Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 15

Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 15
Sovétmennirnir Boris Gelfand og Vassilí ívantsjúk eru oft nefndir í sömu andrá, enda margt líkt með þeim, a.m.k. við fyrstu athugun. Báðir eru kornungir, fæddir 1968 og ’69. Stjarna þeirra hefur risið hratt síðustu 2-3 ár og á nýjasta skákstigalistanum eru þeir í 3. og 4. sæti; sá fyrrnefndi er með 2700 stig, fjórði skákmaðurinn í sögunni sem nær þeim áfanga. (Hinir eru K-in tvö og Bobby Fischer). Þessir piltar eru nú öðr- um líklegri til að leysa Karpov af hólmi. ívatnsjúk er Úkraínumaður, en Gelfand Hvítrússi, að auki af gyðingaættum. Þeir tefla nú í fyrsta sinn á áskorendamóti. I fyrstu umferð valtaði ívantsjúk bókstaf- lega yfir landa sinn Júdasjín og þykir sum- um hann líklegri en Gelfand sem átti í hinu mesta basli með Júgóslavann Nikol- ic. Báðir eru þó óharðnaðir nokkuð og ekki taldir eiga neitt erindi í klær Kaspar- ovs ennþá. Síðastan skal telja ákaflega áhugaverðan skákmann, Viswanathan Anand, frá borginni Madras á Indlandi. Arangur An- ands, sem sigraði Sovétmanninn Drejev örugglega í fyrstu umferðinni, er fyrir margra hluta sakir sögulegur. Undanfarna áratugi hafa keppendur í áskorendamót- um verið frá 5 — 6 sterkustu skákþjóðum heims, frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Arangur Friðriks Olafssonar fyrir rúmum 30 árum var hér nokkur undantekning, svo og framganga Bents Larsen nokkru seinna. En Anand er fyrsti fulltrúi hinna fjölmennu þjóða Suðaustur- Asíu til að skipa sér í flokk ofurmeistara, a.m.k. á seinni öldum, en skáklistin er einmitt talin eiga rætur að rekja til Ind- lands. Anand varð heimsmeistari ungl- inga 1987, 18 ára að aldri. Helsta einkenni hans — sem oftar er styrkur en þó stund- um veikleiki — er hve hratt hann teflir, stundum tekst honum að leggja nafntog- aða meistara að velli á minna en hálftíma! Þetta setur marga andstæðinga hans úr jafnvægi. Þessi ungi Indverji er í raun enn að miklu leyti óþekkt stærð og sem slíkur ógnvekjandi andstæðingur. Hann á það líka sammerkt með Sovétmönnunum ungu sem getið er hér að framan að vera í örri framför: hann er sterkari í dag en í gær og andstæðingurinn veit ekki gjörla við hverju hann á að búast. Þótt ellin haldi lengi velli í skákheiminum bíður æskan bak við næsta horn. Því bíða margir úrslita áskorendamótsins með óþreyju; verður það eitt ungu ljónanna eða leikur KK — dúettinn sína gamalkunnu slagara eina ferðina enn? 0 ÞJÓÐLÍF 15 Hvað halda þeir lengi áfram, þessir herramenn? Karpov verið í hópi hinna bestu, en aldrei náð að tefla um krúnuna sjálfa. Timman er ákaflega menntaður skákmaður og vel að sér, en líklega of mikill bóhem til að gera raunverulegt áhlaup. Hann er mis- tækur nokkuð og sú útreið sem hann fékk í úrslitaeinvígi áskorendamótsins í fyrra þýddi að flestra dómi að möguleikar hans á að skora heimsmeistarann á hólm væru þrotnir. Fertugir eru þessir heiðursmenn í hópi elstu áskorenda en geta þó átt langt líf fyrir höndum sem toppskákmenn, það sýnir fordæmi Viktors Kortsnojs. Hann heldur upp á sextugsafmæli sitt í þessum mánuði og er enn með í leiknum. Árangur Kortsnojs er ákaflega merki- legur og maðurinn sjálfur ekki síður. Þótt tap hans fyrir Jóhanni Hjartarsyni í Saint John fyrir þremur árum hafi markað viss þáttaskil og hann sé nú ekki lengur í hópi þeirra sem ógna keisaranum sjálfum, er úthald „gamla mannsins“ ótrúlegt. Ein- beiting og viljastyrkur Kortsnojs er með ólíkindum; hann þykir harður í skapi og langt frá því að vera hvers manns hugljúfi, en sem skákmaður nýtur hann almennrar aðdáunar. Hann er rekinn áfram af mikl- um eldmóði; sumir segja hatri, enda ólst pilturinn upp við mikið harðræði og þrengingar í bernsku. Hann var meira og minna á vergangi öll stríðsárin og upplifði hungur og hörmungar umsátursins um Leningrad. Fjölskylda hans var í upp- lausn og af æfisögunni „Skákin er líf mitt“ má ráða að hinn upprennandi skáksnill- ingur hafi farið á mis við öryggi og hlýju í uppvexti sínum. Líklega hefur veröldin látið blíðara við hina yngri í þessum hópi, en þar er næstur nefndur til sögunnar Rússinn Artúr Jús- úpov, rúmlega þrítugur að aldri og hefur staðið í eldlínunni í a.m.k. áratug. Jús- úpov, sem nú teflir á sínu þriðja áskor- endamóti, er ákaflega sterkur einvíga- skákmaður. Traustur stíll hans hæfir bet- ur einvígjum en mótum, þar sem hann vinnur sjaldan margar skákir. Júsúpov er sá skákmaður (annar en Kasparov) sem næst hefur komist að leggja Karpov að velli í einvígi. Þegar hann sneri heim til Moskvu eftir þá viðureign fyrir rúmu ári kom hann að innbrotsþjófum í íbúð sinni og í átökum sem upp hófust varð hann fyrir skoti og særðist lífshættulega. Hann hefur lítið teflt síðan, en mun nú hafa náð sér að fullu. Enska undrabarnið Nigel Short er nú orðinn 26 ára og teflir á sínu öðru áskorendamóti. Hann hefur um nokkurra árabil verið sterkasti skákmaður Englend- inga og ein helsta „von Vesturlanda" í hinum oft á tíðum vonlitla samjöfnuði við skákveldið mikla í austri. Líklega á Short það sammerkt með mörgum öðrum vest- rænum skákmönnum að skorta þá brenn- andi metorðagirnd sem þarf til að komast alla leið. Honum tókst að leggja landa sinn Speelman að velli í fyrstu umferð mótsins og átti þar harma að hefna því það var einmitt hann sem öllum að óvörum sló Short út síðast. Þeir félagar búa nánast í sömu götunni í London og hafa í gamni kallað viðureignir sínar „meistaramót New Hampstead“.

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.