Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 13

Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 13
Aðfararnótt 24. mars 1931, strandaði togarínn Cap Fagnet frá Fecamp íFrakldandi, alllangt frá landi undan bænum Hrauni austan við Grindavtk, en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Björgun skipbrotsmannanna 38 gekk að óskum en þetta var í fyrsta skipti, sem fluglínutæki voru notuð á íslandi og flýtti það mjög fyrír útbreiðslu þeirra. þá ákvörðun að hætta veiðum og halda heim á leið. En fyrst þurfti hann að sigla skipinu til Reykjavíkur. Þar átti að taka kol til heimsiglingar. Framan af gekk allt eðlilega. Nóttin umlék skipið og fjörugar öldurnar börðu sterkbyggðan skips- skrokkinn. í brúnni fylgdist skipstjórinn með áttavitanum, eina siglingatækinu. Einn hásetanna stóð við stýrið. Ljósleiftur bar við augu rétt í svip. Slydduélin byrgðu sýn. Var þetta viti eða var þarna skip? Skipstjórinn leit á áttavitann. Allt virtist í lagi. Skyndilega tók skipið niðri. Brimið svarraði allt í kring. Nú varð skipstjóra ljóst að í óefni var komið. Hann setti vél- arnar á fulla ferð aftur á bak. Afl Ægis var meira en gufuvélin réði við. Skipið steytti á borðum og skerjum og barst stöðugt nær landi. Skipið var strandað. Eimpípur voru þeyttar. Sofandi skipverjar þeyttust fá- klæddir úr kojum sínum. eimilisfólkið á Hrauni var fyrir nokkru gengið til náða. Hafaldan barði ströndina og élin léku óblíðar sónöt- ur á glugga. Þessi hljóð halda ekki vöku fyrir nokkrum íslendingi. Eimpípa skips vakti fólkið af værum blundi. Skip var strandað skammt fyrir neðan bæinn. Heimilisfólkið dreif á sig spjarirnar. Einn maður var sendur til Grindavíkur eftir hjálp. Hin nýju fluglínutæki voru gerð klár og vaskir menn sóttir. Örugg handtök unnin af festu og rósemi. Hin unga björg- unarsveit var að su'ga sín fyrstu spor. Bifreiðin sem flutti tækin var komin út að Hrauni. Tækin voru borin á strand- stað. Á malarkambi fyrir ofan stórgrýtis- urðina var hinum nýju tækjum komið fyrir. Klukkan rúmlega 5 um morguninn var skoti hleypt af. Fumlaust og að vel athuguðu máli. Eldflaugin, lífsvon 38 manna stefndi að brú skipsins. Skotið heppnaðist. Allt gekk að óskum við að koma út tildráttarlínunni og halablökk- inni. Síðan var líflínan dregin til skip- brotsmanna og loks stóllinn. Einn af öðrum voru skipverjarnir 38 dregnir í land á næstu tveimur klukku- stundum. Stoltir Grindvíkingar gengu frá eftir sig. Eitt markverðasta spor í sjóbjörg- unarsögunni hafði verið stigið. Nú, 60 árum seinna hefur þessi eina björgunarsveit bjargað yfir 200 manns úr sjávarháska. Á vegum Slysavarnafélagsins hefur um 3000 manns verið bjargað úr hafsnauð. egar Kútter Ingvar fórst örskammt frá Viðey árið 1906 vissu Viðeyingar um eitthvert rakettutæki sem menn not- uðu við svona aðstæður í útlöndum. Það leið nærri aldarfjórðungur þar til íslend- ingar eignuðust slík tæki. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þrátt fyrir að mörg heillaspor hafi verið stigin á þeim tíma er margt ógert. Slysa- varnafólk um allt land ver frítíma sínum til uppbyggingar. Það gleymir sér ekki í ljómanum af unnum verkum, það blæs enn á ný til sóknar. Stöðugrar sóknar gegn slysum bæði á sjó og landi. 0 ÞJÓÐLÍF 13

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.