Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 14
DÚETTINN K - K Það hefur líklega ekki farið framhjá nein- um, hvort sem honum hefur líkað betur eða verr, að kappar tveir austrænir hafa verið að tefla um heimsmeistaratitilinn í skák með litlum hléum undanfarin sex ár. Það má heita með ólíkindum hve áhugi fésýslumanna og styrktaraðila hef- ur verið mikill á síendurteknum viður- eignum Sovétmannanna tveggja, nú síð- ast var verðlaunaféð heilar 5 milljónir dollara og hefur aldrei verið hærra. ú, þú áttir kollgátuna lesandi góður, hér er átt við einvígi þeirra Anatólí Karpovs og Garrí Kasparovs, fulltrúa tveggja kynslóða, boðbera ólíkra viðhorfa, en umfram allt skákmeistara sem hafa borið ægishjálm yfir aðra skákmenn um margra ára skeið og vísast öflugustu skák- vélar sögunnar, (Bobby Fischer, hvar ert þú?) Hvað halda þeir lengi áfram þessir herramenn? Megum við eiga von á nýju K Spilar hann lengi enn? ÁSKELL ÖRN KÁRASON — K einvígi 1993 og aftur ’96? Vill einhver borga milljónir dollara fyrir að sjá þá tefla tvöhundruðustu skákina — eða þá þrjúhundruðustu? Nú þegar næsta um- ferð heimsmeistarakeppninnar er áliðin nokkuð fara í vöxt vangaveltur um næsta áskoranda Kasparovs — skákunnendur leita logandi ljósi að fyrirboðum breytinga — nýjum áskoranda. Nú munu sumir ætla að glóðin sé eitthvað farin að kulna hjá Anatolí og það að vonum; pilturinn verður fertugur á þessu ári; hann hefur auðgast vel á skákinni og nýtur að vissu leyti meiri virðingar nú en þegar hann var heims- meistari. Hann gæti átt eftir a.m.k. 20 góð ár á friðarstóli sem „grand old man“ skák- heimsins í stað þess að vera alltaf sá sem tapar heimsmeistaraeinvígum. Eftir síð- asta ósigur virðast möguleikar hins smá- vaxna Rússa til að endurheimta titilinn eftirsótta hverfandi litlir. Það er ekki laust við að skákheimurinn heyrist hvísla: „Farðu heim Tolja, þetta þýðir ekkert; við viljum sjá eitthvað nýtt.“ Málið er þó flóknara en þetta. Kunnugir halda því fram að Kar- pov sé síður en svo af baki dottinn; hann er þó alltént ekki eldri en þetta og metnaðurinn enn til staðar. Þá hafi hann fullan hug á að efla auð- sæld sína enn frek- ar. Heimsmeistara- keppnin í skák er mikið bákn í mörgum þrepum. Henni má líkja við fljót sem á upptök sín í óteljandi smásprænum sem renna saman í stærri vatnsföll og sameinast loks í einum ós. Segja má að svæðamótin séu fyrsta þrepið sem formlega er liður í þess- ari keppni. Þá hafa smásprænurnar safn- ast í einar 15 þverár; heiminum er skipt í svæði sem hvert nm sig heldur mót til að útkljá hverjir komast áfram upp á næsta þrep. Norðurlöndin eru eitt stórt svæði, Sovétríkin annað, svo dæmi séu tekin. Svæðin eru missterk, þannig getur Afríka einungis sent einn fulltrúa á millisvæða- mót, en Sovétríkin fimm. Að auki eiga nokkrir stigahæstu skákmenn heims sjálf- krafa keppnisrétt á millisvæðamóti. Síðast tefldu 64 keppendur af svæðun- um á þessu móti sem haldið var í Manila á Filippseyjum sl. sumar. Þar voru þeir Margeir Pétursson og Norðmaðurinn Agdestein fulltrúar Norðurlanda og Jó- hann Hjartarson var þar einnig vegna árangurs síns í síðustu áskorendakeppni — sem er næsta þrep og þangað komast fáir. I Manila voru það 12 efstu mennirnir og í hóp þeirra slógust þeir Timman og Júsúpov, sem urðu í 2. og 3. sæti á eftir Karpov á síðasta móti. 7 einvígum þessara 14 meistara er nú lokið og helmingurinn er fallinn í valinn. Anatólí Karpov slæst nú í hóp hinna sjö og næsti áfangi á þessari löngu leið er fjóðungsúrslit áskorenda- keppninnar, fjögur útsláttareinvígi. Þannig er áfram haldið þar til einn stendur eftir: áskorandi heimsmeistarans. natólí Karpov þarf ekki mikillar kynningar við. Hann er trúlega iðn- asti og ötulasti skákmaður allra tíma. Hæglátur í fasi og spar á stórar yfirlýsing- ar; alger andstæða heimsmeistarans, en undir sléttu yfirborði býr logandi metnað- ur og sigurvilji. Karpov er fæddur 1951, eins og margir aðrir meistarar sem drottn- að hafa yfir skákheiminum undanfarna áratugi. Einn úr þeim hópi er Hollendingurinn Jan Timman. Hann hefur jafnlengi og Stundum neíndur „sláturhúsið hraðar hendurindverski unglingurinn Viswanathan Anand. 14 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.