Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 32
Sjö orkustöðvar líkamans
samkvæmt skilgreiningu Kínverja
7. Fjólublá og táknar höfuðorkustöð líkamans. Hún nærist á
fjólubláum ávöxtum og grænmeti. Hér er hugmyndin um að
fasta einnig í hávegum höfð. Fái orkustöðin ekki næringu
veldur það þunglyndi og skorti á hugmyndaflugi.
Dökkblá og táknar ennis- og brúnaorkustöð líkamans.
Þessi orkustöð nærist einnig á bláum ávöxtum og grænmeti.
Fái orkustöðin ekki næringu veldur það einbeitingarörðug-
leikum, höfuð- og augnverkjum, hræðslu og martröðum.
5. Ljósblá og táknar hálsorkustöð líkamans. Þessi orkustöð
nærist á ljósbláum ávöxtum og grænmeti. Fái orkustöðin
ekki næringu veldur það erfiðleikum í samskiptum við ann-
að fólk og þunglyndi.
4. Græn og táknar hjartaorkustöð líkamans. Þessi orkustöð
nærist á grænum ávöxtum og grænmeti. Fái orkustöðin ekki
næringu veldur það erfiðleikum í ástum, tilfinningalegum
flækjum, hjarta- og blóðrásarsjúkdómum.
3. Gul og táknar sólarorkustöð líkamans. Þessi orkustöð nær-
ist á gulum ávöxtum og grænmeti. Fái orkustöðin ekki
næringu veldur það of mikilli áherslu á auð og völd. Það
veldur einnig reiði, hatri og ótta.
2. Appelsínugul og táknar naflaorkustöð líkamans. Þessi
orkustöð nærist á vökva, appelsínugulum ávöxtum og græn-
meti. Fái orkustöðin ekki næringu veldur það kynferðisleg-
um erfiðleikum, afbrýðisemi, öfund og ráðleysi.
1. Rauðleit og táknar jarðarorkustöð líkamans. Þessi orkustöð
nærist á eggjahvítuefnum, kjöti, rauðum ávöxtum og græn-
meti. Fái orkustöðin ekki næringu veldur það óöryggi,
græðgi, reiði, ofbeldi.
Þeir sem vilja halda heilsu sinni, andlegri og líkamlegri, ættu
samkvæmt kenningum Kínverja að borða litskrúðugan og fjöl-
breyttan mat. Matseðillinn þarf helst að innihalda sjö liti eða
jafn marga og orkustöðvarnar eru. Hér hefur verið bent á ýmsa
sjúkdóma sem hugsanlega geta skotið upp kollinum sé einhver
hinna sjö orkustöðva svelt. Samkvæmt ofansögðu nærast ork-
ustöðvarnar að mestu leyti á grænmeti og ávöxtum. Grænmet-
isætur eiga greinilega upp á pallborðið hjá Kínverjum.