Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 8

Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 8
INNLENT Þjóðlífsmynd af stjórnmálamanni ,,SAMVISKA SIJORNARINNAR" Jóhanna Sigurðardóttir sögð „ráðherra kjörtímabilsins, ótrúleg málafylgjumanneskja, þrjósk, talsmaður þeirra sem minna mega sín, alvöru félagshyggjumaður, —ósamvinnuþýð, ósveigjanleg, traust, áreiðanleg“ ÓSKAR GUÐMUNDSSON Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra er talin hafa unnið mikil verk á umliðnum fjórum árum. Hún er sögð afar traust og fylgin sér í þeim málum sem heyra undir ráðuneyti hennar. En and- stæðingar hennar segja hana einsýna og ósveigjanlega um of. Þjóðlíf leitaði álits nokkurra einstaklinga sem hafa haft sam- skipti við Jóhönnu að undanförnu. „Samskipti okkar Búsetamanna við Jó- hönnu voru býsna söguleg; til að byrja með í ráðherratíð hennar. Gekk á ýmsu í þessum samskiptum og kom jafnvel til árekstra, en þegar á leið og ákvörðun lá fyrir, stefnan hafði verið tekin, þá stóð ekkert fyrir henni. Áreiðanlega hefði eng- inn reynst traustari og öruggari til að leiða málið til lykta og fylgja því til sigurs“, segir Reynir Ingibjartsson framkvæmda- stjóri landssamtaka Búseta. Frumvarpið um húsnæðissamvinnufélög varð að lög- um undir lok þingsins eins og mörg önnur frumvörp félagsmálaráðherra. , Jóhanna Sigurðardóttir er traust, fylg- in sér, og hefur afrekað meira en flestir aðrir stjórnmálamenn fyrir láglaunafólk, fólk í húsnæðisleit, fatlaða, gamalt fólk og öryrkja. Hún er hamhleypa í verkum sín- um fyrir þetta fólk og málefnin sem heyra undir ráðuneyti hennar. Það er af þessari ástæðu sem menn segja oft að hún sé sam- viska ríkisstjórnarinnar“, segir Össur Skarphéðinsson flokksbróðir hennar. „Hún er ráðherra kjörtímabilsins, það hefur enginn afrekað neitt í líkingu við hana“, segir Kvennalistakona, og bætir við að það sé engin tilviljun að það sé kona sem er jafn málefnaleg og raun ber vitni. Jóhanna er barnabarn Jóhönnu Egils- dóttur formanns verkakvennafélags- ins Framsóknar, og setti svip sinn á verka- lýðsbaráttu í árdaga verkalýðshreyfingar og fram yfir miðja öld. Margir telja að félagslegur arfur þessarar fjölskyldu -jafn- aðarstefnan — sé gildur þáttur í persónu- leika og pólitík Jóhönnu Sigurðardóttur. „Hún hefur undraverðan kraft, sem hún sækir til arfsins frá ömmu sinni og verka- lýðsbaráttunni, hún er hugsjónamaður veruleikans í kvennabaráttu og það er í eðli hennar að gæta hagsmuna þeirra sem eiga undir högg að sækja.“ Sjálf starfaði hún að verkalýðsmálum; var formaður Flugfreyjufélagsins og stjórnarmaður í VR áður en hún hóf afskipti af landsmál- um með þingmennsku. Og margir lýsa henni sem hugsjónamanni: „Hún trúir á það sem hún er að gera, hún er alvöru félagshyggjumanneskja með rætur í verkalýðshreyfingunni en stendur traustum fótum í samtíð sinni og horfir með verkum sínum til framtíðar", segir leiðtogi verkalýðssamtaka. „Hún er heiðarleg, traust og ákveðin, mikill vinnuþjarkur og fánaberi réttlætis- ins“, segir Ólína Þorvarðardóttir borgar- fulltrúi sem gekk tU liðs við Alþýðuflokk- inn í fyrrasumar. Ólína segir hana ekki sækjast eftir því að hreykja sér af verkum sínum, heldur séu málefnin henni mikil- vægust. Metnaður Jóhönnu standi til að vinna málefnum og hugsjónum gagn en ekki fyrir hana persónulega. Sú málafylgja sem svo margir lofa hana fyrir á sér aðra hlið: „Hún er þrjósk og ósamvinnuþýð, en ótrúleg málafylgju- manneskja", segir framsóknarþingmaður sem telur hana einnig vera þreytandi. Og andstæðingur hennar úr Sjálfstæðis- flokknum tekur dýpra í árinni og kveður hana ekki vera hæfa í ríkisstjórn vegna þess hve stirfin hún geti verið. „Þetta er engin venjuleg þrjóska, —hún sér ekkert í pólitík nema sín eigin mál.“ Viðmælendur hafa orð á því að hún sé vinnuþjarkur og sé að störfum nán- ast allan sólarhringinn. En hvernig er að vinna með Jóhönnu? „Það er hægt að lýsa því með orðinu spennandi", segir Grétar Guðmundsson aðstoðarmaður félags- málaráðherra. Hann viðurkennir að vinnuálagið sé töluvert með orðunum: „Maður þarf ekki að kvarta undan verk- efnaskorti“. 8 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.