Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 39
Þessi mynd var tekin á afmælisdegi Sai Baba árið 1980. Við það tækifæri afhenti bann Eriendi að gjöfbók um sjálfan sig en Eriendur skrifaði tvo
kafla hennar.
ensku heitir „Miracles are my visiting
Cards“. Bók þessi fjallar um indverska
kraftaverkamanninn Sai Baba og er af-
rakstur einnar viðamestu rannsóknar Er-
lendar á erlendri grundu. Bókin, sem hef-
ur hlotið lofsamlega dóma, var fyrst gefin
út af Century Hutchinson í London og
hefur síðan komið út í Bandaríkjunum, í
Þýskalandi, Ítalíu og Japan.
„Þegar við dr. Karl Osis vorum á Ind-
landi árin 1972 til 1973 við vinnu að rann-
sókninni á sýnum fólks á dánarbeði heyrð-
um við margsinnis furðulegar sögur af
þessum manni, Sathya Sai Baba,“ segir
Erlendur þegar hann er inntur eftir fyrstu
kynnum sínum af Sai Baba. „Indverjar
eiga marga svonefnda heilaga menn sem
oft eru nefndir „babar“ en nafn Sai Baba
var það sem oftast var nefnt. Við heyrðum
þessar sögur flestar frá menntamönnum
og læknum, enda heimsóttum við mörg
sjúkrahús vegna rannsóknarinnar.
Okkur var sagt að hann lesi hugsanir
manna og fylgist náið með lífi lærisveina
sinna þótt þeir séu víðsfjarri, hlutir birtist
og hverfi með óskýranlegum hætti í nær-
veru hans og vibuti, helg aska hindúa sem
samsvarar víni og brauði í kristnum sið,
birtist á myndum af honum á fjarlægum
stöðum. Sagt var að sjálfur birtist hann
stundum fólki í fjarska eins og hann gæti
verið á tveimur stöðum í senn, hann lækni
sjúka, hann móti drauma í hugum manna
meðan þeir sofa og geti horfið skyndilega
af einum stað og birst annars staðar í sömu
andrá.
Fleira mætti upp telja sem Sai Baba var
eignað, hvert öðru furðulegra. Margir
Indverjar töldu þessi undur vera merki
um guðdómleika mannsins og flykktust
um hann. En var hann annað og meira en
óprúttinn töframaður? Það var sú spurn-
ing sem fyrst vaknaði í huga okkar.“
Sai Baba er fæddur árið 1926 í afskekktu
þorpi á Suður-Indlandi sem heitir Putta-
parti. Um íjórtán ára aldur tók hann
skyndilega að tala um að hann væri Sai
Baba nokkur frá Shirdi endurfæddur og
hóf að framkvæma kraftaverk, fleiri en
tölu verður á komið. Sai Baba hinn fyrri
frá Shirdi var uppi um síðustu aldamót og
var þekktur trúarleiðtogi og orðaður við
alls kyns undur.
I bók Erlendar segja vitni frá því að
vibuti, hin helga aska, renni úr lófum Sai
Baba, enni og stundum jafnvel iljum hans
þegar hann er í transi. Öskunni útdeilir
hann meðal fylgjenda sinna sem skipta
tugum ef ekki hundruðum þúsunda og því
er haldið fram að hún hafi læknandi áhrif á
hin aðskiljanlegustu mein.
eð handarsveiflu réttir Sai Baba
fylgjendum sínum alls kyns hluti
sem virðast verða til úr engu, að því er
sjónarvottar segja: Hringi með mynd af
honum sjálfum eða öðrum átrúnaðargoð-
um Indverja, hálsmen, sælgæti, ávexti og
jafnvel heitan mat. Ur sandi dregur hann
stórar styttur af Shiva, stöðvar rigningu
þegar þörf krefur, fæðir hundruð manna
með mat úr körfu sem átti að innihalda
mat fyrir tíu manns og svona mætti lengi
telja. „Sögurnar af Sai Baba eiga sér enga
hliðstæðu nema ef vera skyldi sögurnar af
Jesú Kristi í Nýja testamentinu,“ segir
Erlendur.
„Forvitni okkar var eðlilega vakin og
við ákváðum að heimsækja „kraftaverka-
manninn“ og athuga sjálfir hvort eitthvað
væri hæft í þessum sögum. Sai Baba býr í
tvílyftri byggingu sem umkringd er fjölda
stórra íbúðarblokka og gistiskála þar sem
fylgjendurnir geta fengið að búa um lengri
eða skemmri tíma. Þúsundir manna eru
ÞJÓÐLÍF 39