Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 55

Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 55
Gerviblóð framleitt með bruggun Líftækni hefur gert kleift að blóðrauða er sá að engin hætta veirur á borð við eyðniveirur notkunar slíks efnis eru afar framleiða gerviblóð. er á að í honum leynist illvígar og ofnæmisviðbrögð vegna ólíkleg. Gersveppir eru til margra hluta nytsamlegir, það eitt er víst. Fram til þessa hafa menn einkum prísað þessar einföldu lífverur fyrir eðaldrykki sem framleiddir eru fyrir tilstilli þeirra, bæði bjór og vín. Líftækni hefur nú gert það kleift að framleiða gerviblóð með bruggun. Rannsóknar- mönnum hjá fyrirtækinu Delta líftækni hefur nú tekist að flytja gen úr erfðamengi manna í gersveppi. Genið sem um ræðir er það sem ákvarðar gerð og framleiðslu blóðrauða (hemóglóbíns), en það efni flytur súrefni með blóði og ljær því rauða litinn. Með þetta gen innanstokks framleiða ger- sveppirnir blóðrauða sem unnt er að nota, í réttum efnablönd- um, til að liðsinna fólki sem hefur slasast illa eða er illa haldið af blóðleysi vegna hjartaáfalls og krabbameins. Blóðrauði er í sjálfu sér eitr- að efni og í líkamanum er það því innan rauðu blóðkornanna og þannig veldur það engum skaða. Því er leitað lausnar á þessum vanda og einna helst er litið til þess að binda það sér- stöku burðarefni þannig að skaðleg áhrif þess hverfi án þess að það glati tilætluðum eiginleikum sínum. Talsmenn Delta líftæknifé- lagsins taka það skýrt fram að gerjaður blóðrauði geti aldrei komið í stað hefðbundinnar blóðgjafar, en hann geti vissu- lega komið að gagni í bráðatil- vikum við mikinn blóðmissi. Blóðrauði sem framleiddur er á þennan hátt er ódýr, öruggur í notkun og hann er mjög líkur náttúrulegum blóðrauða. Þessi blóðrauði kostar einung- is um 50 krónur grammið, sem er aðeins um u'undi hluti þess kostnaðar sem er við það að einangra efnið úr blóði. Einn helsti kostur við bruggaðan ÞJÓÐLÍF 55

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.