Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 50
MENNING DIDRIK PINING Hver var Diðrik Pining? Kom hann við á Grænlandi 1473? Er þar komin skýring á sérstœðum klœðaburði Grœnlendinga á 15.öld? PÁLLSKÚLASON 3. tbl. Þjóðlífs á sl. ári er grein eftir Einar Heimisson um skáldsöguna Ferðin mikla. Þessi saga gerist á Islandi á 15. öld og aðalpersónan er Diðrik Pining, ævintýramaður og um skeið hirðstjóri á íslandi. Greinin leiðir hugann að ævin- týralegum ferli Diðriks Pinings. Hann er einn af þeim mönnum sem við vildum vita meira um, en það sem við vitum er nóg til að koma hugmyndafluginu af stað. Ýmis- legt bendir til þess að saga hans sé merki- legri en fram kemur í bókinni. í íslensku alfræðibókinni segir þetta um Diðrik Pining: „Þýskur höfuðsmaður frá Hildisheim; höfuðsmaður 1478-91, hafði leyfi til sjórána frá Danakonungi og á valdatíð sinni hrakti hann Englendinga úr helstu fiskihöfnum. Hann efldi mjög um- boðsstjórn konungs, m.a. í skjóli hervalds og styrkti um leið stöðu þýskra kaup- manna á íslandi. Sagnir herma að Diðrik „Búrgundarhöttur“ frá Grænlandi. (Þjóð- minjasafnið, Kaupmannahöfn). Stutterma kjóll með litlum strengyfir brjóstið. (Þjóðminjasafnið, Kaupmannahöfn). hafi farið til Grænlands og verslað þar. Talið er að hann hafi fallið um síðir fyrir Englendingum. Piningsdómur er kennd- ur við Diðrik Pining.“ Það eitt að Diðrik Pining var æðsti valdsmaður á íslandi um nokkurt skeið nægir til þess að allt sem hann varðar er áhugavert. Piningsdómur, sem við hann er kenndur, fjallaði um rétt erlendra kaupmanna hér á landi og skv. honum var þeim bannað að hafa hér vetursetu. Dóm- urinn var lögleiddur í kjölfar sátta á milli Dana og Englendinga um veiðar og versl- un hér við land. Um langt skeið hafði staðið hér ófriður af Englendingum og var hápunktur hans dráp Björns Þorleifsson- ar á Rifi árið 1467. Var það tilefni hinna fleygu orða Ólafar Loftsdóttur konu hans: Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði og hefna. Má ætla að landsmönn- um hafi staðið stuggur af að hafa útlend- inga í stórum hópum hér að vetrarlagi, enda voru Islendingar illa vopnaðir. Verslunarmál Englendinga og annarra þjóða hér við land um þetta leyti eru reyndar ekki til umfjöllunar í þessari grein, en Piningsdómur var settur með fullu samþykki íslendinga og ekkert tengdur þjáningum eða refsingum þótt nafnið veki þær hugrenningar hjá þeim sem ekki vita um efni hans. Diðrik Pining hlýtur að hafa unnið sér eitthvað til frægðar úr því að hann varð hirðstjóri hér á landi. Menn telja að það hafi borið að höndum svo sem hér segir og verður reynt að greina á milli þess sem heimildir eru fyrir og þess sem leiða má af líkum. Eftir víg Björns Þorleifssonar, sem áður getur, varð þriggja ára ófriður milli Dana og Englendinga. Hansakaupmenn í Hamborg studdu Kristján I. Danakon- ung og má ætla að Diðrik hafi verið í flota Hamborgarmanna og komist þar til mannvirðinga. Hildisheim, fæðingarborg hans, var líka Hansaborg. Vegna fram- göngu sinnar í stríðinu kemst hann vænt- anlega í þjónustu Danakonungs og í skjali sem er dagsett 1. júlí 1473 er hann nefndur aðmíráll í flota konungs ásamt Hans Pot- horst sem síðar á eftir að koma við sögu. Stríðinu við Englendinga er þá lokið og aðmírálarnir væntanlega „atvinnulausir". m þessar mundir var mikill áhugi hjá Miðjarðarhafsþjóðum, einkum Portúgölum, að finna sjóveg til Indlands en verslunarleiðin þangað hafði lokast vegna yfirgangs múslima í Austurlöndum nær. Gömul og ný saga það. Nú er það ekki á hreinu hve mikið menn vissu um hnöttinn á þeim tíma en menn vissu um Grænland og sennilega eitthvað um ferðir 50 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.