Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 49

Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 49
MENNING HASKOLAMENN I SPESPEGLI Um bœkur David Lodge STEINUNN EINARSDÓTTIR Stundum er talað um campus novels eða háskólasögur sem sérstakt fyrir- brigði innan enskra bókmennta. Þekkt- ustu höfundar Bretlands á þessu sviði eru sennilega þeir Malcolm Bradbury og David Lodge sem báðir eru prófess- orar og höfundar þekktra rita um bók- menntagagnrýni og fjalla því um mál sem þeim eru vel kunnug. Báðir skemmta þeir sér svo við að semja skop- sögur um lífíð innan múra háskólanna og tekst vel til því sögur þeirra þykja með afbrigðum skemmtilegar. Oft eru sögurnar nokkuð ádeilukenndar, sér- staklega á það við um sögur Malcolm Bradburys, svo sem The History Man þar sem frelsisstraumar þeir sem fóru um háskóla og aðrar menntastofnanir á sjöunda og áttunda áratugnum og sumir boðberar þeirra fá slæma útreið. David Lodge er yfirleitt mildari í bókum sínum þótt hann sýni lesendum oft samtímann í spéspegli. David Lodge hefur verið nokkuð af- kastamikill höfundur og bækur hans eru ekki allar háskólasögur. Ef til vill mætti skipta bókum hans í tvo flokka, annars vegar eru skopsögurnar Changing Places, Small World og Nice Work, en sögusvið þeirra er að hluta háskólinn í hinni ímynduðu ensku borg Rummid- ge. Hins vegar eru bækur eins og The British Museum is Falling Down og How Far Can You Go? sem ekki er hægt að kalla skopsögur heldur alvarlegar skáldsögur þótt þær séu ritaðar í gam- ansömum dúr. Háskólasögurnar eru afar líflegar og höfundur kemur víða við. Tvær pers- ónur koma fyrir í þeim öllum, þeir Phil- ip Swallow og Morris Zapp. Philip Swal- low er mikill „prófmaður“, sem kemst að lokum til metorða í háskólanum í Rummidge fyrir röð tilviljana og heppni fremur en verðleika. Philip er þó vænsti maður, hann er íhaldssamur í fræðigrein sinni og finnur ekki hjá sér þörf fyrir að sigra heiminn með nýjum kenningum í bókmenntagagnrýni, hvort sem hún er kölluð strúktúralismi eða eitthvað ann- að. Hins vegar eru margar persónur í kringum hann sem vilja nýjungar nýj- unganna vegna og þá ber helst að nefna bandaríska prófessorinn Morris Zapp við Euphoria State University, en á þeim stað fá nýir straumar og nýjar menning- arstefnur sannarlega notið sín. Ifyrstu bókinni Changing Places (1975) gerast þessir tveir ólíku menn skiptikennarar, Philip Swallow fer til Euphoria State og Zapp til Rummidge. Báðir eiga við aðlögunarerfiðleika að stríða á nýja staðnum en sigrast á þeim og raunin verður sú að þeir láta sér ekki nægja að skiptast á embættum heldur flækja saman einkamálum sínum. í bók- inni Small World (1984) segir hins vegar frá ferðalögum þessara tveggja heiðurs- manna og margir fleiri gáfumenn koma við sögu. Þótt Rummidge sé „heimavöll- urinn“, eru persónurnar á ferð og flugi, því hér er ekki síður fjallað um hinn alþjóðlega akademíska heim þar sem menn þjóta af einni ráðstefnunni á aðra heimsálfanna á milli. Nice Work sem kom út árið 1988, er að sumu leyti jarðbundnari en tvær fyrri, þar sem grínið verður stundum nokkuð lausbeislað. í bókinni eru starfs- menn Rummidge háskólans farnir að kynna sér atvinnumál. Komið er á sam- skiptum háskólans og iðnfyrirtækja á staðnum. Ung kona, Dr. Robyn Pen- rose, sem aðhyllist nýjustu framúrstefn- ukenningar í bókmenntagagnrýni er lát- in fylgjast með störfum Vic Wilcox, sem er framkvæmdastjóri verksmiðju í borg- inni. Síðan kemur að því að Wilcox end- urgeldur heimsóknina. Glöggt er gests- augað og bæði sjá ýmislegt í starfi hins sem betur mætti fara. Sagan ber keim af þeim erfiðu aðstæðum sem skapast hafa í atvinnumálum í norðurhluta Englands og gamninu fylgir heilmikil alvara. Prófessorinn David Lodge er aldrei langt undan í háskólaskáldsögunum. Segja má að í Rummidge sögunum geri hann háskólalífinu skil næstum kerfis- bundið. I fyrstu sögunni, Changing Places, fræðist lesandinn m.a. um ýmis- legt viðkomandi kennsluháttum og prófgráðum svo og muninn sem er á há- skólum í Bretlandi annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar. í Small World kemur höfundur inn á strauma og stefnur, það er að segja það nýjasta í fræðunum. Þar er meira að segja að finna (á blaðsíðu 22 í Penguin útgáfunni) stutta og greinargóða skýringu á hugtak- inu strúktúralisma, sem margir hafa átt í erfiðleikum með að henda reiður á. Sumum hefur fundist bækur hans bera þess vott að þær séu ritaðar af bók- menntafræðingi því að þar séu tákn á hverju strái og allt gangi upp samkvæmt ströngustu kröfum fræðanna. Á þetta ef til vill sérstaklega við um Small World. ú bók Lodge, sem mest skilur eftir að öllum fræðum slepptum, er þó að mínum dómi How Far Can You Go? (1980). Viðfangsefnið þar er líf ungs há- skólamenntaðs fólks, sem aðhyllist kaþ- ólska trú og siðferðisvanda þess. Hvernig á að bregðast við boðum og bönnum kirkjunnar í heimi þar sem menn eru hættir að trúa á eldvítisrefs- ingu annars heims? Lesandinn fylgist með lífi kunningjahóps og maka þeirra um margra ára skeið, eða frá 1952 til 1975. I upphafi eru aðalpersónurnar við nám í ýmsum greinum í Lundúnahá- skóla, en eiga það sameiginlegt að rækja trú sína samviskusamlega og sækja sömu kirkju reglulega. Eins og gengur mætir þeim ýmiss konar vandi þegar tímar líða fram, en boð og bönn kirkjunnar, sér- staklega bannið við getnaðarvörnum, gerir þeim lífið síst auðveldara. Lodge fjallar hér um viðkvæm mál af einlægni og kímni, hann lýsir siðferðilegum þver- stæðum og sálarstríði einstaklinga af nærfærni og á mjög sannfærandi hátt. Þótt bókin sé fyrst og fremst um siðferð- isvanda áhangenda kaþólsku kirkjunnar fjallar hún einnig um tilvistarvanda okk- ar allra á tímum þegar gildismat er ört að breytast. Bókin á því erindi til allra og ekki sakar það að hún er bráðskemmti- leg aflestrar. ÞJÓÐLÍF 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.