Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 22
ERLENT
KGB leitar vinsælda
Hin illræmda leyniþjónusta
KGB vill nú bæta ímynd sína í
augum sovétborgara með
aðstoð vestrænna auglýs-
ingafyrirtækja. Ætlunin er að
auglýsa leyniþjónustuna í
blöðum og sjónvarpi þannig
að almennum borgurum finn-
ist hinir óttalegu njósnarar
vera í þjónustu þeirra við
nauðsynleg störf. Boðskap-
urinn á að vera sá að án KGB
verði öngþveiti í landinu, —
aðeins KGB sé í stakk búið til
að koma í veg fyrir vaxandi
glæpaöldu í landinu, —
aðeins KGB geti ábyrgst röö
og reglu í Sovétríkjunum.
KGB-menn hafa átt viðræður
við bandaríska auglýsinga-
fyrirtækið BBDO um viðeig-
andi auglýsingaherferð í sov-
éskum fjölmiðlum...
(Spiegel/óg)
Kaþólskur prestur í Mexikó, Sergio Benitez (45 ára) grípur til óvenju-
legra ráða til að aíla fjár í góðgerðastarfsemi. Hinn gjörvulegi faðir
skiptir oft á hempunni og slagsmálabúningi og stígur inn íglímuhring-
inn til að fást við fulltrúa hins illa. Fjöldi áhorfenda skemmtir sér
konunglega og lifir sig inn í baráttuna milli góðs og ills, fagnaðarlætin
eru mikil, en klerkur viðurkennir að slagsmálin séu öll fyrirfram ákveð-
in. Guðsmaðurinn fxr að meðaltali um 25 þúsund krónur fyrir hvern
slag. Fjármunimir fara til reksturs heimilis fyrir 86 munaðarlaus börn.
Sergio Benitez stofnaði sjálfur heimilið, sem er í útborg Mexikóborg-
ar...
Endalok
einsflokksræðis
í Kenía?
„Einsflokkskerfi leiðir óhjá-
kvæmilega til einræðis", segir
hinn 79 ára gamli stjórnmála-
maður Odinga í Kenía. Þar í
landi er borin virðing fyrir öld-
ungum og hefur hann notið
þess. Hann hefur leyft sér að
kalla ríkisstjórnina „bandalag
pólitískra glæpamanna" sem
er mikil vogun í því einræði
sem ríkir í landinu. Odinga
Odinga.
stofnaði í fyrra stjórnmála-
flokk, — Þjóðlega lýðræðis-
flokkinn, sem er bæði stefnt
gegn valdaflokki Mois forseta
og stjórnarskránni um eins-
flokkskerfi sem samþykkt var
1982. Fram að þessu hefur
ritskoðunin í landinu komið í
veg fyrir að landsmenn hafi
almennilega fengið að vita
um hinn nýjaflokk, en hinn 66
ára gamli forseti Moi óttast
hins vegar um eigið skinn.
Hann hefur opinberlega
dregið í efa að öldungurinn
Odinga hafi getað sett saman
pólitískan texta, þar sem
gamli maðurinn sé svo
sjóndapur. Sá hefur hins veg-
ar svarað fyrir sig: „Annað
fólk þarf aö stríða við langtum
alvarlegri sjúkdóma eins og
t.d. krabbamein í hálsi og
hvítblæði". Þar var hann að
vísa til sjúkdóma sem forset-
inn þjáist af....
(Spiegel/óg)
Nicu Ceausescu.
Kommúnismi á
sjúkrabeði
Nicu Ceausescu, 39 ára gam-
all sonur hins illræmda ein-
ræðisherra í Rúmeníu sem
tekinn var af lífi í desember
1989, lætur hugann reika um
pólitík. Hann liggur á sjúkra-
beði, sárþjáður af lifrasjúk-
dómum, sem sagðir eru stafa
af ólifnaði hans meðan fjöl-
skyldan var við völd. „Komm-
únisminn er í eðli sínu góður,
en framkvæmdin var hör-
mung“, sagði þessi playboy
við vestræna fréttamenn. Sök-
in á slælegri framkvæmd lægi í
þeim „grundvallarmisskilningi
að allir menn væru eins“. Hann
treystir hins vegar ekki fátæk-
um landsmönnum sínum fyrir
því að komast að þessari nið-
urstöðu: „Ég er viss um að
kommúnisminn mun halda
áfram í Rúmeníu eins og í Sov-
étríkjunum“...
(Spiegel/óg)
Verður
leikið á
kerfið?
Eftir mikið japl, jaml og fuður
hefur breski menntamálaráð-
herrann, Kenneth Clarke,
ákveðið að öll sjö ára börn
verði prófuð í lestri, en hingað
til hafa engin formleg próf
verið í yngri bekkjum skyldu-
námsins. Ráðuneytið gaf út
lista með um 50 lestrarbókum
sem verða notaðar til að
prófa börnin. Varð það til
þess að foreldrar þustu í
bókabúðir til að kaupa bæk-
urnar í þeim tilgangi að undir-
búa börnin sín sem best. Yfir-
völd eru ekki hress með þetta
enda segja reglurnar að
börnin mega heyra eða lesa
sögurnar í bókunum en ekki
að þekkja þær vel fyrir prófið.
Tim Eggar, aðstoðarráð-
herra, segir, „Ég vona að
hvorki foreldrar né kennarar
haldi að eitthvað gagn sé í því
að leika á kerfið. Ef við fáum
vitneskju um að verið sé að
æfa börnin munum við end-
urskoða kerfið.“
(GJ/London)
22 ÞJÓÐLÍF