Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 51
Dirk Bouts: Skýrsla með járnburði. Máluð um
1475. Takið eftir höfuðbúnaði karlmannanna.
(Safn hinna fogru lista, Briissel).
Þorfinns karlsefnis og félaga hans til Vín-
lands. Að minnsta kosti vildu portúgölsku
landkönnuðirnir kanna betur hvað þarna
væri að finna og síðar, þegar Norður-Am-
eríka varð mönnum ljós, var þessi sjóveg-
ur nefndur norð-vesturleiðin.
í bókinni The discovery of North-Am-
erica twenty years before Columbus, hef-
ur Sofus Larsen rakið það sem vitað er
um samvinnu Portúgala og Dana um
þessa landkönnun. Eftir áskorun kon-
ungsins í Portúgal lét Kristján I. gera út
leiðangur til að leita að löndum vestur um
haf. Foringjar fyrir þeirri ferð voru þeir
Johannes Scolvus sem Larsen heldur að
hafi verið norskur og heitið Jón Scolp.
Það getur varla verið rétt heldur hefur
hann heitið Jón Skúlason og verið leið-
sögumaður. Skipstjórar voru þeir Diðrik
Pining og Pothorst. Tveir portúgalskir að-
alsmenn voru með í ferðinni, þeir J. vas
Corte Real og Homem. Þeir munu hafa
lagt af stað frá Noregi um 1473 en um ferð
þeirra er ekki vitað neitt í smáatriðum.
Corte Real ritaði skýrslu um ferð þessa
handa konungi sínum en hún er töpuð.
Hinn frægi sænski sagnaritari, Olaus
Magnus, hefur þekkt hana og notað hana
við lýsingu þá sem fylgir hinu mikla landa-
bréfi hans.
Grænlandi og í sölum aðalsmanna í Búr-
gúnd og Langbarðalandi. Og þá er ekki
minna um vert að tækni sú sem Grænlend-
ingar notuðu er háþróuð, á hærra stigi en
notað var við textílgerð á Norðurlöndum á
sama tíma. Hvernig stendur á þessu?
Britta Martensen-Larsen bendir á að
landkönnuðir, fiskimenn og sjóræningjar
muni hafa lagt leið sína til Grænlands á
þessum tíma. Frá okkar sjónarmiði eru
fiskimenn og sjómenn ekki líklegir til að
veita menningarstraumum til Grænlands
þótt ekkert megi fortaka. Landkönnuðir
voru aftur á móti gerðir út af konungum
og furstum og þá komum við aftur að
Diðrik Pining og leiðangrinum frá 1473.
Við teljum okkur vita að með í ferðinni
hafi verið leiðsögumaðurinn Jón Skúlason
sem hefur þá verið kunnugur á þessum
slóðum og þekkt til norrænna Grænlend-
inga. Diðrik Pining var frá Hildisheim og
með í förinni voru tveir aðalsmenn frá
Portúgal. Leiðangurinn hlýtur að hafa
verið mjög vel út búinn þar sem hann var
kostaður af tveim konungum. Ef við ger-
um ráð fyrir að leiðangurinn hafi staðið í
2-3 ár, sem er raunhæft þar sem Pining
kemur næst við sögu 1477 þegar hann
verður hirðstjóri, hefur hann sennilega
haft vetursetu á Grænlandi. Það þarf ekki
mikið hugmyndaflug til að láta sér detta í
hug að kunningsskapur hafi myndast milli
leiðangursmanna og grænlensku stúlkn-
anna. Um borð hafa verið menn sem
kenndu þeim að sníða og sauma.
Kristján I. sendi ekki fleiri leiðangra á
norðurslóðir enda átti hann og eftir-
komendur hans nóga ívasan við að halda
saman Kalmarsambandinu. Aftur á móti
voru tveir bræður af ættinni Corte Real á
þessum slóðum laust eftir 1500. Frægastur
er samt leiðangur Johns Cabots 1496-98
sem leiddi til aukinnar þekkingar á Ný-
fundnalandi og Norður-Ameríku allri.
Britta Martensen-Larsen bendir á að
klæðagerð grænlenskra kvenna um þetta
leyti bendi síður en svo til úrkynjunar. Þá
hafa síðustu mannfræðirannsóknir á
beinagrindum frá Herjólfsnesi nánast úti-
lokað að kynstofninn hafi liðið undir lok
vegna úrkynjunar eða úr vesöld. Hún læt-
ur sér detta í hug að Grænlendingar hafi
fyllst útþrá vegna kynna sinna af Evrópu-
mönnum. Þeir hafi síðan flust úr landi
með þeim enda hafi lífsskilyrðin farið sí-
fellt versnandi. Það skiptir kannski ekki
miklu máli hvort síðasti norræni Græn-
lendingurinn bar beinin í Grænlandi eða í
Búrgund en einhvern veginn finnst manni
síðari möguleikinn viðkunnanlegri.
0
Nú víkur sögunni að fornleifum á
Grænlandi. Sumarið 1921 kannaði
danski fornleifafræðingurinn Poul Nör-
lund kirkjugarðinn í Herjólfsnesi,
skammt fyrir vestan syðsta odda Græn-
lands. Þar fann hann klæðnað sem valdið
hefur mönnum miklum heilabrotum.
Kona að nafni Britta Martensen-Larsen
hefur ritað um þennan grænlenska klæðn-
að í Konsthistorisk tidskrift, 3. hefti 1987
og ætla ég að segja lítillega frá hugleiðing-
um hennar og niðurstöðum.
Klæðnaður þessi er af ýmsu tagi, kyrtl-
ar sem kvenfólk og karlmenn hafa verið
íklædd sem voru lögð til hinstu hvílu, höf-
uðföt o.fl. Þessi klæðnaður er sennilega að
mestu leyti frá 14. öld en það sem hefur
þótt markverðast er frá síðasta hluta 15.
aldar. Þetta eru allt ullarflíkur og eru tald-
ar mjög vel ofnar og sýna góða verkkunn-
áttu. Það sem mest kemur á óvart er að
snið og gerð þess fatnaðar sem talinn er frá
lokum 15. aldar á sér enga hliðstæðu á
Norðurlöndum.
Nú ber þess að geta að klæðnaður sem
Hugo van der Goes: Bæn hirðingjanna (brot).
Máluð 1473-75. (Flórens).
fundist hefur frá þessum tíma í gröfum á
Norðurlöndum er illa varðveittur enda
varðveisluskilyrði ólíkt betri á Grænlandi
vegna kuldans. En það er til töluvert af
myndum frá þessum tíma og þar kemur
fram allt önnur tíska í klæðagerð. Ef til
samanburðar eru teknar myndir frá Suð-
ur-Evrópu þá kemur allt annað í ljós.
Menningarfræðinga og listfræðinga rekur
í rogastans þegar þeir sjá sömu tískuna á
ÞJÓÐLÍF 51