafa ein- mitt að leiðarljósi slagorðið frá 1969: „10 ans ’a suffit“ eða 10 ár nægja — sem haft var uppi um Charles De Gaulle þegar honum var komið frá völdum eftir 10 ára forsetatíð. 0 Mótmælaganga í vetur gegn nefskatti ríkisstjómarínnar. iðnaðarframleiðsla saman um 3% á síðustu fjórum mánuðum ársins 1990 og 0,4% samdráttur varð á þjóðarframleiðslu, sem er nokkuð alvarlegt því uppsveifla hefur verið öll síðustu ár. Þá er óvíst hvort þau 100 þúsund nýju störf sem sósíalistar skapa á þessu ári nægi til að draga úr at- vinnuleysi, því atvinnuleysingjum hefur fjölgað um 42 þúsund frá því í september. Menn eru einnig uggandi yfir að ýmis stórfyrirtæki eru rekin með miklum halla og má þar nefna flugfélagið Air France, hátæknifyrirtækið Thomson og tölvuris- ann Bull. Efasemdarmenn eru vitaskuld einkum í röðum stjórnarandstæðinga og fara þar fremstir í flokki leiðtogar hægri flokk- anna, Jacques Chirac (RPR) og Jean- Marie Le Pen (FN). Það er reyndar engin nýlunda að sá síðarnefndi sé á skjön við aðrar stjórnarstefnur, en þessi öfgasinni var einn fárra franskra stjórnmálamanna sem mótmælti hernaðaraðgerðum gegn ír- ak. Jacques Chirac var hinsvegar í megin- atriðum sammála sósíalistum um málefni Persaflóa, enda gat hann varla annað sem fyrrum góðvinur Saddams Husseins. En nú hefur hann hafið harða baráttu gegn Mitterand forseti. Þegar næst verður kosið verður gamli maðurinn um áttrætt og líklegt að hann vilji fara að hvíla sig á stjórnmálunum. ÞJÓÐLÍF 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.