Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 27

Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 27
Magnús Ólason læknir. „Þegar ég veit að einstaklingurinn hefur sjálfurgertþað sem hann getur, þá er sjálfsagt að reyna að hjálpa með þessu móti. “ (Kristján Logason). misjöfnum árangri. Sumir svara fljótt og fá tiltölulega skjótan bata eftir fáar með- ferðir. Batinn getur í vissum tilfellum var- að lengi. „Eg hef ákveðnar vinnureglur við með- ferð á sjúkdómum er snerta taugakerfið. Árangur er ekki fullnægjandi ef hann varir ekki minnst í hálft ár eða lengur. Nála- stungurnar eru að mínu mati ekki virk lækningaaðferð ef sjúklingurinn þarf að leita sér aðstoðar oftar en einu sinni á ári. Nálastungumeðferð er veitt einu sinni í viku og yfirleitt sést árangur eftir þrjú eða fjögur skipti. Það er mjög sjaldan sem nálastungu er beitt oftar en fjórum til fimm sinnum hafi árangur látið á sér standa. Ef árangur næst, er yfirleitt um sjö til átta skipti að ræða.“ Læknum sem beita nálastungumeðferð fjölgar með hverju árinu. Islenskir heimil- islæknar hafa farið á nálastungunámskeið í Lundúnum. Talið er að á milli fimm og tíu læknar hérlendis stundi nálastungur. Á íslandi er aðeins læknismenntuðum leyft að stunda nálastungulækningar. I Svíþjóð viðurkenndu heilbrigðisyfirvöld ekki nálastungur fyrr en árið 1983.1 fyrstu var einungis læknum og tannlæknum heimilt að stunda þær. Sjúkraþjálfarar og hjúkrunarfræðingar geta nú fengið sér- stakt leyfi til að beita aðferðinni í sam- vinnu við lækna. Það eru nokkrir hjúkr- unarfræðingar í Svíþjóð sem hafa aflað sér nægrar þekkingar og reynslu á þessu sviði og vinna á heilsugæslustöðvum í sam- vinnu við lækna þar. Að sögn Magnúsar er sá möguleiki einnig fyrir hendi hér á landi en viðkomandi yrði að fá leyfi hjá heil- brigðisyfirvöldum. Magnús telur að það lægi beinast við fyrir hjúkrunarfræðinga að vinna þetta í samvinnu við lækna á einhverri læknamóttöku. Sjúkrasamlagið greiðir að hluta nála- stungumeðferð hjá læknum. „Þeir sem leita til kuklara verða alfarið að standa sjálfir undir kostnaði af meðferðinni. Kuklarar eru sennilega ekki eins mikið á ferðinni og áður fyrr. Þeir komu hingað til lands og höfðu í vissum tilfellum enga menntun úr heilbrigðisgeiranum. Oft á tíðum náðist ekki til þeirra því þeir dvöldu hér aðeins í stuttan tíma. Um það leyti sem heilbrigðisyfirvöld komust á snoðir um starfsemi þeirra voru þeir á bak og burt.“ „Það er hægt að lækna bakverki á annan hátt en með nálastungum. Það er til hlið- stæð meðferð sem kallast TNS meðferð. Hún byggist á raförvun á sömu punktum og stungið er í, þ.e. taugaörvun. í TNS meðferð eru miklu færri punktar örvað- ir.“ „Þessi meðferð er ný af nálinni hér á landi miðað við annars staðar. Eg kynntist henni fyrst 1978 í Svíþjóð. Þá var hún búin að vera í gangi þar í alllangan tíma. Við erum í rauninni ekki komnir jafn langt hér í dag eins og Svíarnir voru þá. Það þykir ekki sjálfsagt ennþá hérlendis að þessi tæki greiðist af hinu opinbera. Það er til lánabanki fyrir örfá slík tæki sem hvorki svara þörf né eftirspurn. Þetta eru einföld tæki í notkun og þau hjálpa mjög mörgum sjúklingum. Tækin eru tiltölulega ódýr og spara örugglega mikið fé þar sem lyfja- kaup sjúklinganna minnka. Lyf í verkja- meðferð hafa í rauninni ekki nema tíma- bundin áhrif.“ alið er að langtíma lyfjanotkun lækki sársaukaþolið í líkamanum. Lyfja- gjöf leysir ekki allan vanda og síst vanda þeirra sem eru með langvinna verki. Ávinningurinn verður stöðugt minni af notkuninni. Magnús telur vissulega rétt- lætanlegt að gefa verkjalyf við skammtíma verkjum. Nálastungur geta hins vegar hækkað sársaukaþolið eins og þolþjálfun- in gerir. „Reykingar lækka óbeint sársaukaþol- ið, m.a. vegna þess að fólk sem reykir hefur oft minna þol og hreyfir sig minna. Reykingar hafa áhrif á súrefnisástandið í blóðinu, súrefnismettunin verður minni. Það hefur verið sýnt fram á að þeir sem reykja og eru einnig baksjúklingar eiga erfiðara með að losna við verkina en þeir sem ekki reykja. Brjóskið milli hryggjar- liðanna er illa nært frá náttúrunnar hendi. Það er háð næringu gegnum flæði frá ná- lægum vefjum eða æðum. Frumur líkam- ans þurfa súrefni til þess að geta nýtt sér næringuna. Vefur sem fær litla næringu ÞJÓÐLÍF 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.