Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 23

Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 23
Ferð á nærfatasafnið Ef þú hefur áhuga á óvenju- legum söfnum, hvernig væri aö skreppa á nærfatasafnið sem nýlega hefur verið stofn- að í Brussel í Belgíu. Frum- kvöðullinn að því, Jan Bucqouy, hefur safnað tug- um nærbuxna af öllum stærð- um og gerðum. Hann sendi út 500 bónarbréf til þekktra manna en tók það skýrt fram að aðeins yrði tekið við not- uðum og þvegnum nærbux- um. Einn af hverjum tíu tók á sig ómakið og sendi honum buxur. í bónarbréfinu sem kom þessari brellu af stað segir Buckouy: „Allt vald verður að engu þegar menn eru á nærbuxunum — fólki skilst þá að allir eru jafnir". Hann sendi jafnvel Saddam Hussein bréf um að leggja eitthvað til safnsins, en hefur ekki fengið neinar nærbuxur ennþá... (GJ/London) Forseti Panama Guillermo Endara 54 ára nýtur ekki mikils skilnings meðal landsmanna sinna með nýjustu ástina. Frá því hann giftist fyrir tæpu ári hinni hörundsdökku Ana Mae Diaz, sem er 23 ára, hefur hann hiklaust gefíð sig hamingjunni á vald. Opinberlega faðmar hann og kyssir hina ungu eiginkonu sína og ráðgjafar hans kvarta undan því að forsetinn falli í ástardagdrauma á ríkisstjúrnarfundum og hafí yfírgefíð fundi og ráðstefnur til þess að fara íkelerí með konu sinni. Gula pressan hæðir forsetann með því að kalla hann feita lukkuriddarann, og talsmenn hans hafa þurft að kveða niður orðróm um að hin unga kona hans ákvarði pólitíkina í landinu. Gegn heiftúðugum og vaxandi kynþáttafordómum yfírstéttarinnar í Iandinu í kjölfarþessa eiga forsetinn og hans lið fá andsvör. Hvíta lúxusyfírstéttin hæðir forsetafrúna og niðurlægir við ótal tækifæri... Fleiri skíðaslys í snjóleysi Því minni sem snjórinn er þeim mun fleiri alvarleg slys verða á skíðafólki. Niðurstöð- ur rannsókna sýna t.d. að snjólausa veturinn 1988 —1989 í Mið-Evrópu hafi al- varlegum slysum fjölgað gíf- urlega. Slysadeildir tilkynntu um 25% fleiri beinbrot og 50% fleiri höfuðhögg en á ár- inu áður. Mjaðma- og rófu- beinsbrot voru sérstaklega algeng. Karlar slösuðust þrisvar sinnum oftar en vetur- inn 1987—88 og konur tvisv- ar sinnum oftar. Munurinn liggur í því að kynin skíða með ólíkum hætti; karlar reyna að skíða hraðar en kunnátta þeirra leyfir. Konur fara sér mun hægar og skynsamleg- ar. Konum er hættast við að meiða sig á hnjám... I Þýskalandi hafa fjölmiðlar skrifað gífurlega mikið um Iitríka feitlagna sjónvarpsstjörnu, Hellu von Sinnen og samband hennar við Corneliu Scheel. Þegar þær sögðu frá því opinberlega að þær ættu í lesbísku ástarsambandi ætlaði allt um koll að keyra ígulu pressunni. Cornelia Scheel, sem er dóttir Walters Scheel fyrrverandi forseta Þýskalands, hefur verið áberandi ístjórn herferðargegn krabbameini þarílandi, en hún var rekin frá þeim störfum í kjölfar uppljóstrunar þessarar. Það hefur svo aftur orðið til þess að vekja upp umræður um mannréttindi hómósexúals fólks... ÞJÓÐLÍF 23

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.