Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 41

Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 41
Heimili Sai Baba minnir einna helst á ævintýrahöll. Sai Baba er mikið fyrir litadýrð og hús hans er skreytt í blágrænum og gylltum litum. daglega fyrir utan bygginguna og tvisvar á dag kemur Sai Baba út, útdeilir vibuti og velur nokkra úr sem hann býður inn til viðtals. Þrátt fyrir að mjög erfitt sé að ná fundi hans vegna þess hve fylgjendur hans eru margir tókst okkur að hitta hann og ræða við hann nokkrum sinnum. Á þessum tíma hafði ég enga ákvörðun tekið um að rannsaka þessi kraftaverk en þegar við ræddum saman bar ég upp spurningu um hvort hann væri tilbúinn að taka þátt í tilraun þar sem við réðum öllum aðstæð- um, til þess að kanna hvort kraftaverkin væru raunsönn fyrirbæri. Þetta myndi m.a. þýða að við fengjum að leita á honum og í hári hans, sem er mjög mikið, og við myndum biðja hann um hvað hann fram- kallaði hverju sinni. Þannig væri útilokað að hann gæti undirbúið sig. Hann færðist undan og neitaði að lokum alveg og alltaf eftir það þegar ég hitti hann síðar, alls átta sinnum á nokkrum árum. Rök hans voru þau að kraftaverkin væru til þess að hjálpa fólki og hið andlega skipti meiru en hið veraldlega. Kraftaverkin væru einungis til þess að sýna fólki fram á guðlegan mátt. Fylgjendur hans hafa sagt að á seinni árum hafi Sai Baba lagt sífellt meiri áherslu á andlega leiðsögn í trúmálum en áhugi hans á að sýna þessa sérstöku hæfileika sína hafi minnkað að sama skapi. Áhugi okkar beindist ekki að trúarleg- um boðskap Sai Baba heldur að krafta- verkunum og við reyndum að sannfæra hann um gildi vísindalegra rannsókna. Hann svaraði okkur eitthvað á þá leið að daglegt líf og veraldlegt líf ættu að vera eitt, eins og tvöfalt rudraksha. Við skild- um ekki hvað þetta rudraksha væri og ég gekk hart eftir því við hann. Hann reyndi að útskýra það og túlkurinn einnig en ekk- ert gekk. Að síðustu virtist hann missa þolinmæðina, veifaði hendinni, eitthvað birtist í henni og hann sagði: „Þetta er rudraksha!" Það sem hann rétti mér voru tveir samvaxnir steinar innan úr ávexti, hnöttóttir að lögun og fellingar á yfirborð- inu. Mjótt gat er í gegnum þessa steina þannig að hægt er að þræða í gegnum þá band og þeir eru mikið notaðir í talnabönd á Indlandi. Guðinn Shiva er til dæmis alltaf sýndur með slíka festi um hálsinn. Tvöfalt rudraksha er hins vegar mjög sjaldgæft og seinna gerði ég miklar fyrirspurnir um það. Meðal annars heim- sótti ég stærstu grasafræðistofnun Ind- lands í Kalkútta. Þar er mikið safn af ýms- um munum úr jurtaríkinu sem tengjast trúarbrögðum og hjátrú. Þar áttu þeir margar tegundir af þessu rudraksha og höfðu heyrt að til væri tvöfalt rudraksha en aldrei tekist að fá slíkt í safnið. Ég skoðaði steinana gaumgæfilega og rétti þá Karlis Osis sem skoðaði þá einnig og síðan túlkinum sem fékk Sai Baba þá aftur. Hann tók við rudrakshanu, hélt því í lokuðum lófum sér og blés í þá, rétti mér það síðan aftur og sagði: „Þetta er gjöf til þín.“ Þá var þetta samvaxna rudraksha komið með gullskjöld að ofan og neðan sem haldið var saman með mjórri keðju, litlum krossi að ofan og í honum miðjum rauður steinn. Þegar við komum til baka úr heimsókninni létum við kanna þetta og þá kom í ljós að gullið var að minnsta kosti 22 karata og steinninn var ekta rúbín.“ etta var árið 1973. Þegar verkefni dr. Osis og Erlendar var lokið nokkru síðar ákvað Erlendur að snúa sér að fullum krafti að því að kanna kraftaverkamann- inn Sai Baba. Næstu ár fór hann til Ind- lands aftur og aftur. Sai Baba neitaði áfram að taka þátt í tilraunum þannig að Erlendur ákvað að beita næstbestu aðferð- inni, þ.e. að taka viðtöl við hann og við sem flest vitni, bæði þáverandi og fyrrver- andi fylgjendur, og ekki síst þá sem gagn- rýndu Sai Baba og töldu hann svikahrapp. „Á þeim fjöruu'u árum sem vitni segja Sai Baba hafa verið að gera kraftaverk, og það margsinnis á hverjum degi, hafa fylgj- endur hans komið og farið,“ segir Erlend- ur. „Þeir hafa fylgst mjög náið með hon- um og á fyrri árum voru þeir við hlið hans að nóttu sem degi. Þeir sváfu í sama her- ÞJÓÐLÍF 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.